Af óháðum þingmönnum utan þingflokka Tryggvi Másson skrifar 7. október 2020 16:32 Senn líður að kosningum til löggjafaþings Íslendinga, Alþingis. Nú þegar hafa þingmennt tilkynnt að þeir hyggist ekki bjóða sig fram á ný, vangaveltur átt sér stað um stofnun nýrra flokka og barátta um efstu sæti á listum ratað á síður blaðanna. Aðrir sitjandi þingmenn ætla að bjóða sig fram aftur og sækjast eftir að halda sæti sínu á lista, eða jafnvel komast ofar á listann. Örlög þeirra þingmanna verður tíminn að leiða í ljós. Einn hópur þingmanna er þó í talsvert annarri stöðu. Það eru þingmenn sem sagt hafa skilið við þingflokkinn sem þeir náðu kjöri fyrir. Þeim hópi má skipta í tvennt, annars vegar þá sem hafa leitað á önnur mið og gengið til liðs við annan þingflokk og hins vegar þá sem starfa sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Á sitjandi Alþingi eru fjórir þingmenn sem falla þar undir; Andrés Ingi Jónsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Eftirminnilega sögðu Karl Gauti og Ólafur skilið við Flokk fólksins í lok árs 2018 en voru ekki lengi óháðir þingmenn utan flokka heldur gengu til liðs við þingflokk Miðflokksins í febrúar 2019. Þegar ríkisstjórnin var mynduð töldu Andrés Ingi og Rósa Björk sig ekki geta stutt hana en störfuðu engu að síður áfram fyrir þingflokk Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Fyrr á þessu ári sagði Andrés Ingi þó skilið við þingflokkinn og í september fylgdi Rósa Björk hans fordæmi. Þau starfa bæði sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Þessir þingmenn standa frammi fyrir þeirri stöðu að geta ekki sóst eftir að halda sínu sæti á lista fyrir komandi þingkosningar, enda hafa þeir sagt skilið við þann flokk sem þeir buðu sig fram fyrir. Ef þessir þingmenn hyggja á að sitja áfram á Alþingi þurfa þeir því að finna aðrar leiðir til að ná kjöri. Ef Karl Gauti og Ólafur munu sækjast eftir sæti á Alþingi fyrir Miðflokkinn á næsta ári munu þeir þurfa að berjast við aðra þingmenn Miðflokksins og frambjóðendur þeirra. Karl Gauti er þingmaður Suðurkjördæmis þar sem fyrir er Miðflokksmaðurinn Birgir Þórarinsson. Ólafur Ísleifsson er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður en þar náði Miðflokkurinn ekki kjörnum þingmanni. Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi viðbót við þingflokk Miðflokksins mun passa inn í uppstillingu flokksins fyrir næstu þingkosningar. Nýverið birtist viðtal við Andrés Inga þar sem hann sagðist skoða grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki með hópi núverandi og fyrrverandi félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ásamt ungu áhugasömu fólki sem hefur ekki fundið sig í starfandi stjórmálaflokkum. Þá hefur Rósa Björk einnig verið orðuð við þennan nýja flokk en einnig að hún kunni bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna fyrir næstu þingkosningar. Rósa Björk er þingmaður Suðvesturkjördæmis en í því kjördæmi situr Guðmundur Andri Thorsson á þingi fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þeir stjórnmálaflokkar sem stofnaðir hafa verið af óháðum þingmönnum utan þingflokka hafa ekki verið langlífir í gegnum tíðina. Jóhanna Sigurðardóttir sagði sig úr þingflokki Alþýðuflokksins árið 1994, stofnaði Þjóðvaka árið og náði kjöri á þing. Þjóðvaki var einn þeirra flokka sem myndaði Þingflokk jafnaðarmanna sem bauð sig svo fram undir nafni Samfylkingarinnar. Grunnurinn að Vinstri hreyfingunni grænu framboði var lagður í þingflokki óháðra en meirihluti þeirra þingmanna sem skipuðu þann þingflokk sátu aldrei sem óháðir þingmenn utan flokka. Lilja Mósesdóttir sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna árið 2011 og stofnaði nýjan flokk, Samstöðu. Á tímabili mældist flokkurinn með yfir 30% fylgi í skoðanakönnunum en bauð sig svo aldrei fram hvorki til Alþingis né á sveitarstjórnarstiginu. Þá stofnuðu Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar flokkinn Bjarta framtíð árið 2012. Flokkurinn náði kjöri á Alþingi árið 2013 og 2016 en féll af þingi ári síðar eftir að ríkisstjórninni var slitið og boðað til kosninga. Óljóst er hvað verður um framtíð Bjartrar framtíðar en lítið hefur spurst til hans síðustu ár. Athyglisvert verður að fylgjast með því hver verða örlög þessara fjögurra sitjandi þingmanna. Munu Karl Gauti berjast við Birgi Þórarinsson um oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi? Mun Andrés Inga takast að stofna stjórnmálaflokk sem lifir lengur en tvö kjörtíma bil? Meðfylgjandi eru skýringamyndir með þeim þingmönnum sem starfað hafa sem óháðir þingmenn utan þingflokka síðustu 40 ár. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Rómur Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Senn líður að kosningum til löggjafaþings Íslendinga, Alþingis. Nú þegar hafa þingmennt tilkynnt að þeir hyggist ekki bjóða sig fram á ný, vangaveltur átt sér stað um stofnun nýrra flokka og barátta um efstu sæti á listum ratað á síður blaðanna. Aðrir sitjandi þingmenn ætla að bjóða sig fram aftur og sækjast eftir að halda sæti sínu á lista, eða jafnvel komast ofar á listann. Örlög þeirra þingmanna verður tíminn að leiða í ljós. Einn hópur þingmanna er þó í talsvert annarri stöðu. Það eru þingmenn sem sagt hafa skilið við þingflokkinn sem þeir náðu kjöri fyrir. Þeim hópi má skipta í tvennt, annars vegar þá sem hafa leitað á önnur mið og gengið til liðs við annan þingflokk og hins vegar þá sem starfa sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Á sitjandi Alþingi eru fjórir þingmenn sem falla þar undir; Andrés Ingi Jónsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Eftirminnilega sögðu Karl Gauti og Ólafur skilið við Flokk fólksins í lok árs 2018 en voru ekki lengi óháðir þingmenn utan flokka heldur gengu til liðs við þingflokk Miðflokksins í febrúar 2019. Þegar ríkisstjórnin var mynduð töldu Andrés Ingi og Rósa Björk sig ekki geta stutt hana en störfuðu engu að síður áfram fyrir þingflokk Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Fyrr á þessu ári sagði Andrés Ingi þó skilið við þingflokkinn og í september fylgdi Rósa Björk hans fordæmi. Þau starfa bæði sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Þessir þingmenn standa frammi fyrir þeirri stöðu að geta ekki sóst eftir að halda sínu sæti á lista fyrir komandi þingkosningar, enda hafa þeir sagt skilið við þann flokk sem þeir buðu sig fram fyrir. Ef þessir þingmenn hyggja á að sitja áfram á Alþingi þurfa þeir því að finna aðrar leiðir til að ná kjöri. Ef Karl Gauti og Ólafur munu sækjast eftir sæti á Alþingi fyrir Miðflokkinn á næsta ári munu þeir þurfa að berjast við aðra þingmenn Miðflokksins og frambjóðendur þeirra. Karl Gauti er þingmaður Suðurkjördæmis þar sem fyrir er Miðflokksmaðurinn Birgir Þórarinsson. Ólafur Ísleifsson er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður en þar náði Miðflokkurinn ekki kjörnum þingmanni. Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi viðbót við þingflokk Miðflokksins mun passa inn í uppstillingu flokksins fyrir næstu þingkosningar. Nýverið birtist viðtal við Andrés Inga þar sem hann sagðist skoða grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki með hópi núverandi og fyrrverandi félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ásamt ungu áhugasömu fólki sem hefur ekki fundið sig í starfandi stjórmálaflokkum. Þá hefur Rósa Björk einnig verið orðuð við þennan nýja flokk en einnig að hún kunni bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna fyrir næstu þingkosningar. Rósa Björk er þingmaður Suðvesturkjördæmis en í því kjördæmi situr Guðmundur Andri Thorsson á þingi fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þeir stjórnmálaflokkar sem stofnaðir hafa verið af óháðum þingmönnum utan þingflokka hafa ekki verið langlífir í gegnum tíðina. Jóhanna Sigurðardóttir sagði sig úr þingflokki Alþýðuflokksins árið 1994, stofnaði Þjóðvaka árið og náði kjöri á þing. Þjóðvaki var einn þeirra flokka sem myndaði Þingflokk jafnaðarmanna sem bauð sig svo fram undir nafni Samfylkingarinnar. Grunnurinn að Vinstri hreyfingunni grænu framboði var lagður í þingflokki óháðra en meirihluti þeirra þingmanna sem skipuðu þann þingflokk sátu aldrei sem óháðir þingmenn utan flokka. Lilja Mósesdóttir sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna árið 2011 og stofnaði nýjan flokk, Samstöðu. Á tímabili mældist flokkurinn með yfir 30% fylgi í skoðanakönnunum en bauð sig svo aldrei fram hvorki til Alþingis né á sveitarstjórnarstiginu. Þá stofnuðu Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar flokkinn Bjarta framtíð árið 2012. Flokkurinn náði kjöri á Alþingi árið 2013 og 2016 en féll af þingi ári síðar eftir að ríkisstjórninni var slitið og boðað til kosninga. Óljóst er hvað verður um framtíð Bjartrar framtíðar en lítið hefur spurst til hans síðustu ár. Athyglisvert verður að fylgjast með því hver verða örlög þessara fjögurra sitjandi þingmanna. Munu Karl Gauti berjast við Birgi Þórarinsson um oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi? Mun Andrés Inga takast að stofna stjórnmálaflokk sem lifir lengur en tvö kjörtíma bil? Meðfylgjandi eru skýringamyndir með þeim þingmönnum sem starfað hafa sem óháðir þingmenn utan þingflokka síðustu 40 ár. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun