Tilfinningin sem þú ert að finna fyrir er sorg Bergsveinn Ólafsson skrifar 30. október 2020 15:00 Ein mest lesna greinin í Harvard Business review síðan í mars greip mig allhressilega um daginn. Hún fjallar um að við séum öll að eiga við sorg þessa dagana – bæði hver fyrir sig og sameiginlega. Ég tengdi mikið við greinina. Hún hjálpaði að koma tilfinningunum mínum í orð og skilja hvað ég og við öll værum að fara í gegnum saman. Ég vildi því deila með ykkur mínum hugsunum – í þeirri von um að einhver tengi við þær. Í greininni er talar David Kestler, höfundur tveggja bóka um sorg, um að það getur verið gott að þekkja sex stig sorgar. Þau eru ekki endilega línuleg og geta birst í misjafnri röð: Afneitun Gerist oft í byrjun. “Ástandið er aldrei að fara hafa áhrif á mig.” Reiði “Það er verið að skikka mig til að þurfa að vera heima og truflar mitt daglega líf verulega.” Samkomulag “Þetta eru einungis tvær vikur og svo verður allt betra.” Dapurleiki “Ég veit ekki hvenær þessu öllu mun linna.” Sátt “Þetta er raunveruleikinn sem við eigum við, nú þarf að finna leiðir til að aðlagast honum.” Merking Ljósið á dimmum tímum. Að finna einhverja merkingu úr aðstæðum. Fólk er að kunna betur að meta að fara í langa göngutúra. Ástandið gaf fólki leyfi til að slaka aðeins á í þessum hraða heimi og staldra við sjálfan sig og lífið. Fólk hefur áttað sig á að tæknin gerir þeim kleift að halda sambandi, þó svo hún muni aldrei koma sem staðgengill fyrir mannlega nærveru. Fólk talar um að þakklæti fyrir því sem það tók áður sem sjáfsögðum hlut hafi aukist eins og að geta farið í klippingu, ræktina og knúsað annað fólk. Ég trúi að við munum finna merkingu úr ástandinu núna og gerum það áfram í framhaldinu. Styrkurinn liggur í sátt og merkingu - þar einblínum við á það sem við getum stjórnað og það róar huga okkar. Merking hjálpar okkur að draga einhvern skilning og lærdóm af ástandinu - sem getur verið afar kraftmikið. Ég hef persónulega farið í gegnum öll stigin, oftar en einu sinni. Undanfarna daga hef ég til dæmis verið dapur og reiður. Það er líka bara allt í lagi að leyfa sér að vera dapur og reiður. Þó svo það sé raunin dvel ég ekki lengi á þeim tilfinningum heldur tek ástandið í sátt og finn einhverja merkingu úr þessu öllu saman. Persónulega finnst mér það hjálpa mér töluvert og minnkar alla umfram þjáningu. Að lokum gefur sorgin tækifæri á að sýna öðrum samkennd. Það eru flestir að eiga við einhverja erfiðar tilfinningar líkt og sorg eða ótta þessa dagana – bara í mismiklu magni og birtingarmynd. Samkennd getur hjálpað okkur að tengjast betur, setja okkur í spor annarra og minnt okkur á að við erum öll í þessu saman. Verum góð við hvort annað. Við munum komast í gegnum þetta saman. Höfundur er fyrirlesari með MSc gráðu í jákvæðari sálfræði og þjálfunarsálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsveinn Ólafsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ein mest lesna greinin í Harvard Business review síðan í mars greip mig allhressilega um daginn. Hún fjallar um að við séum öll að eiga við sorg þessa dagana – bæði hver fyrir sig og sameiginlega. Ég tengdi mikið við greinina. Hún hjálpaði að koma tilfinningunum mínum í orð og skilja hvað ég og við öll værum að fara í gegnum saman. Ég vildi því deila með ykkur mínum hugsunum – í þeirri von um að einhver tengi við þær. Í greininni er talar David Kestler, höfundur tveggja bóka um sorg, um að það getur verið gott að þekkja sex stig sorgar. Þau eru ekki endilega línuleg og geta birst í misjafnri röð: Afneitun Gerist oft í byrjun. “Ástandið er aldrei að fara hafa áhrif á mig.” Reiði “Það er verið að skikka mig til að þurfa að vera heima og truflar mitt daglega líf verulega.” Samkomulag “Þetta eru einungis tvær vikur og svo verður allt betra.” Dapurleiki “Ég veit ekki hvenær þessu öllu mun linna.” Sátt “Þetta er raunveruleikinn sem við eigum við, nú þarf að finna leiðir til að aðlagast honum.” Merking Ljósið á dimmum tímum. Að finna einhverja merkingu úr aðstæðum. Fólk er að kunna betur að meta að fara í langa göngutúra. Ástandið gaf fólki leyfi til að slaka aðeins á í þessum hraða heimi og staldra við sjálfan sig og lífið. Fólk hefur áttað sig á að tæknin gerir þeim kleift að halda sambandi, þó svo hún muni aldrei koma sem staðgengill fyrir mannlega nærveru. Fólk talar um að þakklæti fyrir því sem það tók áður sem sjáfsögðum hlut hafi aukist eins og að geta farið í klippingu, ræktina og knúsað annað fólk. Ég trúi að við munum finna merkingu úr ástandinu núna og gerum það áfram í framhaldinu. Styrkurinn liggur í sátt og merkingu - þar einblínum við á það sem við getum stjórnað og það róar huga okkar. Merking hjálpar okkur að draga einhvern skilning og lærdóm af ástandinu - sem getur verið afar kraftmikið. Ég hef persónulega farið í gegnum öll stigin, oftar en einu sinni. Undanfarna daga hef ég til dæmis verið dapur og reiður. Það er líka bara allt í lagi að leyfa sér að vera dapur og reiður. Þó svo það sé raunin dvel ég ekki lengi á þeim tilfinningum heldur tek ástandið í sátt og finn einhverja merkingu úr þessu öllu saman. Persónulega finnst mér það hjálpa mér töluvert og minnkar alla umfram þjáningu. Að lokum gefur sorgin tækifæri á að sýna öðrum samkennd. Það eru flestir að eiga við einhverja erfiðar tilfinningar líkt og sorg eða ótta þessa dagana – bara í mismiklu magni og birtingarmynd. Samkennd getur hjálpað okkur að tengjast betur, setja okkur í spor annarra og minnt okkur á að við erum öll í þessu saman. Verum góð við hvort annað. Við munum komast í gegnum þetta saman. Höfundur er fyrirlesari með MSc gráðu í jákvæðari sálfræði og þjálfunarsálfræði.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun