Stjórnarskrá á undarlegum tímum Viðar Hreinsson skrifar 2. október 2020 10:30 Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. Um leið hefur lýðræðið staðnað í kapphlaupi lukkuriddaranna, hagsmunapotara og jafnvel velmeinandi hugsjónafólks sem á það til að leiðast afvega. Þegar beitt er valdi í þágu hagnaðar, sérhagsmuna og valdakerfa eru lagabókstafir túlkaðir jafnbókstaflega og hjá sótsvörtustu bókstafstrúarsöfnuðum enda auðvelt að kaupa til þess slynga lögfræðinga og tungulipra almannatengla. Lýðræði er annað og meira en atkvæðavægi á fjögurra ára fresti. Það ætti kannski fyrst og fremst að vera viðleitni til að nálgast almannavilja, verja fólk gegn misbeitingu valds og finna leiðir til samkomulags um hvernig ná megi þeim markmiðum. Lýðræði þarf að þróast og breytast með samfélaginu til almannaheilla með því að efla og virkja breiðari hópa samfélagsins. Ljósglætur eru víða. Drjúgur hluti verkalýðshreyfingarinnar er farinn að brýna klærnar með öflugri og oft ögrandi baráttu sem byggir á víðtækari þátttöku, ekki síst hópa sem varla hafa átt raddir fyrr svo alvöruþrungin ramakvein valdastéttanna og þjóna hennar kveða nú við. Greta Thunberg er eitt magnaðasta kraftaverk okkar tíma, litla mjóslegna stelpan sem berst gegn loftslagsvánni af þvílíku afli að hriktir í valdastoðum. Metoo hreyfingin og öflug bylgja gegn kynþáttamisrétti hafa sín áhrif. Sjálfsprottin almannasamtök af ýmsu tagi eru mikilvægari en nokkru sinni, til verndar náttúru og stuðnings við mannúð og mannréttindi. Og fyrir áratug var blásið til þjóðfundar, 6.nóvember árið 2010, þar sem stórt úrtak almennings, 950 manns, tók þátt og mótaði í sameiningu mikilvægustu gildi samfélagsins sem reyndust allt önnur en þau sem valdakerfin hafa haldið á lofti. Á þeim grunni var blásið til stjórnlagaþings þar sem kjörnir fulltrúar úr hópi almennings smíðuðu tillögu sem afhent var forseta Alþingis 27. júlí árið 2011 og landsmenn samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október árið 2012 að skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Þessi leið vakti athygli víða um heim. Þá risu upp undirgefnir þjónar valdsins, vopnaðir lagabókstöfum og með hjálp bókstafstúlkunar á lögum frekar en umhyggju fyrir almannaheillum tókst að stöðva þessa fæðigu nýrrar og framsækinnar stjórnarskrár. Síðan hafa sömu valdakerfi flækst fyrir nýrri stjórnarskrá á Alþingi með aðstoð nytsamra sakleysingja og nú er verið að sulla saman einhverri útvötnun sem landsfeður mæra með jólalegum svip. Það gengur ekki. Útvötnunin ber keim af sérkennilegu sjálfsofmati sem virðist ríkja hjá mörgum stjórnmálamönnum og sprettur af skilyrtri vanahugsun, að allt sem fari í gegnum þeirra hendur og huga sé upphaf og endir alls, að allt þurfi að vega og meta á mælikvarða flokka og flokkafylgis, málamiðlana og valdatafls þar sem hagsmunagæslan leynist á bakvið. Landsmenn eiga samþykkt drög að stjórnarskrá sem verður að ljúka við. Hún mun ekki sjálfkrafa breyta samfélaginu en þó er oft bent á ýmsa óhæfu sem hún hefði getað komið í veg fyrir. En ný stjórnarskrá er lykilatriði í þróun lýðræðis þar sem æ fleiri fá rödd, þar sem lifna á blaði hugmyndir sem hversdagsfólk hefur mótað um fagurt mannlíf og samband við náttúru. Hún er, ásamt endurlífgaðri verkalýðsbaráttu, vaxandi umhverfishreyfingu og fjölbreyttum grasrótarsamtökum, öflugt og óhemju mikilvægt viðnám við þeirri óheillaþróun popúlisma, valdníðslu, veldis stórkapítals og mistæks ríkisvalds sem drepið var á í upphafi. Hún byrjar fallega í anda þeirrar fjölbreytni sem er lykill að farsælli samfélagsþróun og sambúð við náttúruna: „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.“ Í 2. kafla um mannréttindi og náttúru er lögð áhersla á rækt við mannlega reisn og umgengni við þá náttúru sem við erum hluti af en höfum brugðist – „Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna.” (8. gr.), „Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda.” (33. gr.) Ljúka verður því verki sem hafið var með þjóðfundinum og koma í veg fyrir þá útvötnun sem nú er í gangi. Það er lífsspursmál að Alþingi virði úrslit lýðræðislegra kosninga. Fyrir því þarf að berjast og fólk getur stutt við þá baráttu með því að setja nafn sitt hér. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. Um leið hefur lýðræðið staðnað í kapphlaupi lukkuriddaranna, hagsmunapotara og jafnvel velmeinandi hugsjónafólks sem á það til að leiðast afvega. Þegar beitt er valdi í þágu hagnaðar, sérhagsmuna og valdakerfa eru lagabókstafir túlkaðir jafnbókstaflega og hjá sótsvörtustu bókstafstrúarsöfnuðum enda auðvelt að kaupa til þess slynga lögfræðinga og tungulipra almannatengla. Lýðræði er annað og meira en atkvæðavægi á fjögurra ára fresti. Það ætti kannski fyrst og fremst að vera viðleitni til að nálgast almannavilja, verja fólk gegn misbeitingu valds og finna leiðir til samkomulags um hvernig ná megi þeim markmiðum. Lýðræði þarf að þróast og breytast með samfélaginu til almannaheilla með því að efla og virkja breiðari hópa samfélagsins. Ljósglætur eru víða. Drjúgur hluti verkalýðshreyfingarinnar er farinn að brýna klærnar með öflugri og oft ögrandi baráttu sem byggir á víðtækari þátttöku, ekki síst hópa sem varla hafa átt raddir fyrr svo alvöruþrungin ramakvein valdastéttanna og þjóna hennar kveða nú við. Greta Thunberg er eitt magnaðasta kraftaverk okkar tíma, litla mjóslegna stelpan sem berst gegn loftslagsvánni af þvílíku afli að hriktir í valdastoðum. Metoo hreyfingin og öflug bylgja gegn kynþáttamisrétti hafa sín áhrif. Sjálfsprottin almannasamtök af ýmsu tagi eru mikilvægari en nokkru sinni, til verndar náttúru og stuðnings við mannúð og mannréttindi. Og fyrir áratug var blásið til þjóðfundar, 6.nóvember árið 2010, þar sem stórt úrtak almennings, 950 manns, tók þátt og mótaði í sameiningu mikilvægustu gildi samfélagsins sem reyndust allt önnur en þau sem valdakerfin hafa haldið á lofti. Á þeim grunni var blásið til stjórnlagaþings þar sem kjörnir fulltrúar úr hópi almennings smíðuðu tillögu sem afhent var forseta Alþingis 27. júlí árið 2011 og landsmenn samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október árið 2012 að skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Þessi leið vakti athygli víða um heim. Þá risu upp undirgefnir þjónar valdsins, vopnaðir lagabókstöfum og með hjálp bókstafstúlkunar á lögum frekar en umhyggju fyrir almannaheillum tókst að stöðva þessa fæðigu nýrrar og framsækinnar stjórnarskrár. Síðan hafa sömu valdakerfi flækst fyrir nýrri stjórnarskrá á Alþingi með aðstoð nytsamra sakleysingja og nú er verið að sulla saman einhverri útvötnun sem landsfeður mæra með jólalegum svip. Það gengur ekki. Útvötnunin ber keim af sérkennilegu sjálfsofmati sem virðist ríkja hjá mörgum stjórnmálamönnum og sprettur af skilyrtri vanahugsun, að allt sem fari í gegnum þeirra hendur og huga sé upphaf og endir alls, að allt þurfi að vega og meta á mælikvarða flokka og flokkafylgis, málamiðlana og valdatafls þar sem hagsmunagæslan leynist á bakvið. Landsmenn eiga samþykkt drög að stjórnarskrá sem verður að ljúka við. Hún mun ekki sjálfkrafa breyta samfélaginu en þó er oft bent á ýmsa óhæfu sem hún hefði getað komið í veg fyrir. En ný stjórnarskrá er lykilatriði í þróun lýðræðis þar sem æ fleiri fá rödd, þar sem lifna á blaði hugmyndir sem hversdagsfólk hefur mótað um fagurt mannlíf og samband við náttúru. Hún er, ásamt endurlífgaðri verkalýðsbaráttu, vaxandi umhverfishreyfingu og fjölbreyttum grasrótarsamtökum, öflugt og óhemju mikilvægt viðnám við þeirri óheillaþróun popúlisma, valdníðslu, veldis stórkapítals og mistæks ríkisvalds sem drepið var á í upphafi. Hún byrjar fallega í anda þeirrar fjölbreytni sem er lykill að farsælli samfélagsþróun og sambúð við náttúruna: „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.“ Í 2. kafla um mannréttindi og náttúru er lögð áhersla á rækt við mannlega reisn og umgengni við þá náttúru sem við erum hluti af en höfum brugðist – „Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna.” (8. gr.), „Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda.” (33. gr.) Ljúka verður því verki sem hafið var með þjóðfundinum og koma í veg fyrir þá útvötnun sem nú er í gangi. Það er lífsspursmál að Alþingi virði úrslit lýðræðislegra kosninga. Fyrir því þarf að berjast og fólk getur stutt við þá baráttu með því að setja nafn sitt hér. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar