Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2020 08:01 Aron Pálmarsson er í sóttkví vegna smits í herbúðum Barcelona en nær nokkrum æfingum með spænska liðinu áður en hann mætir til Íslands til móts við íslenska landsliðið. EPA/ANDREAS HILLERGREN Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. Engar miðasölutekjur verða af leikjunum tveimur sem framundan eru í Laugardalshöll, í undankeppni EM. Þá felst umtalsverður aukakostnaður í því að hafa íslensku leikmennina og starfsmenn íslenska liðsins á hóteli, öfugt við það sem venja er. Þeir þurfa að vera í vinnusóttkví líkt og gestaliðin, en Ísland mætir Litháen 4. nóvember og Ísrael 7. nóvember. Æfingar og keppni í íþróttum með snertingu er bönnuð á höfuðborgarsvæðinu en það er hluti af sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. „Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra er þá er keppni heimiluð eftir 3. nóvember. Fyrri landsleikurinn er 4. nóvember þannig að hann er í raun leyfður samkvæmt reglugerð. Reglugerðin tekur gildi [í dag] og við munum þá senda inn undanþágubeiðni um að fá að hefja landsliðsæfingar með snertingu fyrr. Við reiknum með að byrja æfingar 2. nóvember,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Því miður verða engir áhorfendur á komandi landsleikjum.vísir/andri marinó Róbert segir að auk þess sem koma þurfi landsliðunum fyrir á hóteli, með meira rými en ella til að uppfylla kröfur um sóttvarnir, þá þurfi að skipta Laugardalshöll upp í sóttvarnahólf og tryggja að leikmenn séu ekki í snertingu við aðra. Engar tekjur af miðasölu og aukakostnaður við að hýsa leikmenn Róbert segir reglugerð heilbrigðisráðherra nokkuð afdráttarlausa með það að áhorfendabann sé í gildi til 10. nóvember. Ætla megi að HSÍ verði af 2-2,5 milljónum króna á hvorum leik vegna þess og við það bætist að dýrara en vanalega er að hýsa landsliðin. „Það eru engar áhorfendatekjur af leikjunum og einnig mikil aukakostnaður við hótel og uppihald. Við þurfum að láta búa til sóttvarnarými á hótelunum. Við þurfum að hafa allt íslenska liðið og starfsmenn þess á hótelinu, sem við erum ekki með vanalega, þannig að það fellur til töluverður aukakostnaður,“ segir Róbert, en íslensku landsliðsmennirnir sem koma að utan eiga margir eigin íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eða hafa dvalið hjá sínum nánustu. „Við höfum ekki tekið kostnaðinn saman í heildina, og erum að ganga frá samningum í tengslum við þetta. Miðað við fyrstu sýn er þetta töluvert dýrara en vanalega. Kostnaðurinn hleypur á milljónum.“ Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46 HSÍ féllst á beiðni Ísraela Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun taka á móti Litháen og Ísrael í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember. 12. október 2020 13:01 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. Engar miðasölutekjur verða af leikjunum tveimur sem framundan eru í Laugardalshöll, í undankeppni EM. Þá felst umtalsverður aukakostnaður í því að hafa íslensku leikmennina og starfsmenn íslenska liðsins á hóteli, öfugt við það sem venja er. Þeir þurfa að vera í vinnusóttkví líkt og gestaliðin, en Ísland mætir Litháen 4. nóvember og Ísrael 7. nóvember. Æfingar og keppni í íþróttum með snertingu er bönnuð á höfuðborgarsvæðinu en það er hluti af sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. „Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra er þá er keppni heimiluð eftir 3. nóvember. Fyrri landsleikurinn er 4. nóvember þannig að hann er í raun leyfður samkvæmt reglugerð. Reglugerðin tekur gildi [í dag] og við munum þá senda inn undanþágubeiðni um að fá að hefja landsliðsæfingar með snertingu fyrr. Við reiknum með að byrja æfingar 2. nóvember,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Því miður verða engir áhorfendur á komandi landsleikjum.vísir/andri marinó Róbert segir að auk þess sem koma þurfi landsliðunum fyrir á hóteli, með meira rými en ella til að uppfylla kröfur um sóttvarnir, þá þurfi að skipta Laugardalshöll upp í sóttvarnahólf og tryggja að leikmenn séu ekki í snertingu við aðra. Engar tekjur af miðasölu og aukakostnaður við að hýsa leikmenn Róbert segir reglugerð heilbrigðisráðherra nokkuð afdráttarlausa með það að áhorfendabann sé í gildi til 10. nóvember. Ætla megi að HSÍ verði af 2-2,5 milljónum króna á hvorum leik vegna þess og við það bætist að dýrara en vanalega er að hýsa landsliðin. „Það eru engar áhorfendatekjur af leikjunum og einnig mikil aukakostnaður við hótel og uppihald. Við þurfum að láta búa til sóttvarnarými á hótelunum. Við þurfum að hafa allt íslenska liðið og starfsmenn þess á hótelinu, sem við erum ekki með vanalega, þannig að það fellur til töluverður aukakostnaður,“ segir Róbert, en íslensku landsliðsmennirnir sem koma að utan eiga margir eigin íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eða hafa dvalið hjá sínum nánustu. „Við höfum ekki tekið kostnaðinn saman í heildina, og erum að ganga frá samningum í tengslum við þetta. Miðað við fyrstu sýn er þetta töluvert dýrara en vanalega. Kostnaðurinn hleypur á milljónum.“
Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46 HSÍ féllst á beiðni Ísraela Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun taka á móti Litháen og Ísrael í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember. 12. október 2020 13:01 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Sjá meira
Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30
Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30
HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46
HSÍ féllst á beiðni Ísraela Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun taka á móti Litháen og Ísrael í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember. 12. október 2020 13:01