12 mánuði til barnsins Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 28. september 2020 14:01 Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. Það er undarlegt svo ekki sé meira sagt að félags- og barnamálaráðherra hafi komist að þeirri niðurstöðu réttast sé að þrengja að rétti foreldra til þess að ákveða sjálfir og taka ákvarðanir í framhaldinu sem gagnast barninu best. Þessi forræðishyggja ráðherrans lýsir beinlínis vantrausti á foreldra nýfæddra barna. Ég ásamt félögum mínum í þingflokki Miðflokksins munum leggja fram tillögu þess efnis að foreldrar eigi rétt til sameiginlegs fæðingarorlofs í tólf mánuði og að sama skapi rétt til að skipta þeim með sér eins og hentar barninu best. Það eru ótal álitamál sem vakna við lestur frumvarpsdraganna, til að mynda er sagt í kaflanum um tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar að nú séu 20 ár liðin frá því að núverandi lög um fæðingarorlof tóku gildi og því sé rétt að aðlaga fæðingarofskerfið að þeirri miklu þróun sem hefur orðið í samfélaginu, þar á meðal í jafnréttismálum og stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Ég fæ ekki séð hvernig þessi gamaldags forræðishyggja gagnist okkur í jafnréttisbaráttunni. Það er beinlínis ákveðið í þessu frumvarpi að skikka hvort foreldri til þess að taka sex mánuði innan knapps tímaramma en þeim sé leyfilegt að skipta einum mánuði á milli sín, það sagt vera til þess að koma til móts við aðstæður fjölskyldna. Það er erfitt að sjá hvernig þetta gagnast jafnrétti og sérstaklega hvernig þetta gagnast stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Aðstæður foreldra eru mismunandi og hvað gerist ef annað foreldrið hefur ekki tök á að taka sína sex mánuði, falla þeir þá niður, fær barnið þá aðeins að njóta samvista annars foreldrisins. Foreldrar vilja vera með börnum sínum, sú forræðishyggja sem birtist í þessu frumvarpi mun ekki gera annað en að skapa sektarkennd og jafnvel skömm hjá því foreldri sem einhverra hluta vegna getur ekki nýtt sér fæðingarorlofshlutann sem því er ætlað á þessum knappa tíma. Eðlilegast er að barnið fái þessa 12 mánuði sem foreldrar skipta á milli sín, eins og hentar best fyrir barnið miðað við aðstæður fjölskyldunnar. Þetta frumvarp er frumvarp vonbrigða, forsjárhyggju og vantrausts á nýbakaða foreldra, eitt atriði er að ekkert tillit virðist vera tekið til aðstæðna einstæðra foreldra og eða foreldra sem búa í sitthvorum landshlutanum. Ekki er hugað að aðstæðum foreldra sem ekki fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla innan þess knappa tímaramma sem frumvarpið boðar. Það er einnig undarlegt að tala um leikskóla sem dagvistun eins og gert er í drögunum þar sem leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið, en kemur svo sem ekki á óvart miðað við boðskap frumvarpsins. Það er nefnilega einnig lagt til í frumvarpinu að stytta það tímabil sem foreldrar hafa til þess að nýta rétt sinn til fæðingarorlofs, núna eru það 24 mánuðir en það á að stytta tímabilið í 18 mánuði, það er sagt gert til þess að foreldrar nýti orlofið fyrstu mánuðina í lífi barns þegar það þarf á mikilli umönnun foreldra að halda. Það að stytta heildartímabilið getur orðið til þess að foreldrar hreinlega geti ekki tekið allt orlofstímabilið og sérstaklega þarf að huga að þeim veruleika sem nú blasir við á þessum tímum. Þetta frumvarp er vont, það gagnast ekki jafnrétti, skerðir rétt barnsins og setur foreldra í afleita stöðu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Fæðingarorlof Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. Það er undarlegt svo ekki sé meira sagt að félags- og barnamálaráðherra hafi komist að þeirri niðurstöðu réttast sé að þrengja að rétti foreldra til þess að ákveða sjálfir og taka ákvarðanir í framhaldinu sem gagnast barninu best. Þessi forræðishyggja ráðherrans lýsir beinlínis vantrausti á foreldra nýfæddra barna. Ég ásamt félögum mínum í þingflokki Miðflokksins munum leggja fram tillögu þess efnis að foreldrar eigi rétt til sameiginlegs fæðingarorlofs í tólf mánuði og að sama skapi rétt til að skipta þeim með sér eins og hentar barninu best. Það eru ótal álitamál sem vakna við lestur frumvarpsdraganna, til að mynda er sagt í kaflanum um tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar að nú séu 20 ár liðin frá því að núverandi lög um fæðingarorlof tóku gildi og því sé rétt að aðlaga fæðingarofskerfið að þeirri miklu þróun sem hefur orðið í samfélaginu, þar á meðal í jafnréttismálum og stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Ég fæ ekki séð hvernig þessi gamaldags forræðishyggja gagnist okkur í jafnréttisbaráttunni. Það er beinlínis ákveðið í þessu frumvarpi að skikka hvort foreldri til þess að taka sex mánuði innan knapps tímaramma en þeim sé leyfilegt að skipta einum mánuði á milli sín, það sagt vera til þess að koma til móts við aðstæður fjölskyldna. Það er erfitt að sjá hvernig þetta gagnast jafnrétti og sérstaklega hvernig þetta gagnast stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Aðstæður foreldra eru mismunandi og hvað gerist ef annað foreldrið hefur ekki tök á að taka sína sex mánuði, falla þeir þá niður, fær barnið þá aðeins að njóta samvista annars foreldrisins. Foreldrar vilja vera með börnum sínum, sú forræðishyggja sem birtist í þessu frumvarpi mun ekki gera annað en að skapa sektarkennd og jafnvel skömm hjá því foreldri sem einhverra hluta vegna getur ekki nýtt sér fæðingarorlofshlutann sem því er ætlað á þessum knappa tíma. Eðlilegast er að barnið fái þessa 12 mánuði sem foreldrar skipta á milli sín, eins og hentar best fyrir barnið miðað við aðstæður fjölskyldunnar. Þetta frumvarp er frumvarp vonbrigða, forsjárhyggju og vantrausts á nýbakaða foreldra, eitt atriði er að ekkert tillit virðist vera tekið til aðstæðna einstæðra foreldra og eða foreldra sem búa í sitthvorum landshlutanum. Ekki er hugað að aðstæðum foreldra sem ekki fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla innan þess knappa tímaramma sem frumvarpið boðar. Það er einnig undarlegt að tala um leikskóla sem dagvistun eins og gert er í drögunum þar sem leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið, en kemur svo sem ekki á óvart miðað við boðskap frumvarpsins. Það er nefnilega einnig lagt til í frumvarpinu að stytta það tímabil sem foreldrar hafa til þess að nýta rétt sinn til fæðingarorlofs, núna eru það 24 mánuðir en það á að stytta tímabilið í 18 mánuði, það er sagt gert til þess að foreldrar nýti orlofið fyrstu mánuðina í lífi barns þegar það þarf á mikilli umönnun foreldra að halda. Það að stytta heildartímabilið getur orðið til þess að foreldrar hreinlega geti ekki tekið allt orlofstímabilið og sérstaklega þarf að huga að þeim veruleika sem nú blasir við á þessum tímum. Þetta frumvarp er vont, það gagnast ekki jafnrétti, skerðir rétt barnsins og setur foreldra í afleita stöðu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun