Skoðun

Covid börnin

Sigríður Karlsdóttir skrifar

Níu ára stúlkan vaknar og lítur út um gluggann. Hún finnur haustsólina gæla við andlitið. Eitt augnablik líður henni vel. Bros færist yfir andlitið og hún man hvað er gott að vera til. Sakleysið liðast um æðarnar og hugur hennar færir hana í gamla minningu sem hlýjar henni um allan kroppinn.

Hún stendur upp. Fer fram og týnir saman tómu bjórdósirnar. Þær eru orðnar dálítið margar undanfarið. Hún hjálpar mömmu á klósettið. Fær sér kornfleks með vatnsblandaðri mjólk á meðan hún hugsar um hvort afi smitist. Og hvort mamma fái vinnu.

Hún finnur sér nesti. Fann gulrót í ísskápnum. Setur á sig töskuna og skottast út.

Gríman upp. Festir hana vel bakvið eyrun. Hún þolir hana ekki. Grímuna.

Gríman minnir hana alltaf á hvað allt er vont.

Á hverjum degi vonast hún til að allt lagist. Að mamma hætti að drekka. Að hún geti leikið oftar við vini sína. Að hún geti æft íþróttirnar sínar sem eru skemmtilegastar í heimi. Að hún geti farið í sund með ömmu. Að hún geti rölt á bókasafnið og gleymt sér þar. Að heimurinn verði bara öruggur. Allavega einhvers staðar.

En hún getur bara vonað.

Það er það eina sem hún hefur.

Eina sem Covid börnin okkar hafa.

Munum eftir veruleika barnanna.

Setjum okkur í spor þeirra og sjáum hvort við getum unnið saman þaðan.

Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×