Handbolti

Valinn í lið umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigvaldi Björn var frábær með Kielce í síðustu viku.
Sigvaldi Björn var frábær með Kielce í síðustu viku. Getty Images

Handknattleiksmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson, leikmaður Kielce frá Póllandi, átti mjög góðan leik er liðið mætti Brest frá Hvíta-Rússlandi í fjórðu umferð Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn var.

Fór það svo að hinn 26 ára gamli Sigvaldi Björn skoraði fjögur mörk í öruggum sjö marka sigri Kielce, lokatölur leiksins 34-27. Nú hefur Sigvaldi Björn verið valinn í lið umferðarinnar fyrir frammistöðu sína í leiknum en hann lék að venju í hægra horni liðsins gegn Brest. Sjá má lið fjórðu umferðar og tilþrif leikmanna hér að neðan.

Tveir Íslendingar eru á mála hjá Kielce en Haukur Þrastarson varð fyrir því óláni að slíta krossbönd nýverið. Hann mun því ekki leika með liðinu á þessu tímabili.

Kielce trónir á toppi A-riðils í Meistaradeild Evrópu ásamt því að vera með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í Póllandi.


Tengdar fréttir

Sigvaldi átti góðan leik í sigri Kielce

Sigvaldi Björn Guðjónsson átti góðan leik í liði Vive Kielce er liðið lagði Meshkov Brest í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, lokatölur 34-27 þar sem Sigvaldi skoraði fjögur mörk. Þá vann Álaborg frábæran útisigur á Nantes.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.