UNICEF #fyriröllbörn? Björgvin Herjólfsson, Íris Björg Þorvaldsdóttir Bergmann, Magnús E. Smith og Sveinn Svavarsson skrifa 14. október 2020 09:01 Í Fréttablaðinu þ. 30. september sl. birtist grein er nefnist „Öll börn eiga sama rétt“ eftir Evu Bjarnadóttur, sérfræðing hjá UNICEF. Í upphafi greinarinnar segir: „Barnasáttmálinn er okkur mikilvægur í því að skapa réttlátt samfélag sem kemur fram af virðingu við börn“. Síðar í greininni segir: „Ein af grundvallarforsendum Barnasáttmálans er jafnræði og bann við mismunun“. Á heimasíðu UNICEF á Íslandi er meðal annars sagt frá því hvernig markvissri réttindagæslu fyrir börn á Íslandi sé sinnt og að stjórnvöldum sé haldið vandlega við efnið og berjist af krafti gegn ofbeldi á börnum. Þá notar UNICEF merkinguna: #fyriröllbörn á fésbókarsíðu sinni. Á 148. löggjafarþingi 2017 – 2018 á Alþingi var lagt fram lagafrumvarp 114. mál, Almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja). Alþingi sendi UNICEF á Íslandi umsagnarbeiðni þ. 07.03.2018 og barst umsögn frá UNICEF á Íslandi þ. 28.03.2018. Í þeirri umsögn segir meðal annars: „Samtökin eru sammála því markmiði laganna sem lítur að því að banna læknisfræðilega óþörf inngrip í líkama barna. UNICEF á Íslandi vill þó taka fram að skoða þurfi þessi mál á heildstæðari hátt og taka inn í umræðuna öll óþörf læknisfræðileg inngrip í líkama barna. Eru samtökin þá að horfa til réttinda allra barna, meðal annars intersex barna og þeirra aðgerða sem framkvæmdar eru á kynfærum þeirra áður en þau ná aldri til að hafa áhrif á þá ákvörðun“. Þá segir í niðurlagi umsagnarinnar: „UNICEF leggur því til að efni frumvarpsins verði frekar komið fyrir í heilbrigðislögum.“ Þegar lög um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá árinu 2019 var til efnislegrar meðferðar, óskaði Alþingi eftir umsögn frá UNICEF á Íslandi og Ungmennaráðs UNICEF þ. 03.04.2019 og rann fresturinn út þ. 24.04.2019. Ekki er að sjá umsögn frá UNICEF á Íslandi varðandi málið né frá Ungmennaráði UNICEF þrátt fyrir beiðni þess efnis frá Alþingi. Alþingi sendi umsagnarbeiðni til þrjátíu aðila vegna málsins og skiluðu sautján aðilar af þeim inn umsögn í kjölfarið. Vakin skal athygli á því að skv. markmiði laganna um kynrænt sjálfræði segir í 1. gr.: Að lögunum sé ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi. Nú á yfirstandandi löggjafarþingi Alþingis hefur hæstvirtur forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, lagt fram stjórnarfrumvarp 22. mál, um breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá árinu 2019. Í greinargerð vegna þess frumvarps segir m.a. um 1 gr.: „Af skilgreiningunni og meginreglum frumvarpsins leiðir að svokallaðar forhúðaraðgerðir eða „umskurður drengja“, í tilvikum þar sem kyneinkenni eru dæmigerð, falla utan gildissviðs laga um kynrænt sjálfræði.“ Þá segir einnig: „Forhúðaraðgerðir í tilvikum þar sem forhúð er dæmigerð og þar sem slíkar aðgerðir kunna að vera gerðar eða fyrirhugaðar af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum falla utan gildissviðs frumvarpsins og hafa ákvæði frumvarpsins því engin áhrif á það hvort slíkar aðgerðir eru gerðar eða heimilar.“ Með vísan í framangreinda greinargerð vegna breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði nr.80/2019 og með vísan í áðurnefnda umsögn UNICEF á Íslandi vegna banns við umskurði drengja frá 28.03.2018 er hér skorað á UNICEF á Íslandi að standa við fyrrgreindan málflutning sinn og ítreka það við hæstvirtan forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur og Alþingi að banna öll óþörf læknisfræðileg inngrip í líkama barna. Nú treysta börnin á UNICEF á Íslandi! #fyriröllbörn Höfundar eru: Björgvin Herjólfsson, ráðgjafi, Íris Björg Þorvaldsdóttir Bergmann, hjúkrunarfræðingur, Magnús E. Smith, heilbrigðisstarfsmaður og Sveinn Svavarsson, rafeindavirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þ. 30. september sl. birtist grein er nefnist „Öll börn eiga sama rétt“ eftir Evu Bjarnadóttur, sérfræðing hjá UNICEF. Í upphafi greinarinnar segir: „Barnasáttmálinn er okkur mikilvægur í því að skapa réttlátt samfélag sem kemur fram af virðingu við börn“. Síðar í greininni segir: „Ein af grundvallarforsendum Barnasáttmálans er jafnræði og bann við mismunun“. Á heimasíðu UNICEF á Íslandi er meðal annars sagt frá því hvernig markvissri réttindagæslu fyrir börn á Íslandi sé sinnt og að stjórnvöldum sé haldið vandlega við efnið og berjist af krafti gegn ofbeldi á börnum. Þá notar UNICEF merkinguna: #fyriröllbörn á fésbókarsíðu sinni. Á 148. löggjafarþingi 2017 – 2018 á Alþingi var lagt fram lagafrumvarp 114. mál, Almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja). Alþingi sendi UNICEF á Íslandi umsagnarbeiðni þ. 07.03.2018 og barst umsögn frá UNICEF á Íslandi þ. 28.03.2018. Í þeirri umsögn segir meðal annars: „Samtökin eru sammála því markmiði laganna sem lítur að því að banna læknisfræðilega óþörf inngrip í líkama barna. UNICEF á Íslandi vill þó taka fram að skoða þurfi þessi mál á heildstæðari hátt og taka inn í umræðuna öll óþörf læknisfræðileg inngrip í líkama barna. Eru samtökin þá að horfa til réttinda allra barna, meðal annars intersex barna og þeirra aðgerða sem framkvæmdar eru á kynfærum þeirra áður en þau ná aldri til að hafa áhrif á þá ákvörðun“. Þá segir í niðurlagi umsagnarinnar: „UNICEF leggur því til að efni frumvarpsins verði frekar komið fyrir í heilbrigðislögum.“ Þegar lög um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá árinu 2019 var til efnislegrar meðferðar, óskaði Alþingi eftir umsögn frá UNICEF á Íslandi og Ungmennaráðs UNICEF þ. 03.04.2019 og rann fresturinn út þ. 24.04.2019. Ekki er að sjá umsögn frá UNICEF á Íslandi varðandi málið né frá Ungmennaráði UNICEF þrátt fyrir beiðni þess efnis frá Alþingi. Alþingi sendi umsagnarbeiðni til þrjátíu aðila vegna málsins og skiluðu sautján aðilar af þeim inn umsögn í kjölfarið. Vakin skal athygli á því að skv. markmiði laganna um kynrænt sjálfræði segir í 1. gr.: Að lögunum sé ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi. Nú á yfirstandandi löggjafarþingi Alþingis hefur hæstvirtur forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, lagt fram stjórnarfrumvarp 22. mál, um breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá árinu 2019. Í greinargerð vegna þess frumvarps segir m.a. um 1 gr.: „Af skilgreiningunni og meginreglum frumvarpsins leiðir að svokallaðar forhúðaraðgerðir eða „umskurður drengja“, í tilvikum þar sem kyneinkenni eru dæmigerð, falla utan gildissviðs laga um kynrænt sjálfræði.“ Þá segir einnig: „Forhúðaraðgerðir í tilvikum þar sem forhúð er dæmigerð og þar sem slíkar aðgerðir kunna að vera gerðar eða fyrirhugaðar af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum falla utan gildissviðs frumvarpsins og hafa ákvæði frumvarpsins því engin áhrif á það hvort slíkar aðgerðir eru gerðar eða heimilar.“ Með vísan í framangreinda greinargerð vegna breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði nr.80/2019 og með vísan í áðurnefnda umsögn UNICEF á Íslandi vegna banns við umskurði drengja frá 28.03.2018 er hér skorað á UNICEF á Íslandi að standa við fyrrgreindan málflutning sinn og ítreka það við hæstvirtan forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur og Alþingi að banna öll óþörf læknisfræðileg inngrip í líkama barna. Nú treysta börnin á UNICEF á Íslandi! #fyriröllbörn Höfundar eru: Björgvin Herjólfsson, ráðgjafi, Íris Björg Þorvaldsdóttir Bergmann, hjúkrunarfræðingur, Magnús E. Smith, heilbrigðisstarfsmaður og Sveinn Svavarsson, rafeindavirki.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun