Álögur á autt atvinnuhúsnæði Ólafur Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2020 10:45 Þau áföll sem kórónuveiran hefur fellt á atvinnurekstur landsmanna og þá einkum alla starfsemi sem tengist ferðaþjónustu eru stórfelld og alvarleg. Tugir þúsunda launamanna hafa ýmist misst atvinnu sína eða búa við verulegan tekjusamdrátt af völdum verkefnaskorts. Ein birtingarmynd áhrifa farsóttarinnar er sú, að fasteignir sem að jafnaði eru nýttar í atvinnustarfsemi sem nú hefur tímabundið lagst af eða laskast verulega standa ónýttar um lengri eða skemmri tíma. Áhrif faraldursins komu snögglega og gætti fyrst í marsmánuði sl. og varð víða verulegur tekjusamdráttur frá þeim tíma. Fasteignaskattur vegur þungt Fasteignaskattur er verulegur hluti af kostnaði við rekstur atvinnuhúsnæðis. Hlutfall skattsins í leiguverði getur numið 15-20%. Fasteignaskattur ársins er ákvarðaður á grunni fasteignamats, sem ætlað er að endurspegla verðmæti eignanna í febrúarmánuði árið áður og þá miðað við gangverð þeirra í viðskiptum miðað við heimila og mögulega nýtingu. Af þessari viðmiðun leiddi að fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði sem innheimtur var í ár hækkaði um 6,9% frá því sem var á síðasta ári. Fyrir árið 2021 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 1,7% að meðaltali. Því veldur að matið miðast við aðstæður eins og þær voru í febrúar sl. og tekur ekkert tillit til þess að nýting fjölmargra tegunda fasteigna hrundi mánuði síðar. Við blasir að fráleitt er að leggja á og innheimta fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði, þar sem litlar sem engar tekjur hafa komið inn frá því marsmánuði og horfur eru á að það ástand vari fram á sumar 2021. Höfundur hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi sem ætlað að koma til móts við fyrirtækin og þá um leið starfsfólk þeirra við að bregðast við áhrifum farsóttarinnar. Fyrirtæki lifi veiruna af Nauðsynlegt er að hlutast til um sjálfsagðar og einfaldar lagabreytingar til að tryggja að fasteignamatið og gjöldin sem á því eru byggð verði ekki reist á ímynduðum verðmætum eins og þau voru fáeinum dögum fyrir hrun ferðamannaþjónustunnar. Er því lagt til að aukið verði við lög um skráningu og mat fasteigna ákvæði til bráðabirgða, þar sem lagt er fyrir Þjóðskrá að haga mati á atvinnuhúsnæði að þessu sinni miðað við aðstæður í aprílmánuði sl. og taka þegar útgefið mat, sem byggði á aðstæðum í febrúarmánuði upp og endurútgefa að teknu tilliti til breyttra markaðsaðstæðna. Frumvarpinu er ætlað opna leið til að ekki verði innheimtir fasteignaskattar af t.d. hótelum og veitingastöðum og annarri ferðatengdri þjónustu eins og að hér þrífist blómleg starfsemi á því sviði. Tímabundin ákvæði til að verja fyrirtæki og störf Endurskoðað mat samkvæmt þessu verður þá gjaldstofn fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði á árinu 2021. Þetta stuðlar að því að halda fyrirtækjum á lífi og verði í aðstöðu til að endurráða til sín starfsfólk þegar áhrifa veirunnar gætir ekki lengur og draga atvinnuleysi hratt niður. Í annan stað er gerð tillaga um að tímabundið ákvæði til bráðabirgða sem heimili sveitarfélögum að lækka eða fella niður fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði þar sem starfsemi hefur lagst af um lengri eða skemmri tíma af völdum farsóttarinnar. Sveitarfélögin hafa hafnað lækkun skattsins við þessar aðstæður og borið því við að þau hafi ekki til þess lagaheimild. Hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið staðfest þá lagatúlkun. Atvinnuhagsmunir fyrirtækja og starfsfólks Stjórnvöld hafa beint því til allra sem hagsmuna eiga að gæta að sameinast um að liðka fyrir rekstraraðilum sem berjast við að halda fyrirtækjum lifandi og tilbúnum til að taka upp fulla starfsemi á ný þegar faraldrinum linnir. Óhjákvæmilegt er að greiða fyrir því að sveitarfélögin geti tekið í því eðlilegan þátt og séu ekki að lögum bundin við að innheimta fullan fasteignaskatt rétt eins og heimsfaraldur veirunnar hafi engin áhrif haft á atvinnulíf og efnahag. Áréttað skal að ekki er gerð tillaga um neina skyldu á sveitarfélög en opnar þeim hins vegar heimild til að koma til móts við atvinnufyrirtæki í sveitarfélaginu sem sitja uppi með ónýttar fasteignir af völdum veirunnar. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Húsnæðismál Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Þau áföll sem kórónuveiran hefur fellt á atvinnurekstur landsmanna og þá einkum alla starfsemi sem tengist ferðaþjónustu eru stórfelld og alvarleg. Tugir þúsunda launamanna hafa ýmist misst atvinnu sína eða búa við verulegan tekjusamdrátt af völdum verkefnaskorts. Ein birtingarmynd áhrifa farsóttarinnar er sú, að fasteignir sem að jafnaði eru nýttar í atvinnustarfsemi sem nú hefur tímabundið lagst af eða laskast verulega standa ónýttar um lengri eða skemmri tíma. Áhrif faraldursins komu snögglega og gætti fyrst í marsmánuði sl. og varð víða verulegur tekjusamdráttur frá þeim tíma. Fasteignaskattur vegur þungt Fasteignaskattur er verulegur hluti af kostnaði við rekstur atvinnuhúsnæðis. Hlutfall skattsins í leiguverði getur numið 15-20%. Fasteignaskattur ársins er ákvarðaður á grunni fasteignamats, sem ætlað er að endurspegla verðmæti eignanna í febrúarmánuði árið áður og þá miðað við gangverð þeirra í viðskiptum miðað við heimila og mögulega nýtingu. Af þessari viðmiðun leiddi að fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði sem innheimtur var í ár hækkaði um 6,9% frá því sem var á síðasta ári. Fyrir árið 2021 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 1,7% að meðaltali. Því veldur að matið miðast við aðstæður eins og þær voru í febrúar sl. og tekur ekkert tillit til þess að nýting fjölmargra tegunda fasteigna hrundi mánuði síðar. Við blasir að fráleitt er að leggja á og innheimta fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði, þar sem litlar sem engar tekjur hafa komið inn frá því marsmánuði og horfur eru á að það ástand vari fram á sumar 2021. Höfundur hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi sem ætlað að koma til móts við fyrirtækin og þá um leið starfsfólk þeirra við að bregðast við áhrifum farsóttarinnar. Fyrirtæki lifi veiruna af Nauðsynlegt er að hlutast til um sjálfsagðar og einfaldar lagabreytingar til að tryggja að fasteignamatið og gjöldin sem á því eru byggð verði ekki reist á ímynduðum verðmætum eins og þau voru fáeinum dögum fyrir hrun ferðamannaþjónustunnar. Er því lagt til að aukið verði við lög um skráningu og mat fasteigna ákvæði til bráðabirgða, þar sem lagt er fyrir Þjóðskrá að haga mati á atvinnuhúsnæði að þessu sinni miðað við aðstæður í aprílmánuði sl. og taka þegar útgefið mat, sem byggði á aðstæðum í febrúarmánuði upp og endurútgefa að teknu tilliti til breyttra markaðsaðstæðna. Frumvarpinu er ætlað opna leið til að ekki verði innheimtir fasteignaskattar af t.d. hótelum og veitingastöðum og annarri ferðatengdri þjónustu eins og að hér þrífist blómleg starfsemi á því sviði. Tímabundin ákvæði til að verja fyrirtæki og störf Endurskoðað mat samkvæmt þessu verður þá gjaldstofn fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði á árinu 2021. Þetta stuðlar að því að halda fyrirtækjum á lífi og verði í aðstöðu til að endurráða til sín starfsfólk þegar áhrifa veirunnar gætir ekki lengur og draga atvinnuleysi hratt niður. Í annan stað er gerð tillaga um að tímabundið ákvæði til bráðabirgða sem heimili sveitarfélögum að lækka eða fella niður fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði þar sem starfsemi hefur lagst af um lengri eða skemmri tíma af völdum farsóttarinnar. Sveitarfélögin hafa hafnað lækkun skattsins við þessar aðstæður og borið því við að þau hafi ekki til þess lagaheimild. Hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið staðfest þá lagatúlkun. Atvinnuhagsmunir fyrirtækja og starfsfólks Stjórnvöld hafa beint því til allra sem hagsmuna eiga að gæta að sameinast um að liðka fyrir rekstraraðilum sem berjast við að halda fyrirtækjum lifandi og tilbúnum til að taka upp fulla starfsemi á ný þegar faraldrinum linnir. Óhjákvæmilegt er að greiða fyrir því að sveitarfélögin geti tekið í því eðlilegan þátt og séu ekki að lögum bundin við að innheimta fullan fasteignaskatt rétt eins og heimsfaraldur veirunnar hafi engin áhrif haft á atvinnulíf og efnahag. Áréttað skal að ekki er gerð tillaga um neina skyldu á sveitarfélög en opnar þeim hins vegar heimild til að koma til móts við atvinnufyrirtæki í sveitarfélaginu sem sitja uppi með ónýttar fasteignir af völdum veirunnar. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun