„Held að Framarar geti sjálfum sér um kennt“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2020 11:28 Theodór Ingi Pálmason og Rúnar Sigtryggsson rýndu í síðustu leiki Olís-deildarinnar í Seinni bylgjunni. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Sigtryggsson segir Rógva Dal Christiansen, færeyska línumanninn í liði Fram, ekki fá ósanngjarna meðferð hjá dómurum Olís-deildarinnar í handbolta. Framarar geti sjálfum sér um kennt að ekki hafi komið meira út úr Rógva til þessa. Rógvi átti í miklum átökum við FH-inga í 28-22 tapi Framara í síðustu umferð. Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, sagði eftir jafntefli við Aftureldingu á dögunum að hann teldi Rógva ekki njóta sannmælis, hvorki hjá dómurum né öðrum. Hann minntist á meðferðina á línumanni sínum aftur eftir leikinn við FH. Rúnar sagði í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport að Rógvi hefði vissulega átt að fá tvö víti í leiknum við FH, sem hann fékk ekki, en sagði Framara einfaldlega þurfa að gera betur: „Hann er ekki að fá neina sérmeðferð eða neitt. Að vísu voru tvö atvik í fyrri hálfleik þar sem hann átti klárlega að fá vítakast, og óskiljanlegt að þau hafi ekki verið dæmd. En almennt eru átökin svona á línunni. Þetta er svona hjá öllum línumönnum. Þetta er kannski meira honum sjálfum að kenna. Mér finnst hann oft ekki vita hvar hann á að standa þegar kerfin eru keyrð, eða standa vitlaust. Ég skil að menn séu svekktir yfir víti sem er ekki dæmt, en almennt þá held ég að Framarar geti sjálfum sér um kennt að hann sé ekki að nýtast. Hann er mjög mikið að hlaupa – hlaupa bara eitthvert. Og mér finnst hann ekki taka sér rétta stöðu svo að hann snýr oft baki í boltann þegar útileikmaður er með hann,“ sagði Rúnar. „Ég er viss um að þegar útilínan fer að spila betur saman þá virkar hann betur. Hann er bara nýr. En ég hef ótrúlega gaman að honum. Svona eiga línumenn að vera. Láta finna fyrir sér, og ég sá að Ágúst Birgisson hafði mjög gaman af að slást við hann,“ bætti hann við. Klippa: Seinni Bylgjan - Færeyski línumaðurinn í Fram Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Tengdar fréttir Basti: Best að ég hætti að tala því það sem ég segi er rangtúlkað eða notað gegn mér Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, lét allt flakka í kvöld. 24. september 2020 21:54 Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 28-22 | Öruggt hjá Fimleikafélaginu FH-ingar ætla sér að vera í toppbaráttunni í Olís-deild karla í handbolta í vetur og unnu Fram á heimavelli í kvöld. 24. september 2020 22:12 Basti: Leyfið manninum að spila nokkra leiki áður en þið farið að dæma hann Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, var ánægður með stigið sem hans lið náði í gegn Aftureldingu í kvöld. Hann var þó ekki á allt sáttur með dómgæsluna í leik kvöldsins. 17. september 2020 22:20 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson segir Rógva Dal Christiansen, færeyska línumanninn í liði Fram, ekki fá ósanngjarna meðferð hjá dómurum Olís-deildarinnar í handbolta. Framarar geti sjálfum sér um kennt að ekki hafi komið meira út úr Rógva til þessa. Rógvi átti í miklum átökum við FH-inga í 28-22 tapi Framara í síðustu umferð. Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, sagði eftir jafntefli við Aftureldingu á dögunum að hann teldi Rógva ekki njóta sannmælis, hvorki hjá dómurum né öðrum. Hann minntist á meðferðina á línumanni sínum aftur eftir leikinn við FH. Rúnar sagði í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport að Rógvi hefði vissulega átt að fá tvö víti í leiknum við FH, sem hann fékk ekki, en sagði Framara einfaldlega þurfa að gera betur: „Hann er ekki að fá neina sérmeðferð eða neitt. Að vísu voru tvö atvik í fyrri hálfleik þar sem hann átti klárlega að fá vítakast, og óskiljanlegt að þau hafi ekki verið dæmd. En almennt eru átökin svona á línunni. Þetta er svona hjá öllum línumönnum. Þetta er kannski meira honum sjálfum að kenna. Mér finnst hann oft ekki vita hvar hann á að standa þegar kerfin eru keyrð, eða standa vitlaust. Ég skil að menn séu svekktir yfir víti sem er ekki dæmt, en almennt þá held ég að Framarar geti sjálfum sér um kennt að hann sé ekki að nýtast. Hann er mjög mikið að hlaupa – hlaupa bara eitthvert. Og mér finnst hann ekki taka sér rétta stöðu svo að hann snýr oft baki í boltann þegar útileikmaður er með hann,“ sagði Rúnar. „Ég er viss um að þegar útilínan fer að spila betur saman þá virkar hann betur. Hann er bara nýr. En ég hef ótrúlega gaman að honum. Svona eiga línumenn að vera. Láta finna fyrir sér, og ég sá að Ágúst Birgisson hafði mjög gaman af að slást við hann,“ bætti hann við. Klippa: Seinni Bylgjan - Færeyski línumaðurinn í Fram
Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Tengdar fréttir Basti: Best að ég hætti að tala því það sem ég segi er rangtúlkað eða notað gegn mér Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, lét allt flakka í kvöld. 24. september 2020 21:54 Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 28-22 | Öruggt hjá Fimleikafélaginu FH-ingar ætla sér að vera í toppbaráttunni í Olís-deild karla í handbolta í vetur og unnu Fram á heimavelli í kvöld. 24. september 2020 22:12 Basti: Leyfið manninum að spila nokkra leiki áður en þið farið að dæma hann Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, var ánægður með stigið sem hans lið náði í gegn Aftureldingu í kvöld. Hann var þó ekki á allt sáttur með dómgæsluna í leik kvöldsins. 17. september 2020 22:20 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Basti: Best að ég hætti að tala því það sem ég segi er rangtúlkað eða notað gegn mér Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, lét allt flakka í kvöld. 24. september 2020 21:54
Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 28-22 | Öruggt hjá Fimleikafélaginu FH-ingar ætla sér að vera í toppbaráttunni í Olís-deild karla í handbolta í vetur og unnu Fram á heimavelli í kvöld. 24. september 2020 22:12
Basti: Leyfið manninum að spila nokkra leiki áður en þið farið að dæma hann Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, var ánægður með stigið sem hans lið náði í gegn Aftureldingu í kvöld. Hann var þó ekki á allt sáttur með dómgæsluna í leik kvöldsins. 17. september 2020 22:20