Átta staðreyndir og tvær spurningar Katrín Oddsdóttir skrifar 29. október 2020 14:00 Árið 2012 sögðu 2/3 hlutar þeirra sem mættu á kjörstað í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi nýju stjórnarskrána til grundvallar. Síðan þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hafa skoðanakannanir ítrekað sýnt að meiri hluta þjóðarinnar vill að nýja stjórnarskráin verði lögð til grundvallar. Sú nýjasta er frá því í gær. Fræðimenn á borð við Björgu Thorarensen (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja í riti og ræðu að "þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn". Fræðimenn á borð við Eirík Tómasson (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja að gildandi stjórnarskrá sé úrelt og við verðum að fá nýja. Meiri hluti kjósenda Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar, VG og Flokks fólksins vilja að nýja stjórnarskráin sé lögð til grundvallar. Á meðal kjósenda allra annarra flokka eru einnig misstórir hópar sem vilja það sama. Sama hvernig á það er horft þá eru þeir flokkar sem eru andvígir nýju stjórnarsrkánni í minni hluta á Alþingi. Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Nú átta árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hefur Alþingi ekki tekist að koma frumvarpi um nýju stjórnarskrána í atkvæðagreiðslu á þinginu. Slíkar tilraunir eru annað hvort stöðvaðar með beitingu dagskrárvalds forseta þingsins eða með málþófi. Fyrir vikið eiga kjósendur enga leið til að átta sig á hvar einstaka flokkar og þingmenn standa í þessu stærsta máli þjóðarinnar. Fyrr í þessum mánuði var flokksformönnum á Alþingi færður listi með 43.423 staðfestum undirskriftum frá kjósendum sem krefjast þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sé virt og nýja stjórnarskráin lögð til grundvallar. Spurning dagsins: Af hverju erum við enn að ræða þá hugmynd forsætisráðherra að leggja fram útvatnaðar breytingar á örfáum ákvæðum við gildandi stjórnarskrá? Ef Alþingi Íslendinga hefur ekki dug í sér til þess að láta fara fram umræður og atkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrána þá ber þinginu að mínu viti augljós skylda til að breyta aðeins breytingaákvæði stjórnarskrárinnar á þessu kjörtímabili og koma þannig lokaorðinu um það hvernig stjórnarskrá skal vera á Íslandi til þjóðarinnar, þar sem þetta vald á heima. Bónusspurning: Í ljósi staðreynda 1-8, hvort mynduð þið segja að það væri lýðræði, flokksræði eða fáræði á Íslandi? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 2012 sögðu 2/3 hlutar þeirra sem mættu á kjörstað í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi nýju stjórnarskrána til grundvallar. Síðan þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hafa skoðanakannanir ítrekað sýnt að meiri hluta þjóðarinnar vill að nýja stjórnarskráin verði lögð til grundvallar. Sú nýjasta er frá því í gær. Fræðimenn á borð við Björgu Thorarensen (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja í riti og ræðu að "þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn". Fræðimenn á borð við Eirík Tómasson (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja að gildandi stjórnarskrá sé úrelt og við verðum að fá nýja. Meiri hluti kjósenda Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar, VG og Flokks fólksins vilja að nýja stjórnarskráin sé lögð til grundvallar. Á meðal kjósenda allra annarra flokka eru einnig misstórir hópar sem vilja það sama. Sama hvernig á það er horft þá eru þeir flokkar sem eru andvígir nýju stjórnarsrkánni í minni hluta á Alþingi. Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Nú átta árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hefur Alþingi ekki tekist að koma frumvarpi um nýju stjórnarskrána í atkvæðagreiðslu á þinginu. Slíkar tilraunir eru annað hvort stöðvaðar með beitingu dagskrárvalds forseta þingsins eða með málþófi. Fyrir vikið eiga kjósendur enga leið til að átta sig á hvar einstaka flokkar og þingmenn standa í þessu stærsta máli þjóðarinnar. Fyrr í þessum mánuði var flokksformönnum á Alþingi færður listi með 43.423 staðfestum undirskriftum frá kjósendum sem krefjast þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sé virt og nýja stjórnarskráin lögð til grundvallar. Spurning dagsins: Af hverju erum við enn að ræða þá hugmynd forsætisráðherra að leggja fram útvatnaðar breytingar á örfáum ákvæðum við gildandi stjórnarskrá? Ef Alþingi Íslendinga hefur ekki dug í sér til þess að láta fara fram umræður og atkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrána þá ber þinginu að mínu viti augljós skylda til að breyta aðeins breytingaákvæði stjórnarskrárinnar á þessu kjörtímabili og koma þannig lokaorðinu um það hvernig stjórnarskrá skal vera á Íslandi til þjóðarinnar, þar sem þetta vald á heima. Bónusspurning: Í ljósi staðreynda 1-8, hvort mynduð þið segja að það væri lýðræði, flokksræði eða fáræði á Íslandi? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun