Átta staðreyndir og tvær spurningar Katrín Oddsdóttir skrifar 29. október 2020 14:00 Árið 2012 sögðu 2/3 hlutar þeirra sem mættu á kjörstað í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi nýju stjórnarskrána til grundvallar. Síðan þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hafa skoðanakannanir ítrekað sýnt að meiri hluta þjóðarinnar vill að nýja stjórnarskráin verði lögð til grundvallar. Sú nýjasta er frá því í gær. Fræðimenn á borð við Björgu Thorarensen (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja í riti og ræðu að "þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn". Fræðimenn á borð við Eirík Tómasson (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja að gildandi stjórnarskrá sé úrelt og við verðum að fá nýja. Meiri hluti kjósenda Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar, VG og Flokks fólksins vilja að nýja stjórnarskráin sé lögð til grundvallar. Á meðal kjósenda allra annarra flokka eru einnig misstórir hópar sem vilja það sama. Sama hvernig á það er horft þá eru þeir flokkar sem eru andvígir nýju stjórnarsrkánni í minni hluta á Alþingi. Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Nú átta árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hefur Alþingi ekki tekist að koma frumvarpi um nýju stjórnarskrána í atkvæðagreiðslu á þinginu. Slíkar tilraunir eru annað hvort stöðvaðar með beitingu dagskrárvalds forseta þingsins eða með málþófi. Fyrir vikið eiga kjósendur enga leið til að átta sig á hvar einstaka flokkar og þingmenn standa í þessu stærsta máli þjóðarinnar. Fyrr í þessum mánuði var flokksformönnum á Alþingi færður listi með 43.423 staðfestum undirskriftum frá kjósendum sem krefjast þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sé virt og nýja stjórnarskráin lögð til grundvallar. Spurning dagsins: Af hverju erum við enn að ræða þá hugmynd forsætisráðherra að leggja fram útvatnaðar breytingar á örfáum ákvæðum við gildandi stjórnarskrá? Ef Alþingi Íslendinga hefur ekki dug í sér til þess að láta fara fram umræður og atkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrána þá ber þinginu að mínu viti augljós skylda til að breyta aðeins breytingaákvæði stjórnarskrárinnar á þessu kjörtímabili og koma þannig lokaorðinu um það hvernig stjórnarskrá skal vera á Íslandi til þjóðarinnar, þar sem þetta vald á heima. Bónusspurning: Í ljósi staðreynda 1-8, hvort mynduð þið segja að það væri lýðræði, flokksræði eða fáræði á Íslandi? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Árið 2012 sögðu 2/3 hlutar þeirra sem mættu á kjörstað í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi nýju stjórnarskrána til grundvallar. Síðan þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hafa skoðanakannanir ítrekað sýnt að meiri hluta þjóðarinnar vill að nýja stjórnarskráin verði lögð til grundvallar. Sú nýjasta er frá því í gær. Fræðimenn á borð við Björgu Thorarensen (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja í riti og ræðu að "þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn". Fræðimenn á borð við Eirík Tómasson (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja að gildandi stjórnarskrá sé úrelt og við verðum að fá nýja. Meiri hluti kjósenda Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar, VG og Flokks fólksins vilja að nýja stjórnarskráin sé lögð til grundvallar. Á meðal kjósenda allra annarra flokka eru einnig misstórir hópar sem vilja það sama. Sama hvernig á það er horft þá eru þeir flokkar sem eru andvígir nýju stjórnarsrkánni í minni hluta á Alþingi. Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Nú átta árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hefur Alþingi ekki tekist að koma frumvarpi um nýju stjórnarskrána í atkvæðagreiðslu á þinginu. Slíkar tilraunir eru annað hvort stöðvaðar með beitingu dagskrárvalds forseta þingsins eða með málþófi. Fyrir vikið eiga kjósendur enga leið til að átta sig á hvar einstaka flokkar og þingmenn standa í þessu stærsta máli þjóðarinnar. Fyrr í þessum mánuði var flokksformönnum á Alþingi færður listi með 43.423 staðfestum undirskriftum frá kjósendum sem krefjast þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sé virt og nýja stjórnarskráin lögð til grundvallar. Spurning dagsins: Af hverju erum við enn að ræða þá hugmynd forsætisráðherra að leggja fram útvatnaðar breytingar á örfáum ákvæðum við gildandi stjórnarskrá? Ef Alþingi Íslendinga hefur ekki dug í sér til þess að láta fara fram umræður og atkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrána þá ber þinginu að mínu viti augljós skylda til að breyta aðeins breytingaákvæði stjórnarskrárinnar á þessu kjörtímabili og koma þannig lokaorðinu um það hvernig stjórnarskrá skal vera á Íslandi til þjóðarinnar, þar sem þetta vald á heima. Bónusspurning: Í ljósi staðreynda 1-8, hvort mynduð þið segja að það væri lýðræði, flokksræði eða fáræði á Íslandi? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun