Skoðun

Seen….. en ekkert svar!

Anna Claessen skrifar

Að senda skilaboð og sjá “seen” en ekkert svar. Sjálfsálitið frá 100 og niður í 0. Hugurinn fer í allar ástæður af hverju hann er ekki að svara. Allar bernskuminningar um höfnun. Manstu þegar sæta stráknum líkaði ekki við þig?

“Viltu hittast í vikunni?” spyr ég. Hans svar “kannski.” Vá hvað honum “langar” að hitta mann. Bara ef það er ekkert annað að gera, ef aðrir nenna ekki, auka vinna. Yoda sagði það best “Do or do not… there is no TRY”

Hversu lengi ætti maður að bíða með líf sitt eftir svari frá þessum einstaklingi?

“Nú er komið nóg!” hugsa ég og reyni að gleyma honum. En eins og hver önnur fíkn þá kemur löngunin.

Maður fer á fb, insta og snap hjá honum, grandskoðar alla sem manneskjan talar við. Hugurinn fer að hugsa að hann sé með annarri, sem setur love á statusinn hans. Hver er hún? Býrð til sögur um hana og þau saman.

VITLEYSAN! OMG HÆTTU!

En hætti ég? NEIBB Leita annað en finn alltaf ástæðu til að hafa aftur samband.

Eitthvað fyndið gif eða lag sem minnir mig á hann.

Þá fæ ég smá spjall. Smá tengingu.

En svo ekkert!

DAMN IT! Gleymdu honum! Ok! Ekkert svara honum í nokkra daga. Sjáðu hvort hann hefur samband.

Hvað heldur þú?

NEIBB!

Honum er alveg sama um þig!

Af hverju viltu hann?

Eins og lítill krakki svarar heilinn “því mig langar”

Af hverju langar manni alltaf í það sem maður fær ekki? Af hverju eyðir maður ekki frekar tímanum í þá sem hafa áhuga á manni?

Er maður í sjálfspyntingu?

Pældu í því hvað mikið annað maður gæti gert við allan þennan tíma sem fer í þessa ástarfíkn. Þessa þráhyggju.

Hvað þarf til að stoppa hana? Hvað er hún virkilega um?

Er hún um þennan strák eða er það þörf að vera elskuð? Þörf að tilheyra?

Þörf á oxytocin (hamingjuhormóni)?

Hver er rótin? Er þetta um strákinn eða er þetta um þig og þína fortíð? Þig og þín mörk? Ertu reið út í hann eða þig að vera enn í þessum leik?

Seen en ekkert svar er svar. Þú ert bara ekki að sætta þig við það! Hvað ætlar þú að gera í því?



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Bestu árin

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir,Sigríður Gísladóttir skrifar

Sjá meira


×