Handbolti

Kristinn: Ég er of feitur til þess að vera inn á

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Kristinn tók við ÍR-ingum í sumar.
Kristinn tók við ÍR-ingum í sumar. vísir/vilhelm

„Við vorum bara lélegir, við erum þar sem við eigum heima,” sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR var vonsvikinn eftir tap á móti Þór Ak. í Austurbergi í kvöld.

ÍR byrjaði leikinn með varnarleik sem er sjaldséður í byrjun leikja og er gjarnan notaður á lokamínútum jafnra leikja.

„Við ætluðum að sjá hvað þeir myndu gera, sjokkera þá aðeins. Það er ekki það sem fellir okkur. Við skorum ekki fyrsta markið fyrr en eftir sjö mínútur. Það er sóknarleikurinn sem fellir okkur í dag.”

Bjarki Steinn Þórisson kom inn á í fyrri hálfleik, skoraði eitt mark en fékk svo beint rautt spjald eftir brot á Sigurði Kristófer en Bjarki var búinn að vera inná í rúmlega mínútu inn á vellinum.

„Ég veit ekki hvort þetta var rautt spjald. Kannski var þetta rautt spjald en so be it.”

„Ég persónulega get ekki farið yfir fleiri atriði. Ég er með 14 gæja sem spila leikinn. Ég er of feitur til þess að vera inn á en ég er ekkert svo viss um að ég yrði mikið lélegri eins og staðan er í dag,” sagði Kristinn vonsvikinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×