Tökum ekki óþarfa áhættu með líkama okkar William Thomas Möller skrifar 6. október 2020 21:00 Þú getur verið heppin og fengið covid, smá flensu og jafnað þig á viku eða tveimur. Þú getur svo verið óheppinn og fengið covid og endað á spítala eða það sem er verra með eftirköst sem gætuð haldið þig frá vinnu svo mánuðum skiptir. Svo er það þriðji kosturinn og það er að þurfa að berjast fyrir lífinu og tefla við dauðann. Myndina tók ég nokkrum klukkustundum áður en læknarnir sögðu mér að ég þyrfti að taka þriðja kostinn. Fram að því hafði ég haldið að ég væri ungur, heilbrigður með enga undirliggjandi sjúkdóma og ef ég fengi veiruna þá myndi ég bara fá smá kvef og svo halda áfram með lífið. Ég lifði sem betur fer af, þökk sé frábæru starfsfólki landspítalans, fólki sem mun örugglega þurfa að díla við kulnun og útbrennslu í starfi eftir nokkur ár vegna álagsins núna. Sem mun svo valda skerðingu á aðgengi okkar að einni bestu heilsugæslu í heiminum. Ég er byrjaður að hlaupa aftur, hægt en ég er þakklátur fyrir að eiga möguleika á að koma líkamanum mínum í fyrra horf. En ég er samt ennþá að díla við afleiðingar veikinda minna. Líkaminn minnir mig stöðugt á að ég hafi verið með túbu niður í lungu og er ég stöðugt að kyngja eða fyllast hræðslu um að ná ekki andanum. Ég er búinn að vera að díla við ofsakvíða og streitu vegna ofsjóna og martraða sem ég upplifði á spítalanum. Sem betur fer hefur það farið minnkandi en þegar verst var þá var ég með stöðugan skjálfta í maganum, verki í brjóstunum, verki sem eru ennþá en fara sem betur fer minnkandi, ég er með doða í höndunum. Ég upplifi oft í viku að ég missi skin á raunveruleikanum og missi fókus á hlutum framan fyrir mig. Ég upplifi oft á viku að ég hugsa hvort ég hafi dáið og ég sé staddur í öðrum heimi. Ég upplifi oft þegar allir í kringum mig eru með grímur að ég haldi að ég sé dáinn. Ég byrjaði hjá sálfræðingi í dag og hjá sjúkraþjálfara á föstudaginn. Sálrænum eftirköstum fer fækkandi með hverjum deginum en þetta hefur ekki verið auðvelt. En þetta verður auðvelt. Ég mun fljótlega hætta að láta þessi veikindi skilgreina mig og ná völdum á hausnum í mér aftur. Ég er að skrifa þetta sem einstaklingur sem telur sig hafa sloppið nokkuð vel með eftirköst miðað við það sem ég hef lesið eftir aðra. Með þessum pósti vil ég hvetja alla til að fara varlega. Þegar einhver talar um að þetta sé bara flensa sem þú hristir af þér þá er það bara einn af þremur möguleikum sem geta hennt þig og það er engin leið til að vita hvaða möguleikum þú verður fyrir. Þegar einhver segir að við eigum að leyfa unga fólkinu að verða veikt og ná hjarðofnæmi og þú ákveður að hætta við að fara varlega þá máttu hugsa um að þú gætir lennt í því að fá eftirköst sem gætu skert lífsgæði þín næstu 6-12 mánuði, jafnvel til frambúðar. Við vitum ekki ennþá langtíma áhrif veirunnar. Þegar einhver segir að það skerði frelsið þitt að þurfa að vera heima og sleppa nokkrum djömmum þá er það ekki rétt. Frelisskerðing er það sem forfeður okkar lifðu við, að hvern einasta dag voru þeir að berjast fyrir lífi sínu og þegar þeir komu heim til sín þá höfðu þeir enga afþreyingu og ekki einu sinni ljós í vistverum sínum. Förum varlega og hlustum á sóttvarnalækni, léttum undir með heilbrigðisstarfsfólkinu og sleppum því að taka óþarfa áhættu með líkama okkar sem kemur bara einnota. Kveðja, cóvitinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þú getur verið heppin og fengið covid, smá flensu og jafnað þig á viku eða tveimur. Þú getur svo verið óheppinn og fengið covid og endað á spítala eða það sem er verra með eftirköst sem gætuð haldið þig frá vinnu svo mánuðum skiptir. Svo er það þriðji kosturinn og það er að þurfa að berjast fyrir lífinu og tefla við dauðann. Myndina tók ég nokkrum klukkustundum áður en læknarnir sögðu mér að ég þyrfti að taka þriðja kostinn. Fram að því hafði ég haldið að ég væri ungur, heilbrigður með enga undirliggjandi sjúkdóma og ef ég fengi veiruna þá myndi ég bara fá smá kvef og svo halda áfram með lífið. Ég lifði sem betur fer af, þökk sé frábæru starfsfólki landspítalans, fólki sem mun örugglega þurfa að díla við kulnun og útbrennslu í starfi eftir nokkur ár vegna álagsins núna. Sem mun svo valda skerðingu á aðgengi okkar að einni bestu heilsugæslu í heiminum. Ég er byrjaður að hlaupa aftur, hægt en ég er þakklátur fyrir að eiga möguleika á að koma líkamanum mínum í fyrra horf. En ég er samt ennþá að díla við afleiðingar veikinda minna. Líkaminn minnir mig stöðugt á að ég hafi verið með túbu niður í lungu og er ég stöðugt að kyngja eða fyllast hræðslu um að ná ekki andanum. Ég er búinn að vera að díla við ofsakvíða og streitu vegna ofsjóna og martraða sem ég upplifði á spítalanum. Sem betur fer hefur það farið minnkandi en þegar verst var þá var ég með stöðugan skjálfta í maganum, verki í brjóstunum, verki sem eru ennþá en fara sem betur fer minnkandi, ég er með doða í höndunum. Ég upplifi oft í viku að ég missi skin á raunveruleikanum og missi fókus á hlutum framan fyrir mig. Ég upplifi oft á viku að ég hugsa hvort ég hafi dáið og ég sé staddur í öðrum heimi. Ég upplifi oft þegar allir í kringum mig eru með grímur að ég haldi að ég sé dáinn. Ég byrjaði hjá sálfræðingi í dag og hjá sjúkraþjálfara á föstudaginn. Sálrænum eftirköstum fer fækkandi með hverjum deginum en þetta hefur ekki verið auðvelt. En þetta verður auðvelt. Ég mun fljótlega hætta að láta þessi veikindi skilgreina mig og ná völdum á hausnum í mér aftur. Ég er að skrifa þetta sem einstaklingur sem telur sig hafa sloppið nokkuð vel með eftirköst miðað við það sem ég hef lesið eftir aðra. Með þessum pósti vil ég hvetja alla til að fara varlega. Þegar einhver talar um að þetta sé bara flensa sem þú hristir af þér þá er það bara einn af þremur möguleikum sem geta hennt þig og það er engin leið til að vita hvaða möguleikum þú verður fyrir. Þegar einhver segir að við eigum að leyfa unga fólkinu að verða veikt og ná hjarðofnæmi og þú ákveður að hætta við að fara varlega þá máttu hugsa um að þú gætir lennt í því að fá eftirköst sem gætu skert lífsgæði þín næstu 6-12 mánuði, jafnvel til frambúðar. Við vitum ekki ennþá langtíma áhrif veirunnar. Þegar einhver segir að það skerði frelsið þitt að þurfa að vera heima og sleppa nokkrum djömmum þá er það ekki rétt. Frelisskerðing er það sem forfeður okkar lifðu við, að hvern einasta dag voru þeir að berjast fyrir lífi sínu og þegar þeir komu heim til sín þá höfðu þeir enga afþreyingu og ekki einu sinni ljós í vistverum sínum. Förum varlega og hlustum á sóttvarnalækni, léttum undir með heilbrigðisstarfsfólkinu og sleppum því að taka óþarfa áhættu með líkama okkar sem kemur bara einnota. Kveðja, cóvitinn.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun