KR malaði Þór Akureyri Bjarni Bjarnason skrifar 8. október 2020 20:55 Stórveldin KR og Þór Akureyri mættust í Vodafonedeildinni í CS:GO fyrr í kvöld. Fljótt kom í ljós að KR-ingar voru vel undirbúnir fyrir leikinn. Þeir áttu heimavöllinn og sigruðu Þór á sannfærandi máta. KR-ingar hófu leikinn kröftugleg á heimavallar korti sínu Nuke. Frá fyrstu lotu sóttu þeir hart á vörn Þórs sem gekk illa að stöðva hraðar fléttur KR-inga. Í fimmtu lotu reyndu Þórsarar fyrir sér með pressu vörn sem skilaði þeim sinni fyrstu lotu. Reynsla KR-inga kom þó í ljós strax í næstu lotu er þeir aðlöguðu sókn sína þessari pressu og færðu sér hana í nyt. Leikmaður KR, kruzer (Kristján Finnsson) lék á alls oddi í fyrri hálfleik og geigaði vart á skoti. Spilaði hann lykilhlutverk í kröftugum sóknarleik KR-inga. Staðan í hálfleik KR 13 - 2 Þór Þór hóf seinni hálfleik á góðum spretti, með hröðum sóknarleik. Færði það þeim þrjár fyrstu loturnar. Burðurinn á liði Þórs hvíldi þó á fáum lykilleikmönnum og dugði það ekki á móti þéttri liðsheild KR. KR komu fljótt til baka og kláruðu leikinn á sannfærandi máta. Lokastaðan KR 16 - 6 Þór KR Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn
Stórveldin KR og Þór Akureyri mættust í Vodafonedeildinni í CS:GO fyrr í kvöld. Fljótt kom í ljós að KR-ingar voru vel undirbúnir fyrir leikinn. Þeir áttu heimavöllinn og sigruðu Þór á sannfærandi máta. KR-ingar hófu leikinn kröftugleg á heimavallar korti sínu Nuke. Frá fyrstu lotu sóttu þeir hart á vörn Þórs sem gekk illa að stöðva hraðar fléttur KR-inga. Í fimmtu lotu reyndu Þórsarar fyrir sér með pressu vörn sem skilaði þeim sinni fyrstu lotu. Reynsla KR-inga kom þó í ljós strax í næstu lotu er þeir aðlöguðu sókn sína þessari pressu og færðu sér hana í nyt. Leikmaður KR, kruzer (Kristján Finnsson) lék á alls oddi í fyrri hálfleik og geigaði vart á skoti. Spilaði hann lykilhlutverk í kröftugum sóknarleik KR-inga. Staðan í hálfleik KR 13 - 2 Þór Þór hóf seinni hálfleik á góðum spretti, með hröðum sóknarleik. Færði það þeim þrjár fyrstu loturnar. Burðurinn á liði Þórs hvíldi þó á fáum lykilleikmönnum og dugði það ekki á móti þéttri liðsheild KR. KR komu fljótt til baka og kláruðu leikinn á sannfærandi máta. Lokastaðan KR 16 - 6 Þór
KR Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn