Fiskisaga Sara Oskarsson skrifar 2. október 2020 15:42 Íslenska orðið fiskisaga samanber orðatiltækið „Fljótt flýgur fiskisagan“ merkir það að sagt er frá fiskigöngu, þar sem fisk sé að finna. Við höfum flest tilhneygingu til þess að skilgreina útflutningsvörur sem einhverja haldbæra efnislega hluti sem þurfi að ferja á milli landa og heimsálfa með frakt. En svo þarf ekki að vera. Við eigum í dag samgöngumáta sem heitir internetið og um hann er hægt að sækja og senda fjölmargar vörur. Flest gerum við það nú þegar á daglegum basís. Internetið er dreifikerfi þar sem hægt er að gera langflest sem tengist útflutningi: skapa vörur, kynna vörur, taka á móti pöntunum sem og senda vörur heim að dyrum án þess að hlutað sé með físíska muni. Internetið er eins og sjórinn sem umlykur landið; sneysafullt af fjölmörgum dýrmætum og ólíkum auðlindum og afurðum. Eina verðmætastu auðlind okkar þjóðar er að finna í mannauðnum og hugvitinu sem býr í fólkinu sem hér er. Þar er að finna ótæmandi brunn hugvits, sköpunarkrafta, hæfileika, menntunar og elju sem hægt er að bæta út í hafsjó internetsins og njóta ríkrar uppskeru í kjölfarið. Auðlind sem er okkar allra og enginn hefur söðlað um sig í, eignað sér og sínum eða misbeitt valdi sínu yfir á kostnað þjóðarinnar. Þar er auðlind sem að öngvir kvótakóngar eða óðalsbændur geta snert. Í aldaraðir höfum skilgreint okkur sem bókmenntaþjóð, en þegar að rýnt er í hugtakið má sjá að sú einstaka arfleifð sem um ræðir liggur auðvitað aðallega í sögunum sjálfum sem í bókunum búa, frekar en í efnisleika bókanna. Þessi dýrmæta arfleifð sem prýðir bæði fortíð og nútíð Íslands eru verðmæti sem eru okkur ómetanleg. Ein af forsendum kvikmynda- og þáttagerðar er aðkoma einhvers konar frásagnar. Hvort heldur er út frá bók eða handriti. Kvikmyndagerð (sem ég mun héreftir í greininni nota sem regnhlífaheiti yfir kvikmynda-, þátta-, auglýsinga-, og myndbandagerð) er í eðli sínu nýsköpunar og rannsóknarvinna. Það er nánast ekkert fag undanskilið hvað varðar annað hvort beina eða óbeinaþátttöku í sköpunarferli kvikmyndagerðar. Ein af örfáu jákvæðu fréttunum sem borist hafa síðustu vikur voru þær að þáttaserían Ráðherrann sem kom út á RÚV fyrir stuttu var tilnefnd til Venice TV Award sem veitt voru í Feneyjum fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni á árinu. Eins er beðið í ofvæni eftir þáttunum Katla sem teknir voru upp hérlendis í sumar og þar á meðan að covid var í gangi. Eftirspurnin í heimum öllum eftir nýju og frumsömdu leiknu efni sem og heimildarefni hefur líka sjaldan verið meiri en nú. Nú er lag að við áttum okkur á því að við kunnum að semja sögur, við kunnum að segja sögur í ritmáli sem og í myndmáli og getum auðveldlega komið þeim á framfæri í gegnum internetið/streymisveitur. Við eigum þarna útflutningsvöru sem hefur alla burði til þess að velta mörgum milljörðum inn í hagkerfið og skapa óteljandi störf, bæði launþegastörf sem og verktakastörf. Útflutningsvöru sem er spennandi að skapa og styður um leið kröftuglega við lista-, menninga- og tæknigeira Íslands. Á liðnu Iðnþingi samtaka iðnaðarins sem haldið var í síðasta mánuði sagði atvinnunýsköpunarráðherra Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir að hún hugðist ekki ætla að verða við áskorun íslenskra kvikmyndaframleiðenda um að hækka tímabundið endurgreiðslur til kvimyndagerðar úr 25 prósentum í 35 prósent vegna COVID-19. Hún fullyrti að hækkunin væri óþarfi vegna þess að Ísland væri eins og staðan er í dag samkeppnishæft hvað málaflokkinn varðar. Það er rangt. Það kallast ekki samkeppnishæfni að landa einungis brotabroti af erlendum heildarverkefnum eins og raunin er í dag að mestu leyti. Og missa bróðurpartinn til landa eins og Írlands sem bjóða upp á mun hagstæðara starfsumhverfi með endurgreiðslukerfi upp á um 37%. Undir liðnum stefnuræða forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi talaði efnahags- og fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson um mikilvægi þess að auka hagvöxtinn sem mest og skapa sem flest störf á sem skemmstum tíma. Að einni kvikmynd í venjulegri lengd koma að jafnaði í kringum 500 til 3000 manns að borðinu. (Og þá er einungis um að ræða þá sem hafa beina aðkomu að gerð kvikmyndarinnar. Ofan á þetta bættast svo afleidd störf). Heildarkostnaður við erlendar kvikmyndir getur svo oltið á fjölmörgum milljörðum. „Við erum að lækka skatta og tryggja skattalegar ívilnanir. Til þess að örva fjárfestingu á þeim tíma sem að hana skortir sárlega. Þetta gerum við allt best með beinum stuðningi og með því að láta ríkissjóð bera auknar byrgðar,“ Sagði Bjarni í beinni útsendingu frá Alþingi í gærkvöldi. Endurgreiðslukerfið er áhættulítið fyrirkomulag. Fjármagnsstreymið kemur inn í landið og fjármunirnir liggja inni í hagkerfinu í hátt í ár áður en til endurgreiðslna kemur, sumar upphæðir eru jafnvel aldrei sóttar vegna vanefnda samninga eða annarra vansa. Endurgreiðslur eru háðar því að ströngum samningsskilyrðum sem fylgt eftir. Í ræðu sinni í gær sagði Bjarni einnig: „Töpum ekki verðmætum að óþörfu.“ Það er því óskiljanlegt með öllu hvernig þetta glimrandi og borðleggjandi tækifæri til fjárfestingahvata í atvinnulífinu virðist hafa farið algjörlega fyrir ofan garð og neðan hjá fjármála- og nýsköpunarráðherrunum tveimur í Valhöll. Það er til marks um stefnuleysi stjórnvalda, vanþekkingu þeirra sem og tilfinnanlegum skorti og skilningi á þeim endalausu möguleikum sem að kvikmyndagerð býr yfir að raunin sé þessi. Það er ekki nóg að stjórnvöld snúist eins og vindhanar í appelsínugulri viðvörun og hrópi: atvinna, atvinna, atvinna! og voni svo bara það besta. Menn þurfa að standa upp úr flauélsbólstruðu ráðherrastólunum sínum og gera eitthvað markvisst og afgerandi í þessum málum og það strax. Stjórnvöld, markið stefnu, sýnið kraft, hafið hugrekki til þess að rísa upp úr meðalmennskunni og gera Ísland að dýnamískri miðstöð innlendrar- og alþjóðlegrar kvikmyndagerðar. Þá mun bera vel í veiði. Sara Oskarsson Varaþingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárlagafrumvarp 2021 Alþingi Sara Oskarsson Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Íslenska orðið fiskisaga samanber orðatiltækið „Fljótt flýgur fiskisagan“ merkir það að sagt er frá fiskigöngu, þar sem fisk sé að finna. Við höfum flest tilhneygingu til þess að skilgreina útflutningsvörur sem einhverja haldbæra efnislega hluti sem þurfi að ferja á milli landa og heimsálfa með frakt. En svo þarf ekki að vera. Við eigum í dag samgöngumáta sem heitir internetið og um hann er hægt að sækja og senda fjölmargar vörur. Flest gerum við það nú þegar á daglegum basís. Internetið er dreifikerfi þar sem hægt er að gera langflest sem tengist útflutningi: skapa vörur, kynna vörur, taka á móti pöntunum sem og senda vörur heim að dyrum án þess að hlutað sé með físíska muni. Internetið er eins og sjórinn sem umlykur landið; sneysafullt af fjölmörgum dýrmætum og ólíkum auðlindum og afurðum. Eina verðmætastu auðlind okkar þjóðar er að finna í mannauðnum og hugvitinu sem býr í fólkinu sem hér er. Þar er að finna ótæmandi brunn hugvits, sköpunarkrafta, hæfileika, menntunar og elju sem hægt er að bæta út í hafsjó internetsins og njóta ríkrar uppskeru í kjölfarið. Auðlind sem er okkar allra og enginn hefur söðlað um sig í, eignað sér og sínum eða misbeitt valdi sínu yfir á kostnað þjóðarinnar. Þar er auðlind sem að öngvir kvótakóngar eða óðalsbændur geta snert. Í aldaraðir höfum skilgreint okkur sem bókmenntaþjóð, en þegar að rýnt er í hugtakið má sjá að sú einstaka arfleifð sem um ræðir liggur auðvitað aðallega í sögunum sjálfum sem í bókunum búa, frekar en í efnisleika bókanna. Þessi dýrmæta arfleifð sem prýðir bæði fortíð og nútíð Íslands eru verðmæti sem eru okkur ómetanleg. Ein af forsendum kvikmynda- og þáttagerðar er aðkoma einhvers konar frásagnar. Hvort heldur er út frá bók eða handriti. Kvikmyndagerð (sem ég mun héreftir í greininni nota sem regnhlífaheiti yfir kvikmynda-, þátta-, auglýsinga-, og myndbandagerð) er í eðli sínu nýsköpunar og rannsóknarvinna. Það er nánast ekkert fag undanskilið hvað varðar annað hvort beina eða óbeinaþátttöku í sköpunarferli kvikmyndagerðar. Ein af örfáu jákvæðu fréttunum sem borist hafa síðustu vikur voru þær að þáttaserían Ráðherrann sem kom út á RÚV fyrir stuttu var tilnefnd til Venice TV Award sem veitt voru í Feneyjum fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni á árinu. Eins er beðið í ofvæni eftir þáttunum Katla sem teknir voru upp hérlendis í sumar og þar á meðan að covid var í gangi. Eftirspurnin í heimum öllum eftir nýju og frumsömdu leiknu efni sem og heimildarefni hefur líka sjaldan verið meiri en nú. Nú er lag að við áttum okkur á því að við kunnum að semja sögur, við kunnum að segja sögur í ritmáli sem og í myndmáli og getum auðveldlega komið þeim á framfæri í gegnum internetið/streymisveitur. Við eigum þarna útflutningsvöru sem hefur alla burði til þess að velta mörgum milljörðum inn í hagkerfið og skapa óteljandi störf, bæði launþegastörf sem og verktakastörf. Útflutningsvöru sem er spennandi að skapa og styður um leið kröftuglega við lista-, menninga- og tæknigeira Íslands. Á liðnu Iðnþingi samtaka iðnaðarins sem haldið var í síðasta mánuði sagði atvinnunýsköpunarráðherra Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir að hún hugðist ekki ætla að verða við áskorun íslenskra kvikmyndaframleiðenda um að hækka tímabundið endurgreiðslur til kvimyndagerðar úr 25 prósentum í 35 prósent vegna COVID-19. Hún fullyrti að hækkunin væri óþarfi vegna þess að Ísland væri eins og staðan er í dag samkeppnishæft hvað málaflokkinn varðar. Það er rangt. Það kallast ekki samkeppnishæfni að landa einungis brotabroti af erlendum heildarverkefnum eins og raunin er í dag að mestu leyti. Og missa bróðurpartinn til landa eins og Írlands sem bjóða upp á mun hagstæðara starfsumhverfi með endurgreiðslukerfi upp á um 37%. Undir liðnum stefnuræða forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi talaði efnahags- og fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson um mikilvægi þess að auka hagvöxtinn sem mest og skapa sem flest störf á sem skemmstum tíma. Að einni kvikmynd í venjulegri lengd koma að jafnaði í kringum 500 til 3000 manns að borðinu. (Og þá er einungis um að ræða þá sem hafa beina aðkomu að gerð kvikmyndarinnar. Ofan á þetta bættast svo afleidd störf). Heildarkostnaður við erlendar kvikmyndir getur svo oltið á fjölmörgum milljörðum. „Við erum að lækka skatta og tryggja skattalegar ívilnanir. Til þess að örva fjárfestingu á þeim tíma sem að hana skortir sárlega. Þetta gerum við allt best með beinum stuðningi og með því að láta ríkissjóð bera auknar byrgðar,“ Sagði Bjarni í beinni útsendingu frá Alþingi í gærkvöldi. Endurgreiðslukerfið er áhættulítið fyrirkomulag. Fjármagnsstreymið kemur inn í landið og fjármunirnir liggja inni í hagkerfinu í hátt í ár áður en til endurgreiðslna kemur, sumar upphæðir eru jafnvel aldrei sóttar vegna vanefnda samninga eða annarra vansa. Endurgreiðslur eru háðar því að ströngum samningsskilyrðum sem fylgt eftir. Í ræðu sinni í gær sagði Bjarni einnig: „Töpum ekki verðmætum að óþörfu.“ Það er því óskiljanlegt með öllu hvernig þetta glimrandi og borðleggjandi tækifæri til fjárfestingahvata í atvinnulífinu virðist hafa farið algjörlega fyrir ofan garð og neðan hjá fjármála- og nýsköpunarráðherrunum tveimur í Valhöll. Það er til marks um stefnuleysi stjórnvalda, vanþekkingu þeirra sem og tilfinnanlegum skorti og skilningi á þeim endalausu möguleikum sem að kvikmyndagerð býr yfir að raunin sé þessi. Það er ekki nóg að stjórnvöld snúist eins og vindhanar í appelsínugulri viðvörun og hrópi: atvinna, atvinna, atvinna! og voni svo bara það besta. Menn þurfa að standa upp úr flauélsbólstruðu ráðherrastólunum sínum og gera eitthvað markvisst og afgerandi í þessum málum og það strax. Stjórnvöld, markið stefnu, sýnið kraft, hafið hugrekki til þess að rísa upp úr meðalmennskunni og gera Ísland að dýnamískri miðstöð innlendrar- og alþjóðlegrar kvikmyndagerðar. Þá mun bera vel í veiði. Sara Oskarsson Varaþingmaður Pírata
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun