Loftslagsmálin og sveitarfélagið mitt Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 2. október 2020 07:30 Við stöndum frammi fyrir því yfirgripsmikla verkefni að standa vörð um umhverfið okkar og hvert sem litið er eru verkefnin ærin. Nú hafa verið sett lög sem kveða á um að öll sveitarfélög skuli setja sér loftslagsstefnu með skilgreindum markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun og aðgerðum til að ná þeim markmiðum. Enn er Reykjavík eina sveitarfélagið sem það hefur gert. Frá sóknaráætlun til samráðsvettvangsins og heim í hérað Í sóknaráætlun sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru loftslagsmál eitt af forgangsverkefnum næstu ára, þar sem fyrsta skref verður að koma á stöðluðum mælingum á kolefnisspor sveitarfélaganna. Slíkar mælingar eru forsenda þess að hægt sé að setja fram áætlunanir til að draga úr kolefnisspori. Blásið hefur verið til samráðs og skapaður sérstakur vettvangur fyrir sveitarfélögin um land allt. Samráðsvettvangar hafa vissulega mikilvægu hlutverki að gegna til þess að miðla og deila reynslu og upplýsingum þannig að allir njóti góðs af. En ég spyr hvar er að finna áherslur sveitarfélaganna í Kraganum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með völd, í loftslagsmálum. Hvar eru þau sem hafa vopnin í höndum sér til þess að setja málið á dagskrá og hefjast handa? Hvar fer samtalið fram? Hvenær ætla Sjálfstæðismenn hér í Kraganum að stíga fram til að leiða þá umræðu og vinnu sem þarf til að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu setji sér loftslagsstefnu, líkt og Reykjavík hefur gert? Því miður fer ekki mikið fyrir þeirri umræðu enn sem komið er. Í Garðabæ hefur hvergi verið stofnað til samtalsins eða vettvangnum fundinn staður þannig að kjörnir fulltrúar deili sýn og sameinist um leið. Loftslagsmál eru þannig mál að það skiptir máli að um þau skapist þverpólitísk samstaða. Það er samfélaginu öllu til heilla. Ekki er gott að segjahvers vegna Sjálfstæðismenn tala sig ekki hása í þessum málaflokki. Því má velta fyrir sér hvort um einhvers konar kerfislegt áhugaleysi sé um að ræða eða hvort samruni stjórnsýslu og pólitísks valds í þessum sveitarfélögum leiði umræðuna til stjórnsýslunnar í stað þess að hið pólitíska samtal eigi sér stað. Það lyktar einhvern veginn þannig. Mín ósk er sú að pólitískir valdhafar lofti út og bjóði upp á alvöru samtal. Að þau sem valdið hafa byggi umræðuna á lýðræðislegri vinnu þar sem aðkoma allra er sett ofar flokkadráttum eða kerfislægri villu sem felur embættismönnum ekki bara alla vinnuna heldur líka hina pólitísku stefnumótun. Það er skrýtin pólitík. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir því yfirgripsmikla verkefni að standa vörð um umhverfið okkar og hvert sem litið er eru verkefnin ærin. Nú hafa verið sett lög sem kveða á um að öll sveitarfélög skuli setja sér loftslagsstefnu með skilgreindum markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun og aðgerðum til að ná þeim markmiðum. Enn er Reykjavík eina sveitarfélagið sem það hefur gert. Frá sóknaráætlun til samráðsvettvangsins og heim í hérað Í sóknaráætlun sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru loftslagsmál eitt af forgangsverkefnum næstu ára, þar sem fyrsta skref verður að koma á stöðluðum mælingum á kolefnisspor sveitarfélaganna. Slíkar mælingar eru forsenda þess að hægt sé að setja fram áætlunanir til að draga úr kolefnisspori. Blásið hefur verið til samráðs og skapaður sérstakur vettvangur fyrir sveitarfélögin um land allt. Samráðsvettvangar hafa vissulega mikilvægu hlutverki að gegna til þess að miðla og deila reynslu og upplýsingum þannig að allir njóti góðs af. En ég spyr hvar er að finna áherslur sveitarfélaganna í Kraganum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með völd, í loftslagsmálum. Hvar eru þau sem hafa vopnin í höndum sér til þess að setja málið á dagskrá og hefjast handa? Hvar fer samtalið fram? Hvenær ætla Sjálfstæðismenn hér í Kraganum að stíga fram til að leiða þá umræðu og vinnu sem þarf til að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu setji sér loftslagsstefnu, líkt og Reykjavík hefur gert? Því miður fer ekki mikið fyrir þeirri umræðu enn sem komið er. Í Garðabæ hefur hvergi verið stofnað til samtalsins eða vettvangnum fundinn staður þannig að kjörnir fulltrúar deili sýn og sameinist um leið. Loftslagsmál eru þannig mál að það skiptir máli að um þau skapist þverpólitísk samstaða. Það er samfélaginu öllu til heilla. Ekki er gott að segjahvers vegna Sjálfstæðismenn tala sig ekki hása í þessum málaflokki. Því má velta fyrir sér hvort um einhvers konar kerfislegt áhugaleysi sé um að ræða eða hvort samruni stjórnsýslu og pólitísks valds í þessum sveitarfélögum leiði umræðuna til stjórnsýslunnar í stað þess að hið pólitíska samtal eigi sér stað. Það lyktar einhvern veginn þannig. Mín ósk er sú að pólitískir valdhafar lofti út og bjóði upp á alvöru samtal. Að þau sem valdið hafa byggi umræðuna á lýðræðislegri vinnu þar sem aðkoma allra er sett ofar flokkadráttum eða kerfislægri villu sem felur embættismönnum ekki bara alla vinnuna heldur líka hina pólitísku stefnumótun. Það er skrýtin pólitík. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun