Á neyðartímum er fátt verra en leynd Kolbrún Baldursdóttir skrifar 13. nóvember 2020 13:01 Á neyðartímum eins og nú ríkir er fátt verra en leynd og að halda upplýsingum frá þeim sem kosnir eru til ábyrgðar. Núverandi Neyðarstjórn hefur haldið yfir 60 fundi án þess að fundargerðir hafi borist minnihlutanum. Tímabært er að endurskoða þessa skipan og skoða trygga aðkomu kjörinna fulltrúa að Neyðarstjórninni. Í þeim tilgangi mun fulltrúi Flokks fólksins leggja fram á næsta fundi borgarstjórnar 17. nóvember tillögu um að fyrirkomulag Neyðarstjórnar verði endurskoðað þannig að kjörnir fulltrúar fái að sitja fundi Neyðarstjórnar sem áheyrnarfulltrúar og fái aðgang að upplýsingum og gögnum Neyðarstjórnar. Við vissar aðstæður er kostur að mynda Neyðarstjórn sem hefur þá heimildir til að taka ákvörðun með hraði. Slíkt fyrirkomulag er þekkt einkum þegar vá er fyrir höndum. Fulltrúi Flokks fólksins telur að við slíkar aðstæður þurfi þó að tryggja lýðræðislega kjörnum fulltrúum yfirsýn yfir störf Neyðarstjórnar svo að þeir geti sinnt eftirlitsskyldum sínum. Ef borgarfulltrúar fá að sitja fundi Neyðarstjórnar sem áheyrnarfulltrúar og fá jafnframt aðgang að þeim gögnum og upplýsingum sem Neyðarstjórn byggir ákvarðanatöku sína á þá geta þeir gengið úr skugga um það hvort Neyðarstjórn starfi eftir lögum og reglum. Núverandi fyrirkomulag hefur annmarka. Neyðarstjórn var sett á laggirnar með samþykkt borgarráðs 16. ágúst 2018 á grundvelli erindisbréfs þar sem hlutverk hennar var skilgreint. Í skilgreiningu segir m.a.: „Neyðarstjórn hefur heimild til að taka ákvarðanir og stofna til útgjalda umfram það sem segir í fjárhagsáætlun í neyðartilfellum enda sé um slík tilfelli að ræða að afgreiðsla þeirra þoli enga bið. Borgarráð veitir aðrar nauðsynlegar heimildir vegna sérstakra fjárútláta og er á neyðarstigi í viðbragðsstöðu þar sem nauðsynlegt getur verið að kalla til aukafundar.Starfsmaður hópsins ber ábyrgð á fundarboðun, undirbúningi funda, fundarritun og úrvinnslu í samráði við borgarstjóra.“ Eins og staðan er núna er upplýsingaflæði frá Neyðarstjórn svo lítið að erfitt er fyrir minnihlutafulltrúa að meta aðgerðir Neyðarstjórnarinnar og hvort nauðsynlegt sé að taka ákvarðanir án þess að leggja þær í lýðræðislegan farveg. Ef kjörnir fulltrúar fá aðgang að fundum og gögnum Neyðarstjórnar þá geta þeir gengið úr skugga um það hvort aðgerðir og ákvarðanir Neyðarstjórnar séu nauðsynlegar eða hvort þær gangi of langt. Slíkt fyrirkomulag myndi ekki draga úr skilvirkni Neyðarstjórnar, enda myndi áheyrn ekki trufla fundi. Þá þarf ekki að óttast það að trúnaðargögn fari í dreifingu, enda hafa kjörnir fulltrúar þegar aðgang að ýmsum trúnaðargögnum og bera sömu ábyrgð og aðrir við meðferð á trúnaðargögnum. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Skoðun Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á neyðartímum eins og nú ríkir er fátt verra en leynd og að halda upplýsingum frá þeim sem kosnir eru til ábyrgðar. Núverandi Neyðarstjórn hefur haldið yfir 60 fundi án þess að fundargerðir hafi borist minnihlutanum. Tímabært er að endurskoða þessa skipan og skoða trygga aðkomu kjörinna fulltrúa að Neyðarstjórninni. Í þeim tilgangi mun fulltrúi Flokks fólksins leggja fram á næsta fundi borgarstjórnar 17. nóvember tillögu um að fyrirkomulag Neyðarstjórnar verði endurskoðað þannig að kjörnir fulltrúar fái að sitja fundi Neyðarstjórnar sem áheyrnarfulltrúar og fái aðgang að upplýsingum og gögnum Neyðarstjórnar. Við vissar aðstæður er kostur að mynda Neyðarstjórn sem hefur þá heimildir til að taka ákvörðun með hraði. Slíkt fyrirkomulag er þekkt einkum þegar vá er fyrir höndum. Fulltrúi Flokks fólksins telur að við slíkar aðstæður þurfi þó að tryggja lýðræðislega kjörnum fulltrúum yfirsýn yfir störf Neyðarstjórnar svo að þeir geti sinnt eftirlitsskyldum sínum. Ef borgarfulltrúar fá að sitja fundi Neyðarstjórnar sem áheyrnarfulltrúar og fá jafnframt aðgang að þeim gögnum og upplýsingum sem Neyðarstjórn byggir ákvarðanatöku sína á þá geta þeir gengið úr skugga um það hvort Neyðarstjórn starfi eftir lögum og reglum. Núverandi fyrirkomulag hefur annmarka. Neyðarstjórn var sett á laggirnar með samþykkt borgarráðs 16. ágúst 2018 á grundvelli erindisbréfs þar sem hlutverk hennar var skilgreint. Í skilgreiningu segir m.a.: „Neyðarstjórn hefur heimild til að taka ákvarðanir og stofna til útgjalda umfram það sem segir í fjárhagsáætlun í neyðartilfellum enda sé um slík tilfelli að ræða að afgreiðsla þeirra þoli enga bið. Borgarráð veitir aðrar nauðsynlegar heimildir vegna sérstakra fjárútláta og er á neyðarstigi í viðbragðsstöðu þar sem nauðsynlegt getur verið að kalla til aukafundar.Starfsmaður hópsins ber ábyrgð á fundarboðun, undirbúningi funda, fundarritun og úrvinnslu í samráði við borgarstjóra.“ Eins og staðan er núna er upplýsingaflæði frá Neyðarstjórn svo lítið að erfitt er fyrir minnihlutafulltrúa að meta aðgerðir Neyðarstjórnarinnar og hvort nauðsynlegt sé að taka ákvarðanir án þess að leggja þær í lýðræðislegan farveg. Ef kjörnir fulltrúar fá aðgang að fundum og gögnum Neyðarstjórnar þá geta þeir gengið úr skugga um það hvort aðgerðir og ákvarðanir Neyðarstjórnar séu nauðsynlegar eða hvort þær gangi of langt. Slíkt fyrirkomulag myndi ekki draga úr skilvirkni Neyðarstjórnar, enda myndi áheyrn ekki trufla fundi. Þá þarf ekki að óttast það að trúnaðargögn fari í dreifingu, enda hafa kjörnir fulltrúar þegar aðgang að ýmsum trúnaðargögnum og bera sömu ábyrgð og aðrir við meðferð á trúnaðargögnum. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar