Grunnskólahald á tímum Covid Eðvarð Hilmarsson skrifar 4. október 2020 12:31 Þetta var upprunalega birt í lokuðum hópi á facebook: „Grunnskólakennarar um allt land” en þökk sé mikilli samstöðu um málið meðal kennara þar hef ég ákveðið að birta þetta opinberlega þannig að þeir sem vilja geti lesið og að þetta verði partur af umræðunni um skólahald hér á tímum heimsfaralds. Ég er bæði Kanadískur og Íslenskur ríkisborgari og það hefur verið athyglisvert að ræða við kollega í Ontario um hvernig málum er háttað á ólíkum stöðum nú á tímum heimsfaralds. Skólar í Ontario fylgja ráðleggingum Alþjóða Heilbrigðisstofnunar í flest öllu og ólíkt hér eru upplýsingar um áhættu hópa uppfærðir og skilgreindir vel. Einnig er upplýsingaflæði um viðbrögð og skilgreiningar til fyrirmyndar. T.d. þurfa starfsmenn og nemendur að fara í daglegt sjálfsmat á netinu til að vita hvort að þeir megi mæta með einkenni sem þeir hafa. Áhuga samir geta séð þetta hér. Þökk sé þessu þá eru hvorki foreldrar, kennarar eða stjórnendur í vafa. Þetta er gert samkvæmt stöðlum sem að Alþjóða Heilbrigðisstofnun hefur gert og má sjá hér. Það er grímuskylda á starfsmenn þar sem það er talið nokkuð augljóst að þetta er öndunarfæra sjúkdómur sem dreifist vel í lokuðum rýmum (eins og kom fram þegar Þórólfur sagði “Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant”. Einnig er grímuskylda fyrir þá aldurshópa sem skýrar rannsóknir liggja ekki fyrir um minni áhættu. Hægt er að sjá heildarmyndina af þessu hér. UNICEF og Alþjóða Heilbrigðistofnum mæla með grímunotkun fyrir alla sem eru 12 ára og eldri. Umræða um hvar smit gerast er mjög opin hjá þeim og hægt er að vita hvað margir hafa veikst í hverjum skóla hér. Greinilegt er að smit eru að koma upp í tengslum við skólana en öfugt við þróun hér þá eru smit að greinast hjá nemendum oftar en kennurum og útbreiðslan er nánast enginn eftir að smit koma upp. Hér höfum við ekki eins góðar upplýsingar en við vitum að hlutfall smita hefur verið talsvert hærra í einhverjum tilfellum eins og t.d. Tjarnarskóla. Hérlendis er einnig nánast ekkert vitað um hlutfall covid smita hjá kennurum samanborið við aðrar starfsstéttir. Til þess að styðja við skólana á þessum erfiðu tímum þá hefur Ontario fylki einnig fjölgað heilbrigðstarfsmönnum sem sinna skólum með viðbót 625 hjúkrunarfræðinga. Fjölgað kennurum og skólaliðum, aukið fræðslu og þjálfun fyrir starfsmenn ásamt því að beina fjármagni til sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn og nemendur sem þurfa á því að halda. Þetta er einungis hluti af stórum aðgerðarpakka sem farið var í. Þeir kollegar sem ég tala við kalla Íslensku leiðinna ítrekað „Trump” leiðina þegar ég lýsi því að við séum grímulaus með ótakmarkaðan umgang við nemendur. Þeim finnst það sérstaklega skrýtið og svona bjartsýni stefna með líf og heilsu kennara finnist utan BNA (þar sem faraldurinn hefur farið illa með suma skóla) og benda á að þeirra aðferðir fylgja einfaldlega þeim vísindum sem þeirra læknar og alþjóða heilbrigðisstofnun byggja á. Forsætisráðherra Íslands hefur ítrekað sagt að skólahald sé í forgangi og það að halda óbreyttu skólastarfi sé með því mikilvægasta sem að þessi ríkistjórn hefur gert. Þrátt fyrir þennan mikla forgang er enginn umræða um aðstæður kennara stéttarinnar eða umræða um að koma til móts við okkur á nokkurn hátt. Þess má líka geta að kennarar í Ontario eru með meðallaun upp á 754.000kr á mánuði (og búa í betra skatt og verð umhverfi) og eru nú í samingaviðræðum ólíkt okkur sem eru ekki í viðræðum og erum samningslaus. Nemendur njóta þess einnig að vera með þeim sem koma lang best út úr könnunum PISA. Finnst fólki núverandi ástand hérlendis ásættanlegt eða ætti að gera meiri kröfur um öryggi okkar, líkamlega, andlega og fjárhagslega? Höfundur er grunnskólakennari, stjórnmálafræðingur og verkefnastjóri Snillismiðju Hólabrekkuskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þetta var upprunalega birt í lokuðum hópi á facebook: „Grunnskólakennarar um allt land” en þökk sé mikilli samstöðu um málið meðal kennara þar hef ég ákveðið að birta þetta opinberlega þannig að þeir sem vilja geti lesið og að þetta verði partur af umræðunni um skólahald hér á tímum heimsfaralds. Ég er bæði Kanadískur og Íslenskur ríkisborgari og það hefur verið athyglisvert að ræða við kollega í Ontario um hvernig málum er háttað á ólíkum stöðum nú á tímum heimsfaralds. Skólar í Ontario fylgja ráðleggingum Alþjóða Heilbrigðisstofnunar í flest öllu og ólíkt hér eru upplýsingar um áhættu hópa uppfærðir og skilgreindir vel. Einnig er upplýsingaflæði um viðbrögð og skilgreiningar til fyrirmyndar. T.d. þurfa starfsmenn og nemendur að fara í daglegt sjálfsmat á netinu til að vita hvort að þeir megi mæta með einkenni sem þeir hafa. Áhuga samir geta séð þetta hér. Þökk sé þessu þá eru hvorki foreldrar, kennarar eða stjórnendur í vafa. Þetta er gert samkvæmt stöðlum sem að Alþjóða Heilbrigðisstofnun hefur gert og má sjá hér. Það er grímuskylda á starfsmenn þar sem það er talið nokkuð augljóst að þetta er öndunarfæra sjúkdómur sem dreifist vel í lokuðum rýmum (eins og kom fram þegar Þórólfur sagði “Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant”. Einnig er grímuskylda fyrir þá aldurshópa sem skýrar rannsóknir liggja ekki fyrir um minni áhættu. Hægt er að sjá heildarmyndina af þessu hér. UNICEF og Alþjóða Heilbrigðistofnum mæla með grímunotkun fyrir alla sem eru 12 ára og eldri. Umræða um hvar smit gerast er mjög opin hjá þeim og hægt er að vita hvað margir hafa veikst í hverjum skóla hér. Greinilegt er að smit eru að koma upp í tengslum við skólana en öfugt við þróun hér þá eru smit að greinast hjá nemendum oftar en kennurum og útbreiðslan er nánast enginn eftir að smit koma upp. Hér höfum við ekki eins góðar upplýsingar en við vitum að hlutfall smita hefur verið talsvert hærra í einhverjum tilfellum eins og t.d. Tjarnarskóla. Hérlendis er einnig nánast ekkert vitað um hlutfall covid smita hjá kennurum samanborið við aðrar starfsstéttir. Til þess að styðja við skólana á þessum erfiðu tímum þá hefur Ontario fylki einnig fjölgað heilbrigðstarfsmönnum sem sinna skólum með viðbót 625 hjúkrunarfræðinga. Fjölgað kennurum og skólaliðum, aukið fræðslu og þjálfun fyrir starfsmenn ásamt því að beina fjármagni til sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn og nemendur sem þurfa á því að halda. Þetta er einungis hluti af stórum aðgerðarpakka sem farið var í. Þeir kollegar sem ég tala við kalla Íslensku leiðinna ítrekað „Trump” leiðina þegar ég lýsi því að við séum grímulaus með ótakmarkaðan umgang við nemendur. Þeim finnst það sérstaklega skrýtið og svona bjartsýni stefna með líf og heilsu kennara finnist utan BNA (þar sem faraldurinn hefur farið illa með suma skóla) og benda á að þeirra aðferðir fylgja einfaldlega þeim vísindum sem þeirra læknar og alþjóða heilbrigðisstofnun byggja á. Forsætisráðherra Íslands hefur ítrekað sagt að skólahald sé í forgangi og það að halda óbreyttu skólastarfi sé með því mikilvægasta sem að þessi ríkistjórn hefur gert. Þrátt fyrir þennan mikla forgang er enginn umræða um aðstæður kennara stéttarinnar eða umræða um að koma til móts við okkur á nokkurn hátt. Þess má líka geta að kennarar í Ontario eru með meðallaun upp á 754.000kr á mánuði (og búa í betra skatt og verð umhverfi) og eru nú í samingaviðræðum ólíkt okkur sem eru ekki í viðræðum og erum samningslaus. Nemendur njóta þess einnig að vera með þeim sem koma lang best út úr könnunum PISA. Finnst fólki núverandi ástand hérlendis ásættanlegt eða ætti að gera meiri kröfur um öryggi okkar, líkamlega, andlega og fjárhagslega? Höfundur er grunnskólakennari, stjórnmálafræðingur og verkefnastjóri Snillismiðju Hólabrekkuskóla.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar