#Jafntfæðingarorlof, mikil réttarbót! Tatjana Latinovic og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifa 29. september 2020 17:30 Nú liggja fyrir drög að nýju frumvarpi um fæðingarorlof þar sem það er lengt í tólf mánuði og foreldar fá loks jafnan rétt til orlofs. Með þessu frumvarpi er stórt skref tekið í átt til þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, gera báðum foreldrum kleift að verja dýrmætum tíma með börnunum sínum í upphafi ævi þeirra og treysta fjölskyldur í landinu. Markmið laga um fæðingarorlof er tvíþætt: að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Er ekki annað að sjá en að í þessu frumvarpi sé skref tekið í þessa átt. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að barn hafi jafnan rétt til samvista við báða foreldra og lenging fæðingarorlofsins eykur tímann sem foreldrar hafa með börnunum sínum, auðveldar þeim að snúa aftur á vinnumarkað og minnkar vonandi kynbundin áhrif á stöðu vinnandi fólks. Markmið Kvenréttindafélags Íslands er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins og við fögnum þessu frumvarpi sem stóru skrefi í þá átt að skapa réttlátt kerfi fyrir allra foreldra, óháð kyni. Þetta er þó bara eitt skref af mörgum sem við þurfum að taka til að ná jafnrétti kynjanna og styðja við fjölskyldur í landinu. Enn er verk að vinna, en þar ber helst að nefna dagvistunarmál og kynbundinn launamun. Þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins er enn ekki búið að brúa bilið frá fæðingarorlofi til tryggrar dagvistunar. Í flestum sveitarfélögum er börnum tryggð dagvistun frá tveggja ára aldri. Það þýðir að jafnvel þótt lenging orlofsins sé samþykkt, þurfa foreldrar enn að púsla saman dagvistunarúrræðum í tólf mánuði. Reynslan hefur sýnt að þetta bil er oftar brúað af konum en körlum. Mæður taka sér launalaust leyfi frá vinnu eða fara í hlutastörf, með samsvarandi afleiðingum á launakjör og lífeyrisréttindi. Á Íslandi, einu Norðurlanda, búa börn ekki við lögbundinn rétt til dagvistunar. Áríðandi er að við leysum dagvistunarvandann með því að innleiða lög um dagvist og tryggja fjármögnun fyrir dagvistun allra barna óháð hjúskaparstöðu foreldra frá þeim tíma þegar fæðingarorlofi lýkur. Hitt stóra verkefnið er að uppræta launamun kynjanna. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands er óleiðréttur launamunur kynjanna rúm 15%, þegar reiknað er samkvæmt tímakaupi. Þess vegna er ekki skrítið að margar barnafjölskyldur finna fyrir launaskerðingu ef faðirinn nýtir sér þann sjálfsagða rétt að verja tíma með barninu með því að nýta sér fæðingarorlofsréttinn sinn. Munurinn á meðalatvinnutekjum kvenna og karla er enn hærri þegar reiknað er út frá mánaðarkaupi, eða 26%. Þessi munur á heildartekjum kynjanna útskýrist að miklu leyti af því að konur gegna tvöfaldri vinnuskyldu, þær eru á vinnumarkaði en bera einnig ríkari ábyrgð á fjölskyldu- og heimilisstörfum. Þær eru því líklegri til að vinna í hlutastörfum heldur en karlar. Jafnrétti á vinnumarkaði helst í hendur við jafnrétti á heimilum. Við þurfum að krefjast þess að karlar taki fullan og jafnan þátt í umönnun barna sinna, en um leið að gera þeim það kleift. Kvenréttindafélag Íslands hefur í 113 ár unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið styður þetta nýja frumvarp sem kveður á um lengingu fæðingarorlofsins og jafnan rétt kynjanna og hvetur stjórnvöld og samfélagið allt að láta ekki staðar numið hér. #jafntfæðingarorlof Tatjana Latinovic er formaður Kvenréttindafélags Íslands og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Fæðingarorlof Tatjana Latinovic Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir drög að nýju frumvarpi um fæðingarorlof þar sem það er lengt í tólf mánuði og foreldar fá loks jafnan rétt til orlofs. Með þessu frumvarpi er stórt skref tekið í átt til þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, gera báðum foreldrum kleift að verja dýrmætum tíma með börnunum sínum í upphafi ævi þeirra og treysta fjölskyldur í landinu. Markmið laga um fæðingarorlof er tvíþætt: að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Er ekki annað að sjá en að í þessu frumvarpi sé skref tekið í þessa átt. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að barn hafi jafnan rétt til samvista við báða foreldra og lenging fæðingarorlofsins eykur tímann sem foreldrar hafa með börnunum sínum, auðveldar þeim að snúa aftur á vinnumarkað og minnkar vonandi kynbundin áhrif á stöðu vinnandi fólks. Markmið Kvenréttindafélags Íslands er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins og við fögnum þessu frumvarpi sem stóru skrefi í þá átt að skapa réttlátt kerfi fyrir allra foreldra, óháð kyni. Þetta er þó bara eitt skref af mörgum sem við þurfum að taka til að ná jafnrétti kynjanna og styðja við fjölskyldur í landinu. Enn er verk að vinna, en þar ber helst að nefna dagvistunarmál og kynbundinn launamun. Þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins er enn ekki búið að brúa bilið frá fæðingarorlofi til tryggrar dagvistunar. Í flestum sveitarfélögum er börnum tryggð dagvistun frá tveggja ára aldri. Það þýðir að jafnvel þótt lenging orlofsins sé samþykkt, þurfa foreldrar enn að púsla saman dagvistunarúrræðum í tólf mánuði. Reynslan hefur sýnt að þetta bil er oftar brúað af konum en körlum. Mæður taka sér launalaust leyfi frá vinnu eða fara í hlutastörf, með samsvarandi afleiðingum á launakjör og lífeyrisréttindi. Á Íslandi, einu Norðurlanda, búa börn ekki við lögbundinn rétt til dagvistunar. Áríðandi er að við leysum dagvistunarvandann með því að innleiða lög um dagvist og tryggja fjármögnun fyrir dagvistun allra barna óháð hjúskaparstöðu foreldra frá þeim tíma þegar fæðingarorlofi lýkur. Hitt stóra verkefnið er að uppræta launamun kynjanna. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands er óleiðréttur launamunur kynjanna rúm 15%, þegar reiknað er samkvæmt tímakaupi. Þess vegna er ekki skrítið að margar barnafjölskyldur finna fyrir launaskerðingu ef faðirinn nýtir sér þann sjálfsagða rétt að verja tíma með barninu með því að nýta sér fæðingarorlofsréttinn sinn. Munurinn á meðalatvinnutekjum kvenna og karla er enn hærri þegar reiknað er út frá mánaðarkaupi, eða 26%. Þessi munur á heildartekjum kynjanna útskýrist að miklu leyti af því að konur gegna tvöfaldri vinnuskyldu, þær eru á vinnumarkaði en bera einnig ríkari ábyrgð á fjölskyldu- og heimilisstörfum. Þær eru því líklegri til að vinna í hlutastörfum heldur en karlar. Jafnrétti á vinnumarkaði helst í hendur við jafnrétti á heimilum. Við þurfum að krefjast þess að karlar taki fullan og jafnan þátt í umönnun barna sinna, en um leið að gera þeim það kleift. Kvenréttindafélag Íslands hefur í 113 ár unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið styður þetta nýja frumvarp sem kveður á um lengingu fæðingarorlofsins og jafnan rétt kynjanna og hvetur stjórnvöld og samfélagið allt að láta ekki staðar numið hér. #jafntfæðingarorlof Tatjana Latinovic er formaður Kvenréttindafélags Íslands og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun