Vika í lífi ríkisstjórnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2020 15:00 Það er eins og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé að missa fókus. Og það á versta tíma í þriðju bylgju heimsfaraldurs. Á sunnudag og mánudag fór allur fókus VG á að ráðast að Samfylkingunni vegna ummæla Ágústs Ólafs Ágústssonar um að í raun væri þetta ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar vegna skýrra fingrafara Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Þrömmuðu VG-liðar fram og töldu að í þessu fælist gróf kvenfyrirlitning, því þetta væri jú svo sannarlega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Og að þessi ríkisstjórn væri frábær. Algerlega hreint. Á mánudag svaraði dómsmálaráðherra fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar frá Miðflokki um brottvísanir einstaklinga sem hingað leita hælis. Viðraði ráðherra þá hugmynd að vista fólk á afmörkuðu svæði eftir að ákveðið hefur verið að vísa því úr landi. Eðlilega spurði fjöldi fólks í kjölfarið hvort þessi ómannúðlega og ógeðfellda nálgun væri virkilega í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hinnar sömu og var búið að margundirstrika að væri hennar og ekki neins annars. Nei, þá var annað hljóð komið í strokkinn. Allur fókus VG á mánudag og þriðjudag fór síðan í að sverja dómsmálaráðherra og hennar ummæli af sér. Þarna væri talsmaður annarrar ríkisstjórnar en Katrínar Jakobsdóttur á ferð, annarra afla. Á þriðjudagskvöld átti ég síðan í orðaskiptum við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem ég spurði hann hvernig hann hygðist bæta kjör bænda, auka frelsi og tækifæri til nýsköpunar. Hann svaraði frekar klaufalega og setti fram orðið lífsstíll til að réttlæta slök kjör sauðfjárbænda og uppskar eðlilega mikla reiði og vantraustyfirlýsingar úr mörgum áttum. Þótt eflaust hafi meining ráðherra verið önnur. Og þar með fór fókus Framsóknarmanna á að sverja landbúnaðarráðherra af sér, meðal annars með vantrausti Ungra Framsóknarmanna á ráðherra og opinberum stöðufærslum Framsóknarþingmanna um að þetta væri ekki á vetur setjandi. Á fimmtudag voru svo fjölmiðlar fullir af Sjálfstæðismönnum, bæði þingmönnum og ráðherrum, sem eiga víst að vera efasemdarmenn um ágæti sóttvarnaaðgerða eigin ríkisstjórnar. Allur fókus þeirra fór í að grafa undan þeirra eigin ákvörðunum og þar með samstöðu þjóðar. Þar fyrir utan var enn eitt aflátsbréfið skrifað af þingmanni Sjálfstæðisflokksins í vikunni í Morgunblaðið og þar hnýtt í heilbrigðisráðherra um að forsjárhyggja og biðlistastefna ríkisstjórnarinnar væri ekki á þeirra vegum. Þrátt fyrir að það sé stefna ríkisstjórnarinnar og hún hafi ríkt allt kjörtímabilið. Og þeir ítrekað greitt atkvæði með henni. Fókuslausir eða ekki. Nokkuð seint í rassinn gripið þar. Á föstudegi varð menntamálaráðherra Framsóknarflokksins síðan fyrir ólund þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem brigsla ráðherra um svik vegna fjölmiðlamála. Hún hafi ekki staðið við sitt í samkomulagi á milli flokkanna. Og óþreyju gætir eðlilega hjá stjórnarliðum um að marglofaðar aðgerðir í þágu fólks í listum- og menningu hafi ekki enn verið kynntar. Nú á laugardegi er mér spurn hvar ríkisstjórnarflokkarnir og fótgönguliðar þeirra eru staddir. Samtímis og landsmönnum er sagt að samstaðan sé besta sóttvörnin eru stjórnarflokkarnir þrír uppteknir við að hnýta hver í annan, jafnvel sparka. Þannig molnar undan samstöðunni á ríkisstjórnarheimilinu á sama tíma og málin halda áfram að hrúgast upp. Þúsundir einyrkja, fyrirtækjaeigenda, einstaklinga í lista- og menningageiranum, þjónustugreinum, hótelum, veitinga- og öldurhúsum bíða enn eftir því að fá skýr svör um það hvernig þau eiga að komast í gegnum mánuðinn, hvernig á að verja störf, borga reikninga og laun næstu vikna og hvert langtímaplan ríkisstjórnarinnar er. Samstöðuleysi hennar mun ekki leysa þann vanda. Og afleiðingarnar af því geta orðið dýrkeyptar. Verkefnin framundan eru sannarlega ærin, og krefjast þess að stjórnin taki skýrari og stærri skref. Ég vona því að við þurfum ekki að horfa upp á aðra eins óeiningu í lífi ríkisstjórnar í næstu viku, og þeim sem á eftir koma. Því við þurfum stjórnvöld með fókus. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er eins og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé að missa fókus. Og það á versta tíma í þriðju bylgju heimsfaraldurs. Á sunnudag og mánudag fór allur fókus VG á að ráðast að Samfylkingunni vegna ummæla Ágústs Ólafs Ágústssonar um að í raun væri þetta ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar vegna skýrra fingrafara Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Þrömmuðu VG-liðar fram og töldu að í þessu fælist gróf kvenfyrirlitning, því þetta væri jú svo sannarlega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Og að þessi ríkisstjórn væri frábær. Algerlega hreint. Á mánudag svaraði dómsmálaráðherra fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar frá Miðflokki um brottvísanir einstaklinga sem hingað leita hælis. Viðraði ráðherra þá hugmynd að vista fólk á afmörkuðu svæði eftir að ákveðið hefur verið að vísa því úr landi. Eðlilega spurði fjöldi fólks í kjölfarið hvort þessi ómannúðlega og ógeðfellda nálgun væri virkilega í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hinnar sömu og var búið að margundirstrika að væri hennar og ekki neins annars. Nei, þá var annað hljóð komið í strokkinn. Allur fókus VG á mánudag og þriðjudag fór síðan í að sverja dómsmálaráðherra og hennar ummæli af sér. Þarna væri talsmaður annarrar ríkisstjórnar en Katrínar Jakobsdóttur á ferð, annarra afla. Á þriðjudagskvöld átti ég síðan í orðaskiptum við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem ég spurði hann hvernig hann hygðist bæta kjör bænda, auka frelsi og tækifæri til nýsköpunar. Hann svaraði frekar klaufalega og setti fram orðið lífsstíll til að réttlæta slök kjör sauðfjárbænda og uppskar eðlilega mikla reiði og vantraustyfirlýsingar úr mörgum áttum. Þótt eflaust hafi meining ráðherra verið önnur. Og þar með fór fókus Framsóknarmanna á að sverja landbúnaðarráðherra af sér, meðal annars með vantrausti Ungra Framsóknarmanna á ráðherra og opinberum stöðufærslum Framsóknarþingmanna um að þetta væri ekki á vetur setjandi. Á fimmtudag voru svo fjölmiðlar fullir af Sjálfstæðismönnum, bæði þingmönnum og ráðherrum, sem eiga víst að vera efasemdarmenn um ágæti sóttvarnaaðgerða eigin ríkisstjórnar. Allur fókus þeirra fór í að grafa undan þeirra eigin ákvörðunum og þar með samstöðu þjóðar. Þar fyrir utan var enn eitt aflátsbréfið skrifað af þingmanni Sjálfstæðisflokksins í vikunni í Morgunblaðið og þar hnýtt í heilbrigðisráðherra um að forsjárhyggja og biðlistastefna ríkisstjórnarinnar væri ekki á þeirra vegum. Þrátt fyrir að það sé stefna ríkisstjórnarinnar og hún hafi ríkt allt kjörtímabilið. Og þeir ítrekað greitt atkvæði með henni. Fókuslausir eða ekki. Nokkuð seint í rassinn gripið þar. Á föstudegi varð menntamálaráðherra Framsóknarflokksins síðan fyrir ólund þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem brigsla ráðherra um svik vegna fjölmiðlamála. Hún hafi ekki staðið við sitt í samkomulagi á milli flokkanna. Og óþreyju gætir eðlilega hjá stjórnarliðum um að marglofaðar aðgerðir í þágu fólks í listum- og menningu hafi ekki enn verið kynntar. Nú á laugardegi er mér spurn hvar ríkisstjórnarflokkarnir og fótgönguliðar þeirra eru staddir. Samtímis og landsmönnum er sagt að samstaðan sé besta sóttvörnin eru stjórnarflokkarnir þrír uppteknir við að hnýta hver í annan, jafnvel sparka. Þannig molnar undan samstöðunni á ríkisstjórnarheimilinu á sama tíma og málin halda áfram að hrúgast upp. Þúsundir einyrkja, fyrirtækjaeigenda, einstaklinga í lista- og menningageiranum, þjónustugreinum, hótelum, veitinga- og öldurhúsum bíða enn eftir því að fá skýr svör um það hvernig þau eiga að komast í gegnum mánuðinn, hvernig á að verja störf, borga reikninga og laun næstu vikna og hvert langtímaplan ríkisstjórnarinnar er. Samstöðuleysi hennar mun ekki leysa þann vanda. Og afleiðingarnar af því geta orðið dýrkeyptar. Verkefnin framundan eru sannarlega ærin, og krefjast þess að stjórnin taki skýrari og stærri skref. Ég vona því að við þurfum ekki að horfa upp á aðra eins óeiningu í lífi ríkisstjórnar í næstu viku, og þeim sem á eftir koma. Því við þurfum stjórnvöld með fókus. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar