Vinnuvernd í brennidepli Drífa Snædal skrifar 23. október 2020 12:00 Rafrænt þing ASÍ var haldið á miðvikudaginn þar sem stjórnarkjör fór fram og tvær ályktanir samþykktar. Ég vil byrja á því að þakka það traust sem mér er sýnt að leiða verkalýðshreyfinguna áfram næstu tvö árin og hlakka til samstarfsins við nýja miðstjórn ASÍ. Þá var varaforsetum fjölgað og eiga nú þrjár megin stoðir í hreyfingunni fulltrúa í varaforsetateyminu: Verkafólk, iðnaðarmenn og verslunarfólk. Forystuna skipar fólk með reynslu og því er ekkert að vanbúnaði að halda ótrauð áfram í þeim stóru verkefnum sem bíða. Að innanbúðarmálum slepptum þá urðum við fyrir sorglegri áminningu í vikunni um mikilvægi vinnuverndar. Það var eitt af stærstu málum verkalýðshreyfingarinnar fyrr á tímum og er enn um víða veröld: Krafan um að vera örugg í vinnunni og koma örugg heim! Við þurfum greinilega að gefa í og til dæmis gera ákveðnum útgerðum grein fyrir því að heilsa og velferð starfsfólks á að vera í fyrirrúmi. Árangur sjómanna síðustu áratugi í slysavörnum er þeim til mikils sóma og það er ömurlegt að þurfa að heyja nú baráttu fyrir lágmarks sóttvörnum um borð í skipum. Krafan er augljóslega að þar til bær yfirvöld rannsaki hópsmitið um borð í Júlíusi Geirmundssyni og eftir atvikum dragi útgerðina til ábyrgðar fyrir að stofna heilsu sjómanna í hættu. Sem betur fer eru það sjaldgæfar fréttir að fólk látist við vinnu sína hér á landi en í gær varð banaslys í malarnámu við Lambafell þegar jarðýta féll fram af fjallsbrún. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð, það á enginn að þurfa að upplifa slíkt. Baráttan fyrir vinnuvernd er stöðug og brýn! Njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Rafrænt þing ASÍ var haldið á miðvikudaginn þar sem stjórnarkjör fór fram og tvær ályktanir samþykktar. Ég vil byrja á því að þakka það traust sem mér er sýnt að leiða verkalýðshreyfinguna áfram næstu tvö árin og hlakka til samstarfsins við nýja miðstjórn ASÍ. Þá var varaforsetum fjölgað og eiga nú þrjár megin stoðir í hreyfingunni fulltrúa í varaforsetateyminu: Verkafólk, iðnaðarmenn og verslunarfólk. Forystuna skipar fólk með reynslu og því er ekkert að vanbúnaði að halda ótrauð áfram í þeim stóru verkefnum sem bíða. Að innanbúðarmálum slepptum þá urðum við fyrir sorglegri áminningu í vikunni um mikilvægi vinnuverndar. Það var eitt af stærstu málum verkalýðshreyfingarinnar fyrr á tímum og er enn um víða veröld: Krafan um að vera örugg í vinnunni og koma örugg heim! Við þurfum greinilega að gefa í og til dæmis gera ákveðnum útgerðum grein fyrir því að heilsa og velferð starfsfólks á að vera í fyrirrúmi. Árangur sjómanna síðustu áratugi í slysavörnum er þeim til mikils sóma og það er ömurlegt að þurfa að heyja nú baráttu fyrir lágmarks sóttvörnum um borð í skipum. Krafan er augljóslega að þar til bær yfirvöld rannsaki hópsmitið um borð í Júlíusi Geirmundssyni og eftir atvikum dragi útgerðina til ábyrgðar fyrir að stofna heilsu sjómanna í hættu. Sem betur fer eru það sjaldgæfar fréttir að fólk látist við vinnu sína hér á landi en í gær varð banaslys í malarnámu við Lambafell þegar jarðýta féll fram af fjallsbrún. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð, það á enginn að þurfa að upplifa slíkt. Baráttan fyrir vinnuvernd er stöðug og brýn! Njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar