Viðskipti innlent

Krafa um sóttkví á fæstum áfangastaða Wizz air

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svona lítur kortið út. Þarna hefur notandi valið Ísland sem upphafsstað og þá birtast mögulegir áfangastaðir í ólíkum litum. Skýringar eru til vinstri á síðunni.
Svona lítur kortið út. Þarna hefur notandi valið Ísland sem upphafsstað og þá birtast mögulegir áfangastaðir í ólíkum litum. Skýringar eru til vinstri á síðunni. Wizz Air

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air var það umsvifamesta í flugi til og frá Íslandi í byrjun mánaðar en síðustu daga hefur dregið nokkuð úr Íslandsflugi félagsins. Þetta kemur fram á vef Túrista.

Wizz Air hefur tekið í notkun gagnvirt kort á heimasíðu sinni þar sem sjá má takmarkanir vegna kórónuveirunnar á áfangastöðum flugfélagsins. Flugáætlun Wizz air gerir ráð fyrir ferðum til Keflavíkurflugvallar frá sjö löndum.

Ef maður velur Keflavíkurflugvöll sem brottfararstað birtast þeir áfangastaðir sem eru í boði með beinu flugi Wizz air. Staðirnir eru ellefu en fimm þeirra eru í Póllandi. Pólverjar eru langstærsti hópur innflytjenda hér á landi.

Wizz flýgur frá Keflavík til London, Dortmund, Mílanó, Vínar, Ríga og Búdapest til viðbótar við pólsku borgirnar Gdansk, Katowice, Kraká, Varsjá og Wroclaw. Reglur og takmarkanir á landamærum eru breytilegar eftir löndum. 

Með kortinu, sem uppfæra á að morgni hvers dags, má sjá takmarkanir í hverju landi fyrir sig. Vissara er að skoða kortið daglega enda von á örum breytingum á tímum kórónuveirunnar.

Við blasir að á tíu af ellefu áfangastöðum Wizz Air eru engar hertar aðgerðir á landamærum. Aðeins í Búdapest í Ungverjalandi þurfa farþegar að fara í sóttkví við komu.

Í hinum löndunum þurfa Íslendingar ekki að fara í sóttkví. Við komuna aftur heim til landsins þurfa hins vegar allir að fara í sjö daga heimkomusmitgát eða fjórtán daga sóttkví. 

Uppfært klukkan 16:43

Bretar hafa ákveðið að setja Ísland á rauðan lista frá og með laugardeginum. Farþegar með Wizz air til London (Luton) þurfa því að fara í sóttkví við komuna þangað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
0,12
17
309.567

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,26
10
16.774
ICEAIR
-4,21
32
29.111
MAREL
-3,67
27
228.409
EIK
-3,05
7
70.950
ICESEA
-2,79
7
105.175
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.