LeBron James í þrennustuði þegar Lakers varð NBA-meistari í sautjánda sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 02:25 LeBron James og Anthony Davis fagna saman í nótt þegar titillinn var í höfn. Getty/Douglas P. DeFelice Los Angeles Lakers vann þrettán stiga sigur á Miami Heat, 106-93, í sjötta leiknum í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og þar með NBA-meistaratitilinn í sautjánda skiptið í sögu félagsins. Þar með er þriggja mánaða lokaspretti NBA-deildarinnar lokið þar sem allir leikmenn Lakers voru saman allan tímann í NBA búbblunni í Disneygarðinum á Flórída. Lakers liðið vann úrslitaeinvígið 4-2 en þetta er fyrsti meistaratitilinn hjá félaginu síðan árið 2010 þegar Kobe Bryant leiddi liðið til sigurs. Los Angeles Lakers missti mikið þegar Kobe og dóttir hans Gianna létust í þyrluslysi í janúar og liðið tileinkaði tímabilið og tiltinum Bryant feðginunum. The @Lakers are the 2020 NBA Champions! #LakeShow pic.twitter.com/Pnwdbvq29D— NBA (@NBA) October 12, 2020 LeBron James fór á kostum og var með þrennu í leiknum en hann endaði með 28 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta er hans fjórði meistaratitilinn og hann var að vinna titil með sínu þriðja liðið eftir að hafa áður orðið meistari með Miami Heat (2) og Cleveland Cavaliers. LeBron James var kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna og fékk Bill Russell bikarinn að launum. James endaði úrslitaeinvígið með 29,8 stig, 11,8 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaðurinn í öllum fjórum meistaratitlunum sínum og er sá fyrsti til að vinna þau verðlaun með þremur mismunandi félögum. 4x #NBAFinals MVP... @KingJames!LeBron James is the first player in NBA history to win NBA Finals MVP with three different franchises. pic.twitter.com/jxELsjGyzz— NBA (@NBA) October 12, 2020 The 2020 Bill Russell #NBAFinals MVP... LeBron James of the @Lakers! #LakeShow pic.twitter.com/jyAko4pjbN— NBA (@NBA) October 12, 2020 Rajon Rondo hefur nú orðið meistari með bæði Los Angeles Lakers og Boston Celtics en það eru nú tvö sigursælustu félögin í sögu NBA-deildarinnar. Rondo var frábær með 19 stig og 4 stoðsendingar af bekknum. Anthony Davis var með 19 stig og 15 fráköst og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 17 stig. Anthony Davis og James urðu NBA-meistarar á sínu fyrsta tímabili saman. Hjá Miami Heat var Bam Adebayo stigahæstur með 25 sitg og 10 fráköst en þeir Jimmy Butler og Jae Crowder skoruðu báðir tólf stig. Jimmy Butler hafði augljóslega ekki orkuna í aðra eins frammistöðu eins og í leik fimm. Eftir frábæran og æsispennandi fimmta leik þá var ekki mikil spenna í lokaleiknum. Í raun var fyrri hálfleikurinn aðeins formsatriði. The closing call as the @Lakers become 2020 NBA Champions, capturing their 17th title in franchise history! #LakeShow pic.twitter.com/jjgr4qvQ1n— NBA (@NBA) October 12, 2020 Lakers liðið byrjaði leikinn vel og fór síðan á kostum í öðrum leikhlutanum. Lakers náði mest þrjátíu stiga forskoti og endaði hálfleikinn 28 stigum yfir, 64-36. Þetta var næstmesta forysta í hálfleik í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar eða á eftir 30 stiga forystu Boston á móti Lakers árið 1985 (79-49). LeBron James fékk líka mikla hjálp í öðrum leikhlutanum en Lakers vann hann 36-16 þrátt fyrir aðeins tvö stig frá James. Rajon Rondo átti meðal annars geggjaðan fyrri hálfleik þar sem hann skoraði þrettán stig eða meira en hann gerði samanlagt í þremur leikjum þar á undan (10). Kentavious Caldwell-Pope skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum eins og Anthony Davis en það var um fram allt kæfandi Lakers-vörn sem hélt leikmönnum Miami í aðeins 34 prósent skotnýtingu í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var í raun formsatriði og þó að Miami Heat hafi minnkað muninn þá tókst liðinu aldrei að koma sér aftur inn í leikinn. Lakers liðið hafði tögl og haldir og vann öruggan sigur. NBA Bandaríkin Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Sjá meira
Los Angeles Lakers vann þrettán stiga sigur á Miami Heat, 106-93, í sjötta leiknum í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og þar með NBA-meistaratitilinn í sautjánda skiptið í sögu félagsins. Þar með er þriggja mánaða lokaspretti NBA-deildarinnar lokið þar sem allir leikmenn Lakers voru saman allan tímann í NBA búbblunni í Disneygarðinum á Flórída. Lakers liðið vann úrslitaeinvígið 4-2 en þetta er fyrsti meistaratitilinn hjá félaginu síðan árið 2010 þegar Kobe Bryant leiddi liðið til sigurs. Los Angeles Lakers missti mikið þegar Kobe og dóttir hans Gianna létust í þyrluslysi í janúar og liðið tileinkaði tímabilið og tiltinum Bryant feðginunum. The @Lakers are the 2020 NBA Champions! #LakeShow pic.twitter.com/Pnwdbvq29D— NBA (@NBA) October 12, 2020 LeBron James fór á kostum og var með þrennu í leiknum en hann endaði með 28 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta er hans fjórði meistaratitilinn og hann var að vinna titil með sínu þriðja liðið eftir að hafa áður orðið meistari með Miami Heat (2) og Cleveland Cavaliers. LeBron James var kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna og fékk Bill Russell bikarinn að launum. James endaði úrslitaeinvígið með 29,8 stig, 11,8 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaðurinn í öllum fjórum meistaratitlunum sínum og er sá fyrsti til að vinna þau verðlaun með þremur mismunandi félögum. 4x #NBAFinals MVP... @KingJames!LeBron James is the first player in NBA history to win NBA Finals MVP with three different franchises. pic.twitter.com/jxELsjGyzz— NBA (@NBA) October 12, 2020 The 2020 Bill Russell #NBAFinals MVP... LeBron James of the @Lakers! #LakeShow pic.twitter.com/jyAko4pjbN— NBA (@NBA) October 12, 2020 Rajon Rondo hefur nú orðið meistari með bæði Los Angeles Lakers og Boston Celtics en það eru nú tvö sigursælustu félögin í sögu NBA-deildarinnar. Rondo var frábær með 19 stig og 4 stoðsendingar af bekknum. Anthony Davis var með 19 stig og 15 fráköst og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 17 stig. Anthony Davis og James urðu NBA-meistarar á sínu fyrsta tímabili saman. Hjá Miami Heat var Bam Adebayo stigahæstur með 25 sitg og 10 fráköst en þeir Jimmy Butler og Jae Crowder skoruðu báðir tólf stig. Jimmy Butler hafði augljóslega ekki orkuna í aðra eins frammistöðu eins og í leik fimm. Eftir frábæran og æsispennandi fimmta leik þá var ekki mikil spenna í lokaleiknum. Í raun var fyrri hálfleikurinn aðeins formsatriði. The closing call as the @Lakers become 2020 NBA Champions, capturing their 17th title in franchise history! #LakeShow pic.twitter.com/jjgr4qvQ1n— NBA (@NBA) October 12, 2020 Lakers liðið byrjaði leikinn vel og fór síðan á kostum í öðrum leikhlutanum. Lakers náði mest þrjátíu stiga forskoti og endaði hálfleikinn 28 stigum yfir, 64-36. Þetta var næstmesta forysta í hálfleik í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar eða á eftir 30 stiga forystu Boston á móti Lakers árið 1985 (79-49). LeBron James fékk líka mikla hjálp í öðrum leikhlutanum en Lakers vann hann 36-16 þrátt fyrir aðeins tvö stig frá James. Rajon Rondo átti meðal annars geggjaðan fyrri hálfleik þar sem hann skoraði þrettán stig eða meira en hann gerði samanlagt í þremur leikjum þar á undan (10). Kentavious Caldwell-Pope skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum eins og Anthony Davis en það var um fram allt kæfandi Lakers-vörn sem hélt leikmönnum Miami í aðeins 34 prósent skotnýtingu í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var í raun formsatriði og þó að Miami Heat hafi minnkað muninn þá tókst liðinu aldrei að koma sér aftur inn í leikinn. Lakers liðið hafði tögl og haldir og vann öruggan sigur.
NBA Bandaríkin Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Sjá meira