LeBron James í þrennustuði þegar Lakers varð NBA-meistari í sautjánda sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 02:25 LeBron James og Anthony Davis fagna saman í nótt þegar titillinn var í höfn. Getty/Douglas P. DeFelice Los Angeles Lakers vann þrettán stiga sigur á Miami Heat, 106-93, í sjötta leiknum í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og þar með NBA-meistaratitilinn í sautjánda skiptið í sögu félagsins. Þar með er þriggja mánaða lokaspretti NBA-deildarinnar lokið þar sem allir leikmenn Lakers voru saman allan tímann í NBA búbblunni í Disneygarðinum á Flórída. Lakers liðið vann úrslitaeinvígið 4-2 en þetta er fyrsti meistaratitilinn hjá félaginu síðan árið 2010 þegar Kobe Bryant leiddi liðið til sigurs. Los Angeles Lakers missti mikið þegar Kobe og dóttir hans Gianna létust í þyrluslysi í janúar og liðið tileinkaði tímabilið og tiltinum Bryant feðginunum. The @Lakers are the 2020 NBA Champions! #LakeShow pic.twitter.com/Pnwdbvq29D— NBA (@NBA) October 12, 2020 LeBron James fór á kostum og var með þrennu í leiknum en hann endaði með 28 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta er hans fjórði meistaratitilinn og hann var að vinna titil með sínu þriðja liðið eftir að hafa áður orðið meistari með Miami Heat (2) og Cleveland Cavaliers. LeBron James var kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna og fékk Bill Russell bikarinn að launum. James endaði úrslitaeinvígið með 29,8 stig, 11,8 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaðurinn í öllum fjórum meistaratitlunum sínum og er sá fyrsti til að vinna þau verðlaun með þremur mismunandi félögum. 4x #NBAFinals MVP... @KingJames!LeBron James is the first player in NBA history to win NBA Finals MVP with three different franchises. pic.twitter.com/jxELsjGyzz— NBA (@NBA) October 12, 2020 The 2020 Bill Russell #NBAFinals MVP... LeBron James of the @Lakers! #LakeShow pic.twitter.com/jyAko4pjbN— NBA (@NBA) October 12, 2020 Rajon Rondo hefur nú orðið meistari með bæði Los Angeles Lakers og Boston Celtics en það eru nú tvö sigursælustu félögin í sögu NBA-deildarinnar. Rondo var frábær með 19 stig og 4 stoðsendingar af bekknum. Anthony Davis var með 19 stig og 15 fráköst og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 17 stig. Anthony Davis og James urðu NBA-meistarar á sínu fyrsta tímabili saman. Hjá Miami Heat var Bam Adebayo stigahæstur með 25 sitg og 10 fráköst en þeir Jimmy Butler og Jae Crowder skoruðu báðir tólf stig. Jimmy Butler hafði augljóslega ekki orkuna í aðra eins frammistöðu eins og í leik fimm. Eftir frábæran og æsispennandi fimmta leik þá var ekki mikil spenna í lokaleiknum. Í raun var fyrri hálfleikurinn aðeins formsatriði. The closing call as the @Lakers become 2020 NBA Champions, capturing their 17th title in franchise history! #LakeShow pic.twitter.com/jjgr4qvQ1n— NBA (@NBA) October 12, 2020 Lakers liðið byrjaði leikinn vel og fór síðan á kostum í öðrum leikhlutanum. Lakers náði mest þrjátíu stiga forskoti og endaði hálfleikinn 28 stigum yfir, 64-36. Þetta var næstmesta forysta í hálfleik í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar eða á eftir 30 stiga forystu Boston á móti Lakers árið 1985 (79-49). LeBron James fékk líka mikla hjálp í öðrum leikhlutanum en Lakers vann hann 36-16 þrátt fyrir aðeins tvö stig frá James. Rajon Rondo átti meðal annars geggjaðan fyrri hálfleik þar sem hann skoraði þrettán stig eða meira en hann gerði samanlagt í þremur leikjum þar á undan (10). Kentavious Caldwell-Pope skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum eins og Anthony Davis en það var um fram allt kæfandi Lakers-vörn sem hélt leikmönnum Miami í aðeins 34 prósent skotnýtingu í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var í raun formsatriði og þó að Miami Heat hafi minnkað muninn þá tókst liðinu aldrei að koma sér aftur inn í leikinn. Lakers liðið hafði tögl og haldir og vann öruggan sigur. NBA Bandaríkin Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
Los Angeles Lakers vann þrettán stiga sigur á Miami Heat, 106-93, í sjötta leiknum í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og þar með NBA-meistaratitilinn í sautjánda skiptið í sögu félagsins. Þar með er þriggja mánaða lokaspretti NBA-deildarinnar lokið þar sem allir leikmenn Lakers voru saman allan tímann í NBA búbblunni í Disneygarðinum á Flórída. Lakers liðið vann úrslitaeinvígið 4-2 en þetta er fyrsti meistaratitilinn hjá félaginu síðan árið 2010 þegar Kobe Bryant leiddi liðið til sigurs. Los Angeles Lakers missti mikið þegar Kobe og dóttir hans Gianna létust í þyrluslysi í janúar og liðið tileinkaði tímabilið og tiltinum Bryant feðginunum. The @Lakers are the 2020 NBA Champions! #LakeShow pic.twitter.com/Pnwdbvq29D— NBA (@NBA) October 12, 2020 LeBron James fór á kostum og var með þrennu í leiknum en hann endaði með 28 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta er hans fjórði meistaratitilinn og hann var að vinna titil með sínu þriðja liðið eftir að hafa áður orðið meistari með Miami Heat (2) og Cleveland Cavaliers. LeBron James var kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna og fékk Bill Russell bikarinn að launum. James endaði úrslitaeinvígið með 29,8 stig, 11,8 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaðurinn í öllum fjórum meistaratitlunum sínum og er sá fyrsti til að vinna þau verðlaun með þremur mismunandi félögum. 4x #NBAFinals MVP... @KingJames!LeBron James is the first player in NBA history to win NBA Finals MVP with three different franchises. pic.twitter.com/jxELsjGyzz— NBA (@NBA) October 12, 2020 The 2020 Bill Russell #NBAFinals MVP... LeBron James of the @Lakers! #LakeShow pic.twitter.com/jyAko4pjbN— NBA (@NBA) October 12, 2020 Rajon Rondo hefur nú orðið meistari með bæði Los Angeles Lakers og Boston Celtics en það eru nú tvö sigursælustu félögin í sögu NBA-deildarinnar. Rondo var frábær með 19 stig og 4 stoðsendingar af bekknum. Anthony Davis var með 19 stig og 15 fráköst og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 17 stig. Anthony Davis og James urðu NBA-meistarar á sínu fyrsta tímabili saman. Hjá Miami Heat var Bam Adebayo stigahæstur með 25 sitg og 10 fráköst en þeir Jimmy Butler og Jae Crowder skoruðu báðir tólf stig. Jimmy Butler hafði augljóslega ekki orkuna í aðra eins frammistöðu eins og í leik fimm. Eftir frábæran og æsispennandi fimmta leik þá var ekki mikil spenna í lokaleiknum. Í raun var fyrri hálfleikurinn aðeins formsatriði. The closing call as the @Lakers become 2020 NBA Champions, capturing their 17th title in franchise history! #LakeShow pic.twitter.com/jjgr4qvQ1n— NBA (@NBA) October 12, 2020 Lakers liðið byrjaði leikinn vel og fór síðan á kostum í öðrum leikhlutanum. Lakers náði mest þrjátíu stiga forskoti og endaði hálfleikinn 28 stigum yfir, 64-36. Þetta var næstmesta forysta í hálfleik í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar eða á eftir 30 stiga forystu Boston á móti Lakers árið 1985 (79-49). LeBron James fékk líka mikla hjálp í öðrum leikhlutanum en Lakers vann hann 36-16 þrátt fyrir aðeins tvö stig frá James. Rajon Rondo átti meðal annars geggjaðan fyrri hálfleik þar sem hann skoraði þrettán stig eða meira en hann gerði samanlagt í þremur leikjum þar á undan (10). Kentavious Caldwell-Pope skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum eins og Anthony Davis en það var um fram allt kæfandi Lakers-vörn sem hélt leikmönnum Miami í aðeins 34 prósent skotnýtingu í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var í raun formsatriði og þó að Miami Heat hafi minnkað muninn þá tókst liðinu aldrei að koma sér aftur inn í leikinn. Lakers liðið hafði tögl og haldir og vann öruggan sigur.
NBA Bandaríkin Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira