Handbolti

Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óskari Bjarna Óskarssyni skráði sig á Twitter í gær og lét gamminn geysa.
Óskari Bjarna Óskarssyni skráði sig á Twitter í gær og lét gamminn geysa. vísir/daníel

Handboltafólk er ekki sátt við þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að leyfa íþróttaiðkun utandyra en ekki innandyra. Tæplega hundrað manns hafa greinst smitaðir á höfuðborgarsvæðinu undanfarna sólarhringa.

Í minnisblaði sóttvarnalæknis var mælst til þess að íþróttafélög gerðu hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá var líkamsræktarstöðvum og sundstöðum lokað. Þessar hertu reglur á höfuðborgarsvæðinu tóku gildi í dag.

Heilbrigðisráðherra ákvað hins vegar að leyfa íþróttir utandyra, þ.á.m. fótbolta, og þar mega vera 20 áhorfendur í hverju rými. Landsleikur Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM annað kvöld getur því farið fram.

Handboltafólk er ósátt við þetta misræmi hjá heilbrigðisráðherra og lét heyra í sér á Twitter í gær. Þar á meðal var Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfara karla- og kvennaliða Vals. Hann byrjaði á Twitter í gær, og það af krafti.

„Af hverju gerir heilbrigðisráðherra upp á milli íþrótta? Af hverju fer hún ekki eftir minnisblaði Þórólfs og stoppar allt? Sama á að ganga yfir alla, annað er algjörlega fáránlegt! Allt í lagi að spila landsleikinn en án áhorfenda, allir skilja það en þetta er algjört bíó,“ skrifar Óskar Bjarni.

„Það er skítalykt af þessu!! Mjög dapurt verð ég að segja og óskiljanlegt,“ bætir Valsmaðurinn við.

Íris Ásta Pétursdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hafði margar spurningar um þessa tilhögun.

Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, furðar sig á misræminu og segir skrítið að það megi æfa á gervigrasvellinum í Safamýri en ekki í íþróttahúsinu við hliðina á því.

Þjálfari karlaliðs Gróttu, Arnar Daði Arnarsson, var óralangt frá því að vera sáttur og spurði hvort við værum ekki öll almannavarnir.

Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, sagði að það væri nokkuð ljóst að það væru greinilega ekki allir almannavarnir.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.