Arftaki Kristjáns setti á áfengisbann Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2020 16:01 Kim Ekdahl du Rietz fékk sér í tána á EM ásamt þremur liðsfélögum sínum, og var um það fjallað í sænskum miðlum. Getty/ANDREAS HILLERGREN Sænska karlalandsliðið í handbolta hefur nú fengið skýrar reglur um það að leikmenn megi ekki neyta áfengis á meðan að þeir eru í landsliðsverkefnum. Fjórir leikmenn sænska liðsins báðust afsökunar í janúar, eftir að til þeirra sást drekka áfengi á bar í Malmö, á miðju Evrópumóti. Svíar, sem þá léku undir stjórn Kristjáns Andréssonar, voru á leið í milliriðil í keppninni þar sem þeir töpuðu svo fyrir Portúgal og Noregi en unnu Ungverjaland og Ísland. Um var að ræða lykilmenn í sænska liðinu, þá Jim Gottfridsson, Andreas Nilsson, Lukas Nilsson og Kim Ekdahl du Rietz. „Ég er vonsvikinn með það sem gerðist en leikmennirnir báðust afsökunar fyrir framan allan hópinn og sögðu að þetta myndi ekki gerast aftur,“ sagði Kristján. Du Rietz sagðist eftir mótið aldrei hafa skilið það sem svo að sérstakar reglur giltu um áfengisneyslu leikmanna. Þetta hefði svo sannarlega ekki verið í fyrsta skiptið sem hann fengi sér vínglas með félögum sínum í landsliðinu. Glenn Solberg tók við sem þjálfari sænska landsliðsins eftir mótið og sagðist í viðtali við Sportbladet leggja mikið upp úr því að menn hefðu rétt hugarfar, innan sem utan vallar. Sænska landsliðið er nú saman í fyrsta sinn eftir EM, vegna leikja í undankeppni næsta EM, og reglurnar eru skýrar: „Það er engin áfengisneysla leyfð og þetta á við um öll verkefni sænska handknattleikssambandsins og öll landsliðin,“ segir Tobias Karlsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og nýr liðsstjóri Svía. Þó sé mögulegt fyrir þjálfarann að gera undanþágu frá reglunni við viss tilefni, en það sé í algjörum undantekningartilvikum. Þetta hafi raunar verið stefnan lengi, en nú sé málið skýrt. EM 2022 í handbolta EM 2020 í handbolta Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Sænska karlalandsliðið í handbolta hefur nú fengið skýrar reglur um það að leikmenn megi ekki neyta áfengis á meðan að þeir eru í landsliðsverkefnum. Fjórir leikmenn sænska liðsins báðust afsökunar í janúar, eftir að til þeirra sást drekka áfengi á bar í Malmö, á miðju Evrópumóti. Svíar, sem þá léku undir stjórn Kristjáns Andréssonar, voru á leið í milliriðil í keppninni þar sem þeir töpuðu svo fyrir Portúgal og Noregi en unnu Ungverjaland og Ísland. Um var að ræða lykilmenn í sænska liðinu, þá Jim Gottfridsson, Andreas Nilsson, Lukas Nilsson og Kim Ekdahl du Rietz. „Ég er vonsvikinn með það sem gerðist en leikmennirnir báðust afsökunar fyrir framan allan hópinn og sögðu að þetta myndi ekki gerast aftur,“ sagði Kristján. Du Rietz sagðist eftir mótið aldrei hafa skilið það sem svo að sérstakar reglur giltu um áfengisneyslu leikmanna. Þetta hefði svo sannarlega ekki verið í fyrsta skiptið sem hann fengi sér vínglas með félögum sínum í landsliðinu. Glenn Solberg tók við sem þjálfari sænska landsliðsins eftir mótið og sagðist í viðtali við Sportbladet leggja mikið upp úr því að menn hefðu rétt hugarfar, innan sem utan vallar. Sænska landsliðið er nú saman í fyrsta sinn eftir EM, vegna leikja í undankeppni næsta EM, og reglurnar eru skýrar: „Það er engin áfengisneysla leyfð og þetta á við um öll verkefni sænska handknattleikssambandsins og öll landsliðin,“ segir Tobias Karlsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og nýr liðsstjóri Svía. Þó sé mögulegt fyrir þjálfarann að gera undanþágu frá reglunni við viss tilefni, en það sé í algjörum undantekningartilvikum. Þetta hafi raunar verið stefnan lengi, en nú sé málið skýrt.
EM 2022 í handbolta EM 2020 í handbolta Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira