Tollalandið Ísland Hermann Ingi Gunnarsson skrifar 26. október 2020 07:31 Mikið hefur verið rætt um tolla og tollasamninga Íslands á liðnum misserum. Þar hefur forystufólk bænda reynt að benda á algeran forsendubrest í tollasamningi Íslands við ESB og komið hefur í ljós að það er stórkostlegur misbrestur í eftirliti á tollvöru sem flutt er inn til landsins. Gríðarlega mikið magn hefur verið flutt inn af meintum jurtaosti (84% mozzarella), sem ég fjallaði um í seinustu grein minni, en frá 2018 hafa verið flutt inn um 700 tonn sem samsvarar 6–7 milljón lítrum af mjólk eða um það bil þeirri mjólk sem framleidd er á öllu Austurlandi á einu ári. Þessi 700 tonn koma til landsins á fölskum forsendum án tolla, og ekki nóg með það heldur streymir inn mun meira af landbúnaðarvöru til landsins og virðast menn geta flutt inn hvað sem er í þeim flokkum sem þeim dettur í hug svo lengi sem þeir bera ekki tolla. Bara þessi innflutningur á ostum hefði að öllum líkindum skilað ríkissjóði um 700 milljónum og virðisauka til bænda og mjólkuriðnaðarins upp á litlar 1.400 milljónir. Það eru fjárhæðir sem munar um. Innflutningurinn hefur kostað landbúnaðinn og almenn fyrirtæki sem vinna við úrvinnslu íslenskra landbúnaðarvara stórar fjárhæðir. Athæfið hefur ekki aðeins áhrif ábændur og afurðarstöðvar heldur skekkir það verulega samkeppnisstöðu þeirra aðila sem stunda heiðarleg viðskipti og fara að reglum. Á meðan skila fyrirtæki sem stunda þessi svik methagnaði og borga eigendum sínum ríkulegan arð. Fríríkið Ísland Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í liðinni viku var fjármálaráðherra spurður út í þann mun sem er á útflutningskýrslum ESB og innflutningstölum Íslands og nefndi ráðherra í svari sínu að mikið frelsi væri í tollamálum á Íslandi. Það má segja að það sé ágætlega að orði komist en samkvæmt gögnum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er Ísland í áttunda sæti yfir þau lönd sem eru með hvað flesta tollflokka tollfrjálsa eða 94,5% af öllum tollflokkum. Ef litið er til landa í kringum okkur má sjá til dæmis að Noregur er með 89,4% af sinni tollskrá tollfrjálsa og Evrópusambandið sem margir telja staðalímynd frjálsar verslunar með 28,1% tollskrá sinnar tollfrjálsa. Sumir myndu nú segja að það sé lítið að marka þessar tölur enda séu íslenskir tollar nær eingöngu á matvöru og þar séu ríkulegir verndartollar. En staðreyndin er sú að rúmlega helmingur af því sem tilheyrir landbúnaðarvörum á íslenskri tollskrá er tollfrjálst á meðan sambærilegt hlutfall á tollfrjálsum landbúnaðarvörum á tollskrá ESB er einungis 38%. Tollarannsókn Sérstök umræða átti sér stað á Alþingi á dögunum um þessu meintu tollasvik með landbúnaðarvörur. Þar kom fram í máli fjármálaráðherra að eftir ábendingar þess efnis að verið væri að tolla vörur rangt miðað við innihaldslýsingu vörunnar hefði hans ráðuneyti gefið út auglýsingu um breytingu á tollskrá. Það átti að hafa í för með sér að þessi meinti jurtaostur sem í raun er að uppistöðu mozzarella ostur, ætti að flokkast sem mjólkurostur og því að bera fulla tolla. Hins vegar kom einnig fram í umræðunni að eftir að breytingin tók þá flæddi hér samt sem áður inn mozzarella ostur á sama tollanúmeri og fjármálaráðherra hafði breytt í auglýsingu sinni. Maður veltir fyrir sér hvernig svona getur gerst. Í minnisblaði sem var birt á vef fjármálaráðuneytisins við þessa umræðu á þingi kemur fram að úttekt yfirvalda á þessu máli hafi leitt það í ljós að ákveðnir aðilar séu um þessar mundir undir eftirliti og fá t.a.m ekki tollafgreidda vöru nema með skoðun og samþykki tollayfirvalda. Það er vissulega skref í rétta átt, en eftir sem áður sætir það furðu að stjórnvöld hafi ekki stöðvað framangreind lögbrot strax. Þetta eru skattsvik og eiga að meðhöndlast sem slík. Það er einfaldlega ekki í boði að þetta sé látið viðgangast. Stjórnvöld eiga að framfylgja lögum. Með lögum skal land byggja en eigi með ólögum eyða sagði í fyrstu lögbók Íslands. Það gildir enn. Höfundur er bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Landbúnaður Hermann Ingi Gunnarsson Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um tolla og tollasamninga Íslands á liðnum misserum. Þar hefur forystufólk bænda reynt að benda á algeran forsendubrest í tollasamningi Íslands við ESB og komið hefur í ljós að það er stórkostlegur misbrestur í eftirliti á tollvöru sem flutt er inn til landsins. Gríðarlega mikið magn hefur verið flutt inn af meintum jurtaosti (84% mozzarella), sem ég fjallaði um í seinustu grein minni, en frá 2018 hafa verið flutt inn um 700 tonn sem samsvarar 6–7 milljón lítrum af mjólk eða um það bil þeirri mjólk sem framleidd er á öllu Austurlandi á einu ári. Þessi 700 tonn koma til landsins á fölskum forsendum án tolla, og ekki nóg með það heldur streymir inn mun meira af landbúnaðarvöru til landsins og virðast menn geta flutt inn hvað sem er í þeim flokkum sem þeim dettur í hug svo lengi sem þeir bera ekki tolla. Bara þessi innflutningur á ostum hefði að öllum líkindum skilað ríkissjóði um 700 milljónum og virðisauka til bænda og mjólkuriðnaðarins upp á litlar 1.400 milljónir. Það eru fjárhæðir sem munar um. Innflutningurinn hefur kostað landbúnaðinn og almenn fyrirtæki sem vinna við úrvinnslu íslenskra landbúnaðarvara stórar fjárhæðir. Athæfið hefur ekki aðeins áhrif ábændur og afurðarstöðvar heldur skekkir það verulega samkeppnisstöðu þeirra aðila sem stunda heiðarleg viðskipti og fara að reglum. Á meðan skila fyrirtæki sem stunda þessi svik methagnaði og borga eigendum sínum ríkulegan arð. Fríríkið Ísland Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í liðinni viku var fjármálaráðherra spurður út í þann mun sem er á útflutningskýrslum ESB og innflutningstölum Íslands og nefndi ráðherra í svari sínu að mikið frelsi væri í tollamálum á Íslandi. Það má segja að það sé ágætlega að orði komist en samkvæmt gögnum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er Ísland í áttunda sæti yfir þau lönd sem eru með hvað flesta tollflokka tollfrjálsa eða 94,5% af öllum tollflokkum. Ef litið er til landa í kringum okkur má sjá til dæmis að Noregur er með 89,4% af sinni tollskrá tollfrjálsa og Evrópusambandið sem margir telja staðalímynd frjálsar verslunar með 28,1% tollskrá sinnar tollfrjálsa. Sumir myndu nú segja að það sé lítið að marka þessar tölur enda séu íslenskir tollar nær eingöngu á matvöru og þar séu ríkulegir verndartollar. En staðreyndin er sú að rúmlega helmingur af því sem tilheyrir landbúnaðarvörum á íslenskri tollskrá er tollfrjálst á meðan sambærilegt hlutfall á tollfrjálsum landbúnaðarvörum á tollskrá ESB er einungis 38%. Tollarannsókn Sérstök umræða átti sér stað á Alþingi á dögunum um þessu meintu tollasvik með landbúnaðarvörur. Þar kom fram í máli fjármálaráðherra að eftir ábendingar þess efnis að verið væri að tolla vörur rangt miðað við innihaldslýsingu vörunnar hefði hans ráðuneyti gefið út auglýsingu um breytingu á tollskrá. Það átti að hafa í för með sér að þessi meinti jurtaostur sem í raun er að uppistöðu mozzarella ostur, ætti að flokkast sem mjólkurostur og því að bera fulla tolla. Hins vegar kom einnig fram í umræðunni að eftir að breytingin tók þá flæddi hér samt sem áður inn mozzarella ostur á sama tollanúmeri og fjármálaráðherra hafði breytt í auglýsingu sinni. Maður veltir fyrir sér hvernig svona getur gerst. Í minnisblaði sem var birt á vef fjármálaráðuneytisins við þessa umræðu á þingi kemur fram að úttekt yfirvalda á þessu máli hafi leitt það í ljós að ákveðnir aðilar séu um þessar mundir undir eftirliti og fá t.a.m ekki tollafgreidda vöru nema með skoðun og samþykki tollayfirvalda. Það er vissulega skref í rétta átt, en eftir sem áður sætir það furðu að stjórnvöld hafi ekki stöðvað framangreind lögbrot strax. Þetta eru skattsvik og eiga að meðhöndlast sem slík. Það er einfaldlega ekki í boði að þetta sé látið viðgangast. Stjórnvöld eiga að framfylgja lögum. Með lögum skal land byggja en eigi með ólögum eyða sagði í fyrstu lögbók Íslands. Það gildir enn. Höfundur er bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar