Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2020 13:42 Vilhelm Már Þorsteinsson er forstjóri Eimskips. Eimskip Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög um úrgangsmál við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Eimskip birtir á vef Kauphallarinnar í dag, en fjallað var um söluna á skipunum og niðurrifi þeirra í Indlandi í þættinum Kveik á RÚV í gær. Í yfirlýsingu Eimskips ítrekar félagið fyrri yfirlýsingu um að það hafi ekki átt þátt í að taka þá ákvörðun hvernig skipin yrðu endurunninn, eftir að Eimskip seldi skipin tvö. Þá kemur einnig fram að Eimskip hafi komist að því í dag að Umhverfisstofnun hafi í vikunni kært félagið til héraðssaksóknara sem lögaðila vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Umhverfisstofnun og héraðssaksóknari höfðu áður lítið tjá sig um málið við fréttastofu þegar upplýsinga var óskað í dag og í gær, annað en að Umhverfisstofnun væri að skoða ábendinu um málið og að héraðssaksóknari staðfesti að erindi hefði borist frá Umhverfisstofnun um málið. Í yfirlýsingu Eimskips segir félagið að Umhverfisstofnun hafi ekki aflað sér gagna frá félaginu, áður en það var kært. „Eimskip hafnar þessum ásökunum enda fylgdi félagið í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli.“ Yfirlýsingin í heild sinni Í umfjöllun Kveiks þann 24. september var greint frá afdrifum tveggja skipa, Goðafoss og Laxfoss, sem áður voru í eigu Eimskips. Eimskip hefur verið með ný skip í smíðum frá árinu 2017 til að leysa af hólmi skipin Goðafoss og Laxfoss og hafði þar af leiðandi í töluverðan tíma reynt að selja þau í gegnum alþjóðlega skipamiðlara. Í lok árs 2019 voru skipin loks seld og tók nýr eigandi við rekstri þeirra í upphafi þessa árs. Samhliða sölunni gerði Eimskip samning um að leigja þau meðan beðið var eftir afhendingu nýrra skipa. Sökum óvæntra og óhagstæðra markaðsaðstæðna skilaði Eimskip skipunum úr leigu til eiganda á vormánuðum, fyrr en upphaflega var gert ráð fyrir. Í kjölfarið tók eigandi skipanna ákvörðun um að selja skipin í endurvinnslu á Indlandi og kom Eimskip hvergi nálægt þeirri ákvörðun né með hvaða hætti skipin tvö voru endurunnin. Eimskip hefur aflað upplýsinga frá Umhverfisstofnun sem hefur nú upplýst félagið að stofnunin hafi í vikunni kært félagið til embættis héraðssaksóknara sem lögaðila vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Eimskip hafði engar upplýsingar um þá kæru fyrr en eftir samtal við Umhverfisstofnun fyrr í dag og stofnunin aflaði engra gagna frá Eimskip vegna málsins. Eimskip hafnar þessum ásökunum enda fylgdi félagið í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli. Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Skipaflutningar Tengdar fréttir Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi 25. september 2020 13:42 Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. 25. september 2020 13:24 Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög um úrgangsmál við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Eimskip birtir á vef Kauphallarinnar í dag, en fjallað var um söluna á skipunum og niðurrifi þeirra í Indlandi í þættinum Kveik á RÚV í gær. Í yfirlýsingu Eimskips ítrekar félagið fyrri yfirlýsingu um að það hafi ekki átt þátt í að taka þá ákvörðun hvernig skipin yrðu endurunninn, eftir að Eimskip seldi skipin tvö. Þá kemur einnig fram að Eimskip hafi komist að því í dag að Umhverfisstofnun hafi í vikunni kært félagið til héraðssaksóknara sem lögaðila vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Umhverfisstofnun og héraðssaksóknari höfðu áður lítið tjá sig um málið við fréttastofu þegar upplýsinga var óskað í dag og í gær, annað en að Umhverfisstofnun væri að skoða ábendinu um málið og að héraðssaksóknari staðfesti að erindi hefði borist frá Umhverfisstofnun um málið. Í yfirlýsingu Eimskips segir félagið að Umhverfisstofnun hafi ekki aflað sér gagna frá félaginu, áður en það var kært. „Eimskip hafnar þessum ásökunum enda fylgdi félagið í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli.“ Yfirlýsingin í heild sinni Í umfjöllun Kveiks þann 24. september var greint frá afdrifum tveggja skipa, Goðafoss og Laxfoss, sem áður voru í eigu Eimskips. Eimskip hefur verið með ný skip í smíðum frá árinu 2017 til að leysa af hólmi skipin Goðafoss og Laxfoss og hafði þar af leiðandi í töluverðan tíma reynt að selja þau í gegnum alþjóðlega skipamiðlara. Í lok árs 2019 voru skipin loks seld og tók nýr eigandi við rekstri þeirra í upphafi þessa árs. Samhliða sölunni gerði Eimskip samning um að leigja þau meðan beðið var eftir afhendingu nýrra skipa. Sökum óvæntra og óhagstæðra markaðsaðstæðna skilaði Eimskip skipunum úr leigu til eiganda á vormánuðum, fyrr en upphaflega var gert ráð fyrir. Í kjölfarið tók eigandi skipanna ákvörðun um að selja skipin í endurvinnslu á Indlandi og kom Eimskip hvergi nálægt þeirri ákvörðun né með hvaða hætti skipin tvö voru endurunnin. Eimskip hefur aflað upplýsinga frá Umhverfisstofnun sem hefur nú upplýst félagið að stofnunin hafi í vikunni kært félagið til embættis héraðssaksóknara sem lögaðila vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Eimskip hafði engar upplýsingar um þá kæru fyrr en eftir samtal við Umhverfisstofnun fyrr í dag og stofnunin aflaði engra gagna frá Eimskip vegna málsins. Eimskip hafnar þessum ásökunum enda fylgdi félagið í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli.
Í umfjöllun Kveiks þann 24. september var greint frá afdrifum tveggja skipa, Goðafoss og Laxfoss, sem áður voru í eigu Eimskips. Eimskip hefur verið með ný skip í smíðum frá árinu 2017 til að leysa af hólmi skipin Goðafoss og Laxfoss og hafði þar af leiðandi í töluverðan tíma reynt að selja þau í gegnum alþjóðlega skipamiðlara. Í lok árs 2019 voru skipin loks seld og tók nýr eigandi við rekstri þeirra í upphafi þessa árs. Samhliða sölunni gerði Eimskip samning um að leigja þau meðan beðið var eftir afhendingu nýrra skipa. Sökum óvæntra og óhagstæðra markaðsaðstæðna skilaði Eimskip skipunum úr leigu til eiganda á vormánuðum, fyrr en upphaflega var gert ráð fyrir. Í kjölfarið tók eigandi skipanna ákvörðun um að selja skipin í endurvinnslu á Indlandi og kom Eimskip hvergi nálægt þeirri ákvörðun né með hvaða hætti skipin tvö voru endurunnin. Eimskip hefur aflað upplýsinga frá Umhverfisstofnun sem hefur nú upplýst félagið að stofnunin hafi í vikunni kært félagið til embættis héraðssaksóknara sem lögaðila vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Eimskip hafði engar upplýsingar um þá kæru fyrr en eftir samtal við Umhverfisstofnun fyrr í dag og stofnunin aflaði engra gagna frá Eimskip vegna málsins. Eimskip hafnar þessum ásökunum enda fylgdi félagið í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli.
Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Skipaflutningar Tengdar fréttir Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi 25. september 2020 13:42 Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. 25. september 2020 13:24 Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi 25. september 2020 13:42
Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. 25. september 2020 13:24
Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13