Heræfingar í háloftum Íslands Guttormur Þorsteinsson skrifar 26. október 2020 08:31 Nýlega bárust fréttir af því að flugher Bandaríkjanna væri að æfa aðflug á Akureyrarflugvelli með tilheyrandi hávaða. Hávaðinn af orrustuþotum sem þessum stafar af því að þær þurfa að nota afturbrennara til að taka á loft, sem og til þess að brjóta hljóðmúrinn á flugi. Herþotur eru auðvitað ekki hannaðar til þess að lágmarka hávaða- og loftmengun eins og borgaralegar flugvélar því að loftbardagar krefjast mikillar hröðunar og gríðarlegrar brennslu eldsneytis. Þó engar opinberar tölur séu um eldsneytiseyðslu loftrýmisgæslunnar reiknast mér til að orrustuþotur eins og nú angra íbúa Keflavíkur og Akureyrar eyði jafnmiklu eldsneyti og 700 bílar. Og til hvers þurfum við að sitja upp með þessa mengun? Bandaríska herliðið sem er hér á landi er annsi fjölmennt eða 250 manns, og við það bætist enn fjölmennara lið kanadíska flughersins vegna kafbátaleitar. Maður gæti spurt sig afhverju séu svona margir hermenn hér á landi fyrst að herinn á að heita farinn en það er því miður ekki raunin. Árið 2008 óskuðu íslensk stjórnvöld eftir loftrýmiseftirliti Nató þjóða til að tryggja „sýnilegar og trúverðugar varnir“ en tímabundnir og fyrirfram-auglýstir loftfimleikar eru bersýnilega ekki trúverðug vörn, og fyrir hverju þá? Enda er það augljóslega skilningur þeirra flugherja sem koma hingað að þetta séu fyrst og fremst spennandi æfingar við framandi aðstæður. Þá er hinsvegar erfiðara að skilja afhverju íslenskir skattgreiðendur ættu að niðurgreiða þær. Kafbátaeftirlitið tengist svo aukinni áherslu Bandaríkjanna og Nató á norðurhöf eftir því sem siglingaleiðir opnast vegna ört bráðnandi hafíss. Ísland hefur verið fært inn á svæði nýstofnaðs annars flota Bandaríkjahers og bæði hann og íslensk stjórnvöld hyggja á framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli til að styðja hann og hýsa enn fleiri hermenn. Þessar skuldbindingar undirgengust íslensk stjórnvöld í utanríkisráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur með leynilegri bókun við varnarsamninginn sem aldrei kom til umræðu fyrir Alþingi, hvað þá meðal almennings. Fjármálaætlun næstu þriggja ára gerir ráð fyrir auknum útgjöldum til varnarmála til að standa undir þessu. Þetta gengur þvert gegn hagsmunum Íslands af friði á norðurslóðum. Eltingaleikur við kafbáta Rússa gerir kjarnorkuslys í landhelginni einungis líklegra og vígvæðing norðurhafa eykur enn frekar á spennu sem hefur blessunarlega verið lítil síðan Kalda stríðinu lauk. Leggjum frekar áherslu á að draga úr ónauðsynlegum og umhverfisspillandi heræfingum á og í kringum Ísland. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Guttormur Þorsteinsson Akureyrarflugvöllur Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fréttir af því að flugher Bandaríkjanna væri að æfa aðflug á Akureyrarflugvelli með tilheyrandi hávaða. Hávaðinn af orrustuþotum sem þessum stafar af því að þær þurfa að nota afturbrennara til að taka á loft, sem og til þess að brjóta hljóðmúrinn á flugi. Herþotur eru auðvitað ekki hannaðar til þess að lágmarka hávaða- og loftmengun eins og borgaralegar flugvélar því að loftbardagar krefjast mikillar hröðunar og gríðarlegrar brennslu eldsneytis. Þó engar opinberar tölur séu um eldsneytiseyðslu loftrýmisgæslunnar reiknast mér til að orrustuþotur eins og nú angra íbúa Keflavíkur og Akureyrar eyði jafnmiklu eldsneyti og 700 bílar. Og til hvers þurfum við að sitja upp með þessa mengun? Bandaríska herliðið sem er hér á landi er annsi fjölmennt eða 250 manns, og við það bætist enn fjölmennara lið kanadíska flughersins vegna kafbátaleitar. Maður gæti spurt sig afhverju séu svona margir hermenn hér á landi fyrst að herinn á að heita farinn en það er því miður ekki raunin. Árið 2008 óskuðu íslensk stjórnvöld eftir loftrýmiseftirliti Nató þjóða til að tryggja „sýnilegar og trúverðugar varnir“ en tímabundnir og fyrirfram-auglýstir loftfimleikar eru bersýnilega ekki trúverðug vörn, og fyrir hverju þá? Enda er það augljóslega skilningur þeirra flugherja sem koma hingað að þetta séu fyrst og fremst spennandi æfingar við framandi aðstæður. Þá er hinsvegar erfiðara að skilja afhverju íslenskir skattgreiðendur ættu að niðurgreiða þær. Kafbátaeftirlitið tengist svo aukinni áherslu Bandaríkjanna og Nató á norðurhöf eftir því sem siglingaleiðir opnast vegna ört bráðnandi hafíss. Ísland hefur verið fært inn á svæði nýstofnaðs annars flota Bandaríkjahers og bæði hann og íslensk stjórnvöld hyggja á framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli til að styðja hann og hýsa enn fleiri hermenn. Þessar skuldbindingar undirgengust íslensk stjórnvöld í utanríkisráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur með leynilegri bókun við varnarsamninginn sem aldrei kom til umræðu fyrir Alþingi, hvað þá meðal almennings. Fjármálaætlun næstu þriggja ára gerir ráð fyrir auknum útgjöldum til varnarmála til að standa undir þessu. Þetta gengur þvert gegn hagsmunum Íslands af friði á norðurslóðum. Eltingaleikur við kafbáta Rússa gerir kjarnorkuslys í landhelginni einungis líklegra og vígvæðing norðurhafa eykur enn frekar á spennu sem hefur blessunarlega verið lítil síðan Kalda stríðinu lauk. Leggjum frekar áherslu á að draga úr ónauðsynlegum og umhverfisspillandi heræfingum á og í kringum Ísland. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun