#Jafntfæðingarorlof, mikil réttarbót! Tatjana Latinovic og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifa 29. september 2020 17:30 Nú liggja fyrir drög að nýju frumvarpi um fæðingarorlof þar sem það er lengt í tólf mánuði og foreldar fá loks jafnan rétt til orlofs. Með þessu frumvarpi er stórt skref tekið í átt til þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, gera báðum foreldrum kleift að verja dýrmætum tíma með börnunum sínum í upphafi ævi þeirra og treysta fjölskyldur í landinu. Markmið laga um fæðingarorlof er tvíþætt: að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Er ekki annað að sjá en að í þessu frumvarpi sé skref tekið í þessa átt. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að barn hafi jafnan rétt til samvista við báða foreldra og lenging fæðingarorlofsins eykur tímann sem foreldrar hafa með börnunum sínum, auðveldar þeim að snúa aftur á vinnumarkað og minnkar vonandi kynbundin áhrif á stöðu vinnandi fólks. Markmið Kvenréttindafélags Íslands er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins og við fögnum þessu frumvarpi sem stóru skrefi í þá átt að skapa réttlátt kerfi fyrir allra foreldra, óháð kyni. Þetta er þó bara eitt skref af mörgum sem við þurfum að taka til að ná jafnrétti kynjanna og styðja við fjölskyldur í landinu. Enn er verk að vinna, en þar ber helst að nefna dagvistunarmál og kynbundinn launamun. Þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins er enn ekki búið að brúa bilið frá fæðingarorlofi til tryggrar dagvistunar. Í flestum sveitarfélögum er börnum tryggð dagvistun frá tveggja ára aldri. Það þýðir að jafnvel þótt lenging orlofsins sé samþykkt, þurfa foreldrar enn að púsla saman dagvistunarúrræðum í tólf mánuði. Reynslan hefur sýnt að þetta bil er oftar brúað af konum en körlum. Mæður taka sér launalaust leyfi frá vinnu eða fara í hlutastörf, með samsvarandi afleiðingum á launakjör og lífeyrisréttindi. Á Íslandi, einu Norðurlanda, búa börn ekki við lögbundinn rétt til dagvistunar. Áríðandi er að við leysum dagvistunarvandann með því að innleiða lög um dagvist og tryggja fjármögnun fyrir dagvistun allra barna óháð hjúskaparstöðu foreldra frá þeim tíma þegar fæðingarorlofi lýkur. Hitt stóra verkefnið er að uppræta launamun kynjanna. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands er óleiðréttur launamunur kynjanna rúm 15%, þegar reiknað er samkvæmt tímakaupi. Þess vegna er ekki skrítið að margar barnafjölskyldur finna fyrir launaskerðingu ef faðirinn nýtir sér þann sjálfsagða rétt að verja tíma með barninu með því að nýta sér fæðingarorlofsréttinn sinn. Munurinn á meðalatvinnutekjum kvenna og karla er enn hærri þegar reiknað er út frá mánaðarkaupi, eða 26%. Þessi munur á heildartekjum kynjanna útskýrist að miklu leyti af því að konur gegna tvöfaldri vinnuskyldu, þær eru á vinnumarkaði en bera einnig ríkari ábyrgð á fjölskyldu- og heimilisstörfum. Þær eru því líklegri til að vinna í hlutastörfum heldur en karlar. Jafnrétti á vinnumarkaði helst í hendur við jafnrétti á heimilum. Við þurfum að krefjast þess að karlar taki fullan og jafnan þátt í umönnun barna sinna, en um leið að gera þeim það kleift. Kvenréttindafélag Íslands hefur í 113 ár unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið styður þetta nýja frumvarp sem kveður á um lengingu fæðingarorlofsins og jafnan rétt kynjanna og hvetur stjórnvöld og samfélagið allt að láta ekki staðar numið hér. #jafntfæðingarorlof Tatjana Latinovic er formaður Kvenréttindafélags Íslands og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Fæðingarorlof Tatjana Latinovic Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir drög að nýju frumvarpi um fæðingarorlof þar sem það er lengt í tólf mánuði og foreldar fá loks jafnan rétt til orlofs. Með þessu frumvarpi er stórt skref tekið í átt til þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, gera báðum foreldrum kleift að verja dýrmætum tíma með börnunum sínum í upphafi ævi þeirra og treysta fjölskyldur í landinu. Markmið laga um fæðingarorlof er tvíþætt: að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Er ekki annað að sjá en að í þessu frumvarpi sé skref tekið í þessa átt. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að barn hafi jafnan rétt til samvista við báða foreldra og lenging fæðingarorlofsins eykur tímann sem foreldrar hafa með börnunum sínum, auðveldar þeim að snúa aftur á vinnumarkað og minnkar vonandi kynbundin áhrif á stöðu vinnandi fólks. Markmið Kvenréttindafélags Íslands er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins og við fögnum þessu frumvarpi sem stóru skrefi í þá átt að skapa réttlátt kerfi fyrir allra foreldra, óháð kyni. Þetta er þó bara eitt skref af mörgum sem við þurfum að taka til að ná jafnrétti kynjanna og styðja við fjölskyldur í landinu. Enn er verk að vinna, en þar ber helst að nefna dagvistunarmál og kynbundinn launamun. Þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins er enn ekki búið að brúa bilið frá fæðingarorlofi til tryggrar dagvistunar. Í flestum sveitarfélögum er börnum tryggð dagvistun frá tveggja ára aldri. Það þýðir að jafnvel þótt lenging orlofsins sé samþykkt, þurfa foreldrar enn að púsla saman dagvistunarúrræðum í tólf mánuði. Reynslan hefur sýnt að þetta bil er oftar brúað af konum en körlum. Mæður taka sér launalaust leyfi frá vinnu eða fara í hlutastörf, með samsvarandi afleiðingum á launakjör og lífeyrisréttindi. Á Íslandi, einu Norðurlanda, búa börn ekki við lögbundinn rétt til dagvistunar. Áríðandi er að við leysum dagvistunarvandann með því að innleiða lög um dagvist og tryggja fjármögnun fyrir dagvistun allra barna óháð hjúskaparstöðu foreldra frá þeim tíma þegar fæðingarorlofi lýkur. Hitt stóra verkefnið er að uppræta launamun kynjanna. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands er óleiðréttur launamunur kynjanna rúm 15%, þegar reiknað er samkvæmt tímakaupi. Þess vegna er ekki skrítið að margar barnafjölskyldur finna fyrir launaskerðingu ef faðirinn nýtir sér þann sjálfsagða rétt að verja tíma með barninu með því að nýta sér fæðingarorlofsréttinn sinn. Munurinn á meðalatvinnutekjum kvenna og karla er enn hærri þegar reiknað er út frá mánaðarkaupi, eða 26%. Þessi munur á heildartekjum kynjanna útskýrist að miklu leyti af því að konur gegna tvöfaldri vinnuskyldu, þær eru á vinnumarkaði en bera einnig ríkari ábyrgð á fjölskyldu- og heimilisstörfum. Þær eru því líklegri til að vinna í hlutastörfum heldur en karlar. Jafnrétti á vinnumarkaði helst í hendur við jafnrétti á heimilum. Við þurfum að krefjast þess að karlar taki fullan og jafnan þátt í umönnun barna sinna, en um leið að gera þeim það kleift. Kvenréttindafélag Íslands hefur í 113 ár unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið styður þetta nýja frumvarp sem kveður á um lengingu fæðingarorlofsins og jafnan rétt kynjanna og hvetur stjórnvöld og samfélagið allt að láta ekki staðar numið hér. #jafntfæðingarorlof Tatjana Latinovic er formaður Kvenréttindafélags Íslands og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar