Fótbolti

Byrjunarliðið gegn Svíum: Hlín kemur inn fyrir Dagnýju

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hlín Eiríksdóttir kemur inn í íslenska byrjunarliðið.
Hlín Eiríksdóttir kemur inn í íslenska byrjunarliðið. vísir/vilhelm

Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíþjóð í undankeppni EM í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Jón Þór gerir eina breytingu á byrjunarliðinu frá 1-1 jafnteflinu við Svía í síðasta mánuði. Dagný Brynjarsdóttir er meidd og Hlín Eiríksdóttir tekur sæti hennar í byrjunarliðinu.

Hlín leikur á hægri kantinum í stað Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem verður á miðjunni í stöðunni sem Dagný var í gegn Svíum á Laugardalsvellinum.

Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er á sínum stað í byrjunarliðinu en hún leikur sinn 134. landsleik í kvöld og slær þar með leikjamet kvennalandsliðsins.

Fjórir leikmenn í byrjunarliði Íslands eru tvítugir eða yngri: Hlín, Karólína, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.