„Peningaleysi er ekki skýringin“ eða hvað? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. nóvember 2020 07:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fullyrti fyrir rétt rúmri viku síðan í þættinum Víglínunni að starfsmannaskort Landsspítalans væri ekki að rekja til skorts á fjármagni í heilbrigðiskerfinu. En hvers vegna er þá viðvarandi mannekla í heilbrigðiskerfinu? Byrjum á að setja upp forsendur til þess það sé auðveldara að fara yfir stöðuna. Segjum sem svo að heilbrigðiskerfið þurfi 100 starfsmenn til þess að ástandið sé „gott“ og til einföldunar skulum við bara tala um starfsmenn en ekki lækna, geislafræðinga, sjúkraliða o.fl. Staðan er þá þannig í dag og hefur verið í langan tíma að ekki er verið að manna þessar 100 stöður. Ef Svandís sagði satt og peningaleysi er ekki skýringin þá þýðir það með öðrum orðum að ríkið er að borga starfsmönnum nógu há laun til þess að það ætti að vera hægt að fylla þessar 100 stöður en samt gerist það ekki. Það hlýtur þá að tákna að hér innan lands eigum við einfaldlega ekki nógu mikið af rétt menntuðu starfsfólki til þess að sinna störfunum og við náum heldur ekki að fylla upp í það með erlendu vinnuafli. Það hefur vissulega verið skortur á t.d. hjúkrunarfræðingum um svo að segja allan heim, en miðað við það að síðast liðinn áratug hafa reglulega komið fréttir af íslenskum hjúkrunarfræðingum að fara til Noregs að vinna þá hljómar það ósennilega að peningana vanti ekki í kerfið hér á landi. Félag hjúkrunarfræðinga birti til að mynda grein árið 2016 í tímariti sínu með nafninu „Hjúkrunarfræðingar í Noregi – Færri komast að en vilja“ og ræddu þar um ótvíræðan fjárhagslegan ávinning þess að fara til Noregs að vinna. Hvort sem við eigum nógu mikið af fagmenntuðu fólki til þess að fylla í þessar 100 stöður eða ekki þá hljóta lág laun að vera meðal helstu skýringa á hvers vegna hluti þess fagmenntaða fólks sem við eigum leitar til annarra landa. Og þá má benda á að ef við eigum færri en 100 af slíku starfsfólki og ekki er að fjölga í þeim hóp þá er einfaldlega ekki verið að greiða nógu vel til þess að fólk sjái sér hag í því að mennta sig í þessum störfum. Peningar hljóta því sannanlega að vera vandinn. Eða lang stærsti hluti vandans. Almennt séð ættu starfsmenn sem mikil eftirspurn er eftir að hafa mikið vogar afl í samninga viðræðum, alveg óháð hvort það tók langt nám að fá starfsréttindin eða ekki. En þannig virðist staðan ekki vera í heilbrigðisgeiranum hérlendis. Þá liggur beinast við að spyrja hvort það sé í raun mikil eftirspurn eftir þessum heilbrigðisstarfsmönnum? Hér sé ég þrjú möguleg svör: Ríkið vill sannanlega ráða 100 starfsmenn en hefur ekki nægileg fjárráð til þess að geta ráðið það marga starfsmenn. Ef það væru aukin fjárútlát til heilbrigðiskerfisins þyrfti að skera niður annarstaðar og það er niðurstaða sem ríkið telur að komi verr niður á samfélaginu. Forsendan um að það sé eftirspurn eftir 100 starfsmönnum er röng. Eftirspurn ríkisins stemmir vel við þann fjölda starfsmanna sem eru nú þegar við störf. Störfin eru því passlega umbunuð og það væri óráð að hækka laun og/eða ráða fleiri inn. Það er því ekki mannekla frá ríkinu séð. Ríkið hugsar sem svo að 100 starfsmenn í vinnu myndu skila betri niðurstöðu fyrir samfélagið og hægt sé að fjármagna heilbrigðiskerfið þannig að öll 100 störfin séu mönnuð án þess að það krefjast mikill fórna annarstaðar. Hins vegar kjósi ríkið einhverra hluta vegna að gera það ekki. Ef möguleiki eitt er sá rétti var Svandís sannanlega ekki að segja satt og það er fjárskortur í kerfinu, ríkið vildi gera betur en á þess ekki kost. Ef möguleiki tvö er réttur er enginn vandi með fjármálin en hins vegar er þá ekki rétt að tala um manneklu heldur ætti að koma hreint til dyranna og segja að þannig lýti málin ekki út frá ríkinu séð, heilbrigðiskerfið sé í því horfi sem því er ætlað að vera. Hins vegar ef möguleiki þrjú er sannur er eitthvað einkennilegt á ferðinni. Sá möguleiki rímar raunar ansi vel við þær fullyrðingar sem fram hafa komið seinustu ár að það sé með ráðum gert að fjársvelta heilbrigðiskerfið til þess að búa til þörf fyrir einkareknar einingar í heilbrigðiskerfinu. Nú ætla ég ekki að leggja hér mat á hver þessara möguleika passar best við raunverulega afstöðu ríkisins. Ég tel þó að hér fari ráðherra vísvitandi með ósannindi á einn veg eða annan. Spurningin er svo af hverju ekki séu sett fleiri spurningarmerki við þegar okkar æðstu ráðamenn gefa svör og skýringar sem eru auðsjáanlega ekki í samræmi við hlutanna eðli. Sér í lagi þegar verið er að ræða um málefni sem eru svo mikilvæg að þau varða hverja og eina einustu manneskju sem býr hér á landi. Ef saga stjórnmála er eitthvað til að styðjast við má ætla að það sé ólíklegt að nema lítill hluti stjórnmálamanna komi alveg hreint til dyra og svari afdráttarlaust hvernig þeir sjái hlutina, hverju þeir stefni að og hvaða málamiðlanir þurfti að gera á vegferðinni. En það er svo hlutverk fjölmiðla að þrýsta fast á um raunveruleg svör og síðan hlutverk almennings að kjósa ekki yfir sig þingflokka sem þora ekki að koma hreint til dyra, nú eða í versta falli eru svo vitlausir að þeir sjái sjálfir ekki samhengi hlutanna. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fullyrti fyrir rétt rúmri viku síðan í þættinum Víglínunni að starfsmannaskort Landsspítalans væri ekki að rekja til skorts á fjármagni í heilbrigðiskerfinu. En hvers vegna er þá viðvarandi mannekla í heilbrigðiskerfinu? Byrjum á að setja upp forsendur til þess það sé auðveldara að fara yfir stöðuna. Segjum sem svo að heilbrigðiskerfið þurfi 100 starfsmenn til þess að ástandið sé „gott“ og til einföldunar skulum við bara tala um starfsmenn en ekki lækna, geislafræðinga, sjúkraliða o.fl. Staðan er þá þannig í dag og hefur verið í langan tíma að ekki er verið að manna þessar 100 stöður. Ef Svandís sagði satt og peningaleysi er ekki skýringin þá þýðir það með öðrum orðum að ríkið er að borga starfsmönnum nógu há laun til þess að það ætti að vera hægt að fylla þessar 100 stöður en samt gerist það ekki. Það hlýtur þá að tákna að hér innan lands eigum við einfaldlega ekki nógu mikið af rétt menntuðu starfsfólki til þess að sinna störfunum og við náum heldur ekki að fylla upp í það með erlendu vinnuafli. Það hefur vissulega verið skortur á t.d. hjúkrunarfræðingum um svo að segja allan heim, en miðað við það að síðast liðinn áratug hafa reglulega komið fréttir af íslenskum hjúkrunarfræðingum að fara til Noregs að vinna þá hljómar það ósennilega að peningana vanti ekki í kerfið hér á landi. Félag hjúkrunarfræðinga birti til að mynda grein árið 2016 í tímariti sínu með nafninu „Hjúkrunarfræðingar í Noregi – Færri komast að en vilja“ og ræddu þar um ótvíræðan fjárhagslegan ávinning þess að fara til Noregs að vinna. Hvort sem við eigum nógu mikið af fagmenntuðu fólki til þess að fylla í þessar 100 stöður eða ekki þá hljóta lág laun að vera meðal helstu skýringa á hvers vegna hluti þess fagmenntaða fólks sem við eigum leitar til annarra landa. Og þá má benda á að ef við eigum færri en 100 af slíku starfsfólki og ekki er að fjölga í þeim hóp þá er einfaldlega ekki verið að greiða nógu vel til þess að fólk sjái sér hag í því að mennta sig í þessum störfum. Peningar hljóta því sannanlega að vera vandinn. Eða lang stærsti hluti vandans. Almennt séð ættu starfsmenn sem mikil eftirspurn er eftir að hafa mikið vogar afl í samninga viðræðum, alveg óháð hvort það tók langt nám að fá starfsréttindin eða ekki. En þannig virðist staðan ekki vera í heilbrigðisgeiranum hérlendis. Þá liggur beinast við að spyrja hvort það sé í raun mikil eftirspurn eftir þessum heilbrigðisstarfsmönnum? Hér sé ég þrjú möguleg svör: Ríkið vill sannanlega ráða 100 starfsmenn en hefur ekki nægileg fjárráð til þess að geta ráðið það marga starfsmenn. Ef það væru aukin fjárútlát til heilbrigðiskerfisins þyrfti að skera niður annarstaðar og það er niðurstaða sem ríkið telur að komi verr niður á samfélaginu. Forsendan um að það sé eftirspurn eftir 100 starfsmönnum er röng. Eftirspurn ríkisins stemmir vel við þann fjölda starfsmanna sem eru nú þegar við störf. Störfin eru því passlega umbunuð og það væri óráð að hækka laun og/eða ráða fleiri inn. Það er því ekki mannekla frá ríkinu séð. Ríkið hugsar sem svo að 100 starfsmenn í vinnu myndu skila betri niðurstöðu fyrir samfélagið og hægt sé að fjármagna heilbrigðiskerfið þannig að öll 100 störfin séu mönnuð án þess að það krefjast mikill fórna annarstaðar. Hins vegar kjósi ríkið einhverra hluta vegna að gera það ekki. Ef möguleiki eitt er sá rétti var Svandís sannanlega ekki að segja satt og það er fjárskortur í kerfinu, ríkið vildi gera betur en á þess ekki kost. Ef möguleiki tvö er réttur er enginn vandi með fjármálin en hins vegar er þá ekki rétt að tala um manneklu heldur ætti að koma hreint til dyranna og segja að þannig lýti málin ekki út frá ríkinu séð, heilbrigðiskerfið sé í því horfi sem því er ætlað að vera. Hins vegar ef möguleiki þrjú er sannur er eitthvað einkennilegt á ferðinni. Sá möguleiki rímar raunar ansi vel við þær fullyrðingar sem fram hafa komið seinustu ár að það sé með ráðum gert að fjársvelta heilbrigðiskerfið til þess að búa til þörf fyrir einkareknar einingar í heilbrigðiskerfinu. Nú ætla ég ekki að leggja hér mat á hver þessara möguleika passar best við raunverulega afstöðu ríkisins. Ég tel þó að hér fari ráðherra vísvitandi með ósannindi á einn veg eða annan. Spurningin er svo af hverju ekki séu sett fleiri spurningarmerki við þegar okkar æðstu ráðamenn gefa svör og skýringar sem eru auðsjáanlega ekki í samræmi við hlutanna eðli. Sér í lagi þegar verið er að ræða um málefni sem eru svo mikilvæg að þau varða hverja og eina einustu manneskju sem býr hér á landi. Ef saga stjórnmála er eitthvað til að styðjast við má ætla að það sé ólíklegt að nema lítill hluti stjórnmálamanna komi alveg hreint til dyra og svari afdráttarlaust hvernig þeir sjái hlutina, hverju þeir stefni að og hvaða málamiðlanir þurfti að gera á vegferðinni. En það er svo hlutverk fjölmiðla að þrýsta fast á um raunveruleg svör og síðan hlutverk almennings að kjósa ekki yfir sig þingflokka sem þora ekki að koma hreint til dyra, nú eða í versta falli eru svo vitlausir að þeir sjái sjálfir ekki samhengi hlutanna. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun