Sjálfstæður réttur til fæðingarorlofs tryggir börnum best umönnun beggja foreldra Ásdís A. Arnalds og Guðný Björk Eydal skrifa 30. september 2020 07:00 Rannsóknir sýna að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs á milli feðra og mæðra er besta leiðin til að tryggja börnum umönnun beggja foreldra. Rannsóknir okkar meðal íslenskra foreldra sýna að ef foreldrar deila fæðingarorlofi eru þeir líklegri en aðrir foreldrar til að deila umönnun barna jafnt eftir að orlofi lýkur. Þegar ný lög um fæðingarorlof voru samþykkt árið 2000 var sjálfstæður réttur feðra innleiddur í áföngum (einn mánuður á ári). Íslenskir feður sýndu strax að þeim hafði verið alvara þegar þeir kölluðu eftir auknum sjálfstæðum rétti til orlofs. Þeir tóku að meðaltali 39 daga árið 2001 þegar orlofið var einn mánuður, 68 daga árið 2002 þegar það var tveir mánuðir og svo 97 daga um leið og þeir höfðu fengið rétt til þriggja mánaða orlofs árið 2003. Tæplega 90% feðra tók þá eitthvað fæðingarorlof. Þetta er í takt við það sem hefur gerst í öðrum löndum. Þegar feður hafa öðlast sjálfstæðan fæðingarorlofsrétt þá nýta þeir hann, en rannsóknir sýna líka að mæður nýta alltaf orlof sem foreldrar geta skipt að vild. Sameiginlegur „frjáls“ réttur er því nær eingöngu nýttur af mæðrum. Þetta sést á meðfylgjandi mynd sem sýnir fjölda daga sem foreldrar taka í fæðingarorlof. Tölurnar eru frá Fæðingarorlofssjóði. Meðalfjöldi daga í fæðingarorlofi: Mæður og feður. Skýringa á þessu misræmi á milli töku mæðra og feðra má finna í kynbundnum hindrunum. Feður virðast eiga erfitt með að taka lengra orlof en sem nemur sjálfstæðum rétti þeirra og hann virðist verða að einhvers konar viðmiði um hvað sé hæfilegt. Á sama tíma sýna rannsóknir að mæður sem taka styttra orlof fá skilaboð frá umhverfinu um að það sé ekki við hæfi. Þó margt hafi breyst varðandi viðhorf til foreldrahlutverksins þá er enn grunnt á eldri hugmyndum um að feður eigi að vera útvinnandi og mæður eigi að vera heimavinnandi og sinna umönnun. Þessar tölur sýna glögglega að til þess að tryggja börnum betur umönnun beggja foreldra þarf að auka sjálfstæðan rétt foreldra til fæðingarorlofs eins og lagt er til í nýju frumvarpi þar sem hvert foreldri fær sjálfstæðan rétt til 5 mánaða, í stað 4 mánaða eins og nú er, og geta svo ráðstafað 2 mánuðum að vild. Miðað við fyrri reynslu mun það því þýða að mæður munu taka 7 mánuði en feður 5 mánuði. Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild HÍ Ásdís A. Arnalds, doktorsnemi við Félagsráðgjafardeild HÍ og verkefnisstjóri á Félagsvísindastofnun HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Jafnréttismál Félagsmál Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Rannsóknir sýna að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs á milli feðra og mæðra er besta leiðin til að tryggja börnum umönnun beggja foreldra. Rannsóknir okkar meðal íslenskra foreldra sýna að ef foreldrar deila fæðingarorlofi eru þeir líklegri en aðrir foreldrar til að deila umönnun barna jafnt eftir að orlofi lýkur. Þegar ný lög um fæðingarorlof voru samþykkt árið 2000 var sjálfstæður réttur feðra innleiddur í áföngum (einn mánuður á ári). Íslenskir feður sýndu strax að þeim hafði verið alvara þegar þeir kölluðu eftir auknum sjálfstæðum rétti til orlofs. Þeir tóku að meðaltali 39 daga árið 2001 þegar orlofið var einn mánuður, 68 daga árið 2002 þegar það var tveir mánuðir og svo 97 daga um leið og þeir höfðu fengið rétt til þriggja mánaða orlofs árið 2003. Tæplega 90% feðra tók þá eitthvað fæðingarorlof. Þetta er í takt við það sem hefur gerst í öðrum löndum. Þegar feður hafa öðlast sjálfstæðan fæðingarorlofsrétt þá nýta þeir hann, en rannsóknir sýna líka að mæður nýta alltaf orlof sem foreldrar geta skipt að vild. Sameiginlegur „frjáls“ réttur er því nær eingöngu nýttur af mæðrum. Þetta sést á meðfylgjandi mynd sem sýnir fjölda daga sem foreldrar taka í fæðingarorlof. Tölurnar eru frá Fæðingarorlofssjóði. Meðalfjöldi daga í fæðingarorlofi: Mæður og feður. Skýringa á þessu misræmi á milli töku mæðra og feðra má finna í kynbundnum hindrunum. Feður virðast eiga erfitt með að taka lengra orlof en sem nemur sjálfstæðum rétti þeirra og hann virðist verða að einhvers konar viðmiði um hvað sé hæfilegt. Á sama tíma sýna rannsóknir að mæður sem taka styttra orlof fá skilaboð frá umhverfinu um að það sé ekki við hæfi. Þó margt hafi breyst varðandi viðhorf til foreldrahlutverksins þá er enn grunnt á eldri hugmyndum um að feður eigi að vera útvinnandi og mæður eigi að vera heimavinnandi og sinna umönnun. Þessar tölur sýna glögglega að til þess að tryggja börnum betur umönnun beggja foreldra þarf að auka sjálfstæðan rétt foreldra til fæðingarorlofs eins og lagt er til í nýju frumvarpi þar sem hvert foreldri fær sjálfstæðan rétt til 5 mánaða, í stað 4 mánaða eins og nú er, og geta svo ráðstafað 2 mánuðum að vild. Miðað við fyrri reynslu mun það því þýða að mæður munu taka 7 mánuði en feður 5 mánuði. Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild HÍ Ásdís A. Arnalds, doktorsnemi við Félagsráðgjafardeild HÍ og verkefnisstjóri á Félagsvísindastofnun HÍ
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun