Covid börnin Sigríður Karlsdóttir skrifar 31. október 2020 21:30 Níu ára stúlkan vaknar og lítur út um gluggann. Hún finnur haustsólina gæla við andlitið. Eitt augnablik líður henni vel. Bros færist yfir andlitið og hún man hvað er gott að vera til. Sakleysið liðast um æðarnar og hugur hennar færir hana í gamla minningu sem hlýjar henni um allan kroppinn. Hún stendur upp. Fer fram og týnir saman tómu bjórdósirnar. Þær eru orðnar dálítið margar undanfarið. Hún hjálpar mömmu á klósettið. Fær sér kornfleks með vatnsblandaðri mjólk á meðan hún hugsar um hvort afi smitist. Og hvort mamma fái vinnu. Hún finnur sér nesti. Fann gulrót í ísskápnum. Setur á sig töskuna og skottast út. Gríman upp. Festir hana vel bakvið eyrun. Hún þolir hana ekki. Grímuna. Gríman minnir hana alltaf á hvað allt er vont. Á hverjum degi vonast hún til að allt lagist. Að mamma hætti að drekka. Að hún geti leikið oftar við vini sína. Að hún geti æft íþróttirnar sínar sem eru skemmtilegastar í heimi. Að hún geti farið í sund með ömmu. Að hún geti rölt á bókasafnið og gleymt sér þar. Að heimurinn verði bara öruggur. Allavega einhvers staðar. En hún getur bara vonað. Það er það eina sem hún hefur. Eina sem Covid börnin okkar hafa. Munum eftir veruleika barnanna. Setjum okkur í spor þeirra og sjáum hvort við getum unnið saman þaðan. Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Níu ára stúlkan vaknar og lítur út um gluggann. Hún finnur haustsólina gæla við andlitið. Eitt augnablik líður henni vel. Bros færist yfir andlitið og hún man hvað er gott að vera til. Sakleysið liðast um æðarnar og hugur hennar færir hana í gamla minningu sem hlýjar henni um allan kroppinn. Hún stendur upp. Fer fram og týnir saman tómu bjórdósirnar. Þær eru orðnar dálítið margar undanfarið. Hún hjálpar mömmu á klósettið. Fær sér kornfleks með vatnsblandaðri mjólk á meðan hún hugsar um hvort afi smitist. Og hvort mamma fái vinnu. Hún finnur sér nesti. Fann gulrót í ísskápnum. Setur á sig töskuna og skottast út. Gríman upp. Festir hana vel bakvið eyrun. Hún þolir hana ekki. Grímuna. Gríman minnir hana alltaf á hvað allt er vont. Á hverjum degi vonast hún til að allt lagist. Að mamma hætti að drekka. Að hún geti leikið oftar við vini sína. Að hún geti æft íþróttirnar sínar sem eru skemmtilegastar í heimi. Að hún geti farið í sund með ömmu. Að hún geti rölt á bókasafnið og gleymt sér þar. Að heimurinn verði bara öruggur. Allavega einhvers staðar. En hún getur bara vonað. Það er það eina sem hún hefur. Eina sem Covid börnin okkar hafa. Munum eftir veruleika barnanna. Setjum okkur í spor þeirra og sjáum hvort við getum unnið saman þaðan. Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar