Krafa um sóttkví á fæstum áfangastaða Wizz air Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2020 16:39 Svona lítur kortið út. Þarna hefur notandi valið Ísland sem upphafsstað og þá birtast mögulegir áfangastaðir í ólíkum litum. Skýringar eru til vinstri á síðunni. Wizz Air Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air var það umsvifamesta í flugi til og frá Íslandi í byrjun mánaðar en síðustu daga hefur dregið nokkuð úr Íslandsflugi félagsins. Þetta kemur fram á vef Túrista. Wizz Air hefur tekið í notkun gagnvirt kort á heimasíðu sinni þar sem sjá má takmarkanir vegna kórónuveirunnar á áfangastöðum flugfélagsins. Flugáætlun Wizz air gerir ráð fyrir ferðum til Keflavíkurflugvallar frá sjö löndum. Ef maður velur Keflavíkurflugvöll sem brottfararstað birtast þeir áfangastaðir sem eru í boði með beinu flugi Wizz air. Staðirnir eru ellefu en fimm þeirra eru í Póllandi. Pólverjar eru langstærsti hópur innflytjenda hér á landi. Wizz flýgur frá Keflavík til London, Dortmund, Mílanó, Vínar, Ríga og Búdapest til viðbótar við pólsku borgirnar Gdansk, Katowice, Kraká, Varsjá og Wroclaw. Reglur og takmarkanir á landamærum eru breytilegar eftir löndum. Með kortinu, sem uppfæra á að morgni hvers dags, má sjá takmarkanir í hverju landi fyrir sig. Vissara er að skoða kortið daglega enda von á örum breytingum á tímum kórónuveirunnar. Við blasir að á tíu af ellefu áfangastöðum Wizz Air eru engar hertar aðgerðir á landamærum. Aðeins í Búdapest í Ungverjalandi þurfa farþegar að fara í sóttkví við komu. Í hinum löndunum þurfa Íslendingar ekki að fara í sóttkví. Við komuna aftur heim til landsins þurfa hins vegar allir að fara í sjö daga heimkomusmitgát eða fjórtán daga sóttkví. Uppfært klukkan 16:43 Bretar hafa ákveðið að setja Ísland á rauðan lista frá og með laugardeginum. Farþegar með Wizz air til London (Luton) þurfa því að fara í sóttkví við komuna þangað. Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air var það umsvifamesta í flugi til og frá Íslandi í byrjun mánaðar en síðustu daga hefur dregið nokkuð úr Íslandsflugi félagsins. Þetta kemur fram á vef Túrista. Wizz Air hefur tekið í notkun gagnvirt kort á heimasíðu sinni þar sem sjá má takmarkanir vegna kórónuveirunnar á áfangastöðum flugfélagsins. Flugáætlun Wizz air gerir ráð fyrir ferðum til Keflavíkurflugvallar frá sjö löndum. Ef maður velur Keflavíkurflugvöll sem brottfararstað birtast þeir áfangastaðir sem eru í boði með beinu flugi Wizz air. Staðirnir eru ellefu en fimm þeirra eru í Póllandi. Pólverjar eru langstærsti hópur innflytjenda hér á landi. Wizz flýgur frá Keflavík til London, Dortmund, Mílanó, Vínar, Ríga og Búdapest til viðbótar við pólsku borgirnar Gdansk, Katowice, Kraká, Varsjá og Wroclaw. Reglur og takmarkanir á landamærum eru breytilegar eftir löndum. Með kortinu, sem uppfæra á að morgni hvers dags, má sjá takmarkanir í hverju landi fyrir sig. Vissara er að skoða kortið daglega enda von á örum breytingum á tímum kórónuveirunnar. Við blasir að á tíu af ellefu áfangastöðum Wizz Air eru engar hertar aðgerðir á landamærum. Aðeins í Búdapest í Ungverjalandi þurfa farþegar að fara í sóttkví við komu. Í hinum löndunum þurfa Íslendingar ekki að fara í sóttkví. Við komuna aftur heim til landsins þurfa hins vegar allir að fara í sjö daga heimkomusmitgát eða fjórtán daga sóttkví. Uppfært klukkan 16:43 Bretar hafa ákveðið að setja Ísland á rauðan lista frá og með laugardeginum. Farþegar með Wizz air til London (Luton) þurfa því að fara í sóttkví við komuna þangað.
Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira