Ríkisstjórnin saman í kosningabaráttu? Björn Leví Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2020 11:16 Kosið verður þann 25. september á næsta ári. Ástæðan fyrir því er að ríkisstjórninni þykir svo vænt um hvert annað, þrátt fyrir opinberar vantraustsyfirlýsingar, að hana langar til þess að klára kjörtímabilið. Kannski er réttara að segja að ríkisstjórninni finnst bara svona vænt um völdin frekar en hvort annað. Sameinuð í valdi og íhaldi sem meira að segja stjórnarþingmaður stimplar sem alræði. Ríkisstjórnin treysti sér ekki til þess að laga skekkjuna í þeirri hefð okkar að kjósa á vorin heldur ákveður að festa í sessi haustkosningar þrátt fyrir alla gallana. Helsta vandamálið er vinna við fjárlög, en stjórnarskráin gerir ráð fyrir að fjárlagafrumvarp sé fyrsta mál haustþings sem getur í síðasta lagi komið saman þann 1. október. Tæpri viku eftir næstu kosningar. Lög gera hins vegar ráð fyrir því að haustþing komi saman 14. september nema ríkisstjórnin ákveði að breyta því eins og var gert í ár. Þannig ætti að leggja fram fjárlög fyrir árið 2022 þann 14. september en einhvern veginn grunar mig að það muni ekki gerast. Ég tel engar líkur á því að við fáum að sjá fjárlagafrumvarp þessarar ríkisstjórnar fyrir kosningarnar næsta haust. Samt mun það frumvarp birtast landsmönnum fimm dögum eftir kosningar. Sameiginleg sýn sama hvað Mun núverandi ríkisstjórn fara saman í kosningabaráttu með þær sameiginlegu áherslur sem hún leggur fram í fjárlagafrumvarpinu sem allir fá að sjá eftir kosningarnar? Einhvern veginn finnst mér það mjög ólíklegt miðað við þann kosningaskjálfta sem virðist hlaupinn í suma þingmenn stjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn ýmist keppist við að veifa frelsismálum sem aðrir lögðu fram fyrir löngu, eða berjast gegn frelsismálum sem aðrir lögðu fram fyrir stuttu. VG skammar fyrri ríkisstjórnir fyrir dugleysi í loftslagsmálum, sem hafa samt verið myndaðar að miklu leyti úr sömu flokkum og þessi ríkisstjórn, og Framsókn læðist með veggjum eins og venjulega. Samt verður þeirra fjárlagafrumvarp fyrsta mál næsta kjörtímabils. Þetta er stöðugleikinn sem ríkisstjórnin sagði að allir væru að kalla eftir. Leiðin til þess að auka traust til stjórnmála. Eða eins og forsætisráðherra orðaði það: „Ég átti svo sem aldrei von að samstaða myndi nást.“ Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kosið verður þann 25. september á næsta ári. Ástæðan fyrir því er að ríkisstjórninni þykir svo vænt um hvert annað, þrátt fyrir opinberar vantraustsyfirlýsingar, að hana langar til þess að klára kjörtímabilið. Kannski er réttara að segja að ríkisstjórninni finnst bara svona vænt um völdin frekar en hvort annað. Sameinuð í valdi og íhaldi sem meira að segja stjórnarþingmaður stimplar sem alræði. Ríkisstjórnin treysti sér ekki til þess að laga skekkjuna í þeirri hefð okkar að kjósa á vorin heldur ákveður að festa í sessi haustkosningar þrátt fyrir alla gallana. Helsta vandamálið er vinna við fjárlög, en stjórnarskráin gerir ráð fyrir að fjárlagafrumvarp sé fyrsta mál haustþings sem getur í síðasta lagi komið saman þann 1. október. Tæpri viku eftir næstu kosningar. Lög gera hins vegar ráð fyrir því að haustþing komi saman 14. september nema ríkisstjórnin ákveði að breyta því eins og var gert í ár. Þannig ætti að leggja fram fjárlög fyrir árið 2022 þann 14. september en einhvern veginn grunar mig að það muni ekki gerast. Ég tel engar líkur á því að við fáum að sjá fjárlagafrumvarp þessarar ríkisstjórnar fyrir kosningarnar næsta haust. Samt mun það frumvarp birtast landsmönnum fimm dögum eftir kosningar. Sameiginleg sýn sama hvað Mun núverandi ríkisstjórn fara saman í kosningabaráttu með þær sameiginlegu áherslur sem hún leggur fram í fjárlagafrumvarpinu sem allir fá að sjá eftir kosningarnar? Einhvern veginn finnst mér það mjög ólíklegt miðað við þann kosningaskjálfta sem virðist hlaupinn í suma þingmenn stjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn ýmist keppist við að veifa frelsismálum sem aðrir lögðu fram fyrir löngu, eða berjast gegn frelsismálum sem aðrir lögðu fram fyrir stuttu. VG skammar fyrri ríkisstjórnir fyrir dugleysi í loftslagsmálum, sem hafa samt verið myndaðar að miklu leyti úr sömu flokkum og þessi ríkisstjórn, og Framsókn læðist með veggjum eins og venjulega. Samt verður þeirra fjárlagafrumvarp fyrsta mál næsta kjörtímabils. Þetta er stöðugleikinn sem ríkisstjórnin sagði að allir væru að kalla eftir. Leiðin til þess að auka traust til stjórnmála. Eða eins og forsætisráðherra orðaði það: „Ég átti svo sem aldrei von að samstaða myndi nást.“ Höfundur er þingmaður Pírata.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun