Í beinni: Vodafonedeildin í CS:GO, toppslagur Dusty og KR Bjarni Bjarnason skrifar 13. október 2020 19:05 Úrvalsliðin etja kappi í Vodafonedeildinni í CS:GO í kvöld. Þrettánda umferð deildarinnar verður leikinn í kvöld og eru spennandi viðureignir í vændum. Kvöldið byrjar með leik Exile og XY. Báðum liðum hefur gengið illa að finna taktinn eftir að hafa hrist upp í liðsskipulaginu með nýtingu á leikmannaglugganum. Eiga þau bæði því fullt inni. XY sigraði fyrri viðureign liðanna því verður spennandi að sjá hvernig að Exile nýtir sér heimavöllinn. Toppliðin takast á í millileik kvöldsins er Dusty tekur á móti KR á heimavelli. Dusty sigraði síðustu viðureign en KR lét þá hafa fyrir hverri einustu lotu. Með sigri tryggja Dusty sér topp sætið í deildinni og því nokkuð ljóst að KR-ingar munu leggja allt á línurnar til að svipta þá sigri. Lokaleikur kvöldsins er Þór gegn Hafinu. Þórsararnir taka á móti Hafinu á heimavelli. En Hafið er á fimm leikja sigurgöngu og því von á miklum gusugangi. Fyrsta viðureign kvöldsins hefst kl 19:30 og verður sýnd á Stöð 2 esport og hér á Vísi. Leikir kvöldsins verða samkvæmt dagskrá hér að neðan. 19:30 Exile - XY 20:30 Dusty - KR 21:30 Þór - Hafið Útsending hefst kl 19:15 og stendur yfir fram eftir kvöldi og hægt er að fylgjast með henni hérna. KR Þór Akureyri Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport
Úrvalsliðin etja kappi í Vodafonedeildinni í CS:GO í kvöld. Þrettánda umferð deildarinnar verður leikinn í kvöld og eru spennandi viðureignir í vændum. Kvöldið byrjar með leik Exile og XY. Báðum liðum hefur gengið illa að finna taktinn eftir að hafa hrist upp í liðsskipulaginu með nýtingu á leikmannaglugganum. Eiga þau bæði því fullt inni. XY sigraði fyrri viðureign liðanna því verður spennandi að sjá hvernig að Exile nýtir sér heimavöllinn. Toppliðin takast á í millileik kvöldsins er Dusty tekur á móti KR á heimavelli. Dusty sigraði síðustu viðureign en KR lét þá hafa fyrir hverri einustu lotu. Með sigri tryggja Dusty sér topp sætið í deildinni og því nokkuð ljóst að KR-ingar munu leggja allt á línurnar til að svipta þá sigri. Lokaleikur kvöldsins er Þór gegn Hafinu. Þórsararnir taka á móti Hafinu á heimavelli. En Hafið er á fimm leikja sigurgöngu og því von á miklum gusugangi. Fyrsta viðureign kvöldsins hefst kl 19:30 og verður sýnd á Stöð 2 esport og hér á Vísi. Leikir kvöldsins verða samkvæmt dagskrá hér að neðan. 19:30 Exile - XY 20:30 Dusty - KR 21:30 Þór - Hafið Útsending hefst kl 19:15 og stendur yfir fram eftir kvöldi og hægt er að fylgjast með henni hérna.
KR Þór Akureyri Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport