Hvað var hann Þórólfur okkar að fara á Sprengisandi? Ole Anton Bieltvedt skrifar 24. september 2020 08:01 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mætti í spjall á Sprengisandi, hjá þeim ágæta útvarpsmanni Kristjáni Kristjánssyni, sl. sunnudag. Gott mál. Hætti að vera sammála Þórólfi 19. ágúst Fram að aðgerðunum á landamærunum 19. ágúst, þar sem komumenn voru neyddir í 2 skimanir, með 5-6 daga sóttkví á milli, sem í reynd jafngildir lokun landsins fyrir ferðamönnum, hafði ég verið sammála Þórólfi og þríeykinu og staðið með þeim í flestu. Gott fólk, alla vega! Í staðinn fyrir að skima komumenn, frá velvöldum og öruggum löndum, einu sinni, og láta þá bíða niðurstöðu í sólarhring, en sú ráðstöfun hélt landinu vel opnu, var nú skimun 2, eftir 5-6 daga, ákvörðuð, sem í mínum huga þýddi sáralítið viðbótaröryggi, en var endanlegt rothögg á ferðaþjónustuna; líf og afkomu þeirra, sem við hana vinna, auk spillandi áhrifa á fjölmarga einstaklinga og fyrirtæki, sem ferðaþjónustunni tengjast. Nær þetta auðvitað vítt og breytt um þjóðfélagið, inn í verzlunargeirann, hvers kona þjónustu og skemmtiiðnaðinn. Allt of miklu fórnað fyrir lítið Þarna taldi ég, að feiki miklu hafi verið fórnað fyrir lítið. Ég minni á það hér, að Þýzkaland, sem er með opin og skimunarlaus landamæri gagnvart 25 öðrum þjóðum, þar á meðal Íslandi, er með margfalt lægri hlutfallslega tíðni nýsmita, en Ísland, sem hefur verið „lokað land“ í mánuð. Þetta er auðvitað kaldhæðnislegt. Eftir því, sem ég síðast vissi, höfðu komið fram 11 smit, við 2. skimun, sem ekki komu fram við 1. skimun. Leiðin, sem þríeykið og heilbrigðisráðherra - auðvitað var forsætisráðherra með í ráðum – valdi, að fara, var að fórna gífurlegum hagsmunum helztu atvinnugreinar landsmanna til að ná að negla, þá, 11 farþega, væntanlega flesta eða alla Íslendinga, sem voru smitaðir. Á sama tíma eru 281 smitaður hér, bara akkúrat nú, af innlendum smitum. Hvar er nú jafnvægið og meðalhófið í þessu? Hvað er að gerast dagsdaglega? Nú er það svo, að sonardóttir okkar, rúmlega tvítug stúlka, smitaðist af veirunni um miðja síðustu viku. Hún fór smituð, án þess að vita það, ásamt með móður sinni, á fund mágkonu minnar og svila, fullorðins fólks, faðmaði þau og kjassaði, að gömlum og góðum íslenzkum sið, var með þeim tímum saman, og hélt svo til síns heima, þar sem veikin kom í ljós. Bróðir hennar smitaðist reyndar, en hvorki móðir hennar, mágkona mín né svili. Ekki verður séð, að veiran hafi þarna verið skæð eða illvíg, en systkinin voru svona eins og með algeng haustflensueinkenni; 39 stig í 2 daga og fóru svo að skríða saman. Ekkert raunverulegt öryggi af sóttkví Annað mál er, að 5-6 daga sóttkvíin veitir í mínum huga ekkert raunverulegt öryggi. Menn mega fara út að labba, fara í ökuferðir, og, þeir, sem búa í fjölbýlishúsum, upp og niður lyftur og stigaganga, ná í póst, og skilja auðvitað eftir „anda sinn“ hér og þar, einkum, ef menn þurfa að hnerra eða hósta, kannske í lyftu, og ekki ganga menn um hús án þessa að snerta á handriðum, húnum, dyrbjöllum og öðru. Veiran ekki lengur svipur hjá sjón Fyrir utan það, hefur veira veikst svo feykilega, nú í 2. bylgju, að þegar þetta er skrifað, eru 281 einstaklingur með virkt smit og í einangrun, en einvörðungu 2 á sjúkrahúsi. Enginn í gjörgæzlu. Engin hefur látizt af COVID síðan í apríl. Á þetta að vera stórhættulegur og banvænn veirusjúkdómur, nú í 2. bylgju!!?? Mér sýnist ekki. Fyrsta spurning Kristjáns og tilsvör Þórólfs Nú, að nokkrum þeim spurningum, sem Kristján, Sprengisands-stjórnandinn fíni, beindi að sóttvarnalækni. Hér sú fyrsta: Hefur „lokun“ landsins aukið öryggi og dregið úr smiti? Kom hún að gagni? Svar Þórólfs: Alveg örugglega. Hún hefur stórdregið úr smiti. Ég spyr: Hvað hefur Þórólfur blessaður fyrir sér í þessu? 11 smit, sem kannske hefðu ekki smitað marga eða neinn, eða smitað hefðu þrátt fyrir sóttkví, á sama tíma og 281 eru smitaðir hér og í einangrun. Önnur spurning: Veiking veirunnar Hefur veiran ekki verið að veikjast, spurði ágætur útvarpsmaður. Nei, alls ekki, fullyrti Þórólfur. Hún hefur ekkert gefið eftir. Hvað var sóttvarnalæknir eiginlega að fara þarna!? 281 með virkt smit, en aðeins 2 á sjúkrahúsi, og enginn á gjörgæzlu. Var þetta þá líka svona í vor, Þórólfur? Voru þá ekki, öllu heldur, fjölmargir í gjörgæzlu, enn fleiri á sjúkrahúsi og létust þá ekki 10!? Svona málafærsla er ekki af hinu góða hjá, nú, einum áhrifamesta manni landsins. Og, hvað með þá staðreynd, að þegar litið er til allra helztu nágrannalanda okkar, Noregs, Svíðjóðar, Danmerkur, Þýzkalands og Bretlands, þar sem tugir, hundruð, eða jafnvel þúsundir (í Bretlandi) dóu dag hvern í marz og apríl, er dánartíðnin, nú í 2. bylgju, komin niður undir núll. Ég tók dánartölur í þessum 5 löndum 17. september og voru þær: Í Noregi enginn; 0 Í Svíþjóð enginn; 0 Í Danmörku 1 Í Þýzkalandi 3 Í Bretlandi 21 (til samanburðar dóu þar yfir þúsund manns á dag um miðjan apríl) Hvernig getur Þórólfur fullyrt, að veiran sé óbreytt að styrk og skaðsemi!? Hérna varð honum, í mínum huga, alvarlega á í messunni, en auðvitað er enginn fullkominn. Menn ættu að átta sig vel á því. Þriðja spurning: Grímunotkun Sóttvarnarlæknir gerði, fannst mér, frekar lítið með notkun andlitsgríma í viðtalinu. Ég er einmitt í sóttkví, af því að ég var að koma frá Þýzkalandi, þar sem ég var um skeið. Þar voru allir með andlitsgímu - ég auðvitað líka - annað hvort fyrir vitunum (innan húss eða innan um aðra utanhúss) eða í höndunum, tilbúnir að setja hana upp, ef annað fólk kom álengdar eða til stóð að fara inn einhvers staðar. Mín tilfinning er, að einmitt andlitsgríman, sem lítil áherzla hefur lengst af verið lögð á hér, en gegnir feikimiklu hlutverki í Þýzkalandi, sé ein af grunnskýringunum á því, hversu vel Þjóðverjar hafa komizt frá baráttunni við veiruna. Gríman skýlir auðvitað ekki aðeins grímubera fyrir öðrum, heldur skýlir hún líka öðrum fyrir grímubera. Tvöfallt skjól. Asíubúar eru reynslumestir í sóttvörnum Það má líka hugsa til þess, að Asíubúar hafa mesta reynslu af veirum og pestum, hvers konar, þær virðast margar verða til og spretta þar upp, en, eins og sjá má, þegar ferðast er um mörg Asíulönd, þá bera menn þar grímur dagsdaglega, á götum úti og annars staðar, heilsu sinni og annara til verndar, líka löngu fyrir COVID, en þetta, eins og margt annað, byggir á lærdómi og reynzlu frá fortíðinni. Má draga nokkurn lærdóm af því. Hvar eða hver er strategían? Ýmsir eru að kalla á algjöra lokun landsins og á stórauknar takmarkanir hér innanlands, til að eyða eða útrýma veirunni. Fyrir mér er þetta tal barnalegt og út í hött. Við lifum í alþjóðlegu samfélagi og erum háð öðrum löndum með nauðsynlega aðdrætti, samskipti, viðskipti og líf okkar og tilveru. Hvernig á að vera hægt, að einangra veiruna í hel!? Auk þess, er síðasti vandi ekki aðfluttar veirur, heldur veirur, sem lifa, dafna og grassera hér innanlands. Hér vaknar svo spurningin, hver er strategían hjá stjórnvöldum, ekki bara fyrir morgundaginn og næstu viku, heldur fyrir framtíðina? Bara að halda áfram að spila þetta eftir eyranu? Er það strategía að hörfa og hrökklast undan veirunni, eða er það ekki bara handabakarvinna og hálfkák? Halda menn, að endalaust sé hægt að hörfa fyrir veirunni, skjóta sér undan henni, einangra menn - og mann- og atvinnulífi - í þeirri von, að eitthvað gott gerist; veiran gufi upp eða bóluefni komi fyrr, en raunsæ efni standa til? Það er ekkert öryggi fyrir því, að bóluefni sé á næsta leiti Flest bendir til þess, að það sé alla vega eitt ár í bóluefni, og, að það sé engin vissa fyrir því yfir höfuð, að gott og virkt bóluefni komi þá. Á þá bara að halda áfram með tilviljunarkennt handahófið? Hafa einhver „stríð“ unnizt þannig? Hefur einhver stærri vandi verið leystur þannig? Stríð vinnast með vel hugsuðum og skipulegum aðgerðum, til varnar og sóknar, og endanlega til sóknar og sigurs. Fyrsta þörfin, til lausnar stærri vanda, er plan; strategía. Er skipulegt undanhald, þar sem vörn er svo snúið í sókn, ekki eina góða leiðin? Það er marg sannað og liggur fyrir með óyggjandi hætti, að veiran, nú í 2. bylgju, er vart hættumeiri eða skæðari en meðal haustinflúensa. Af hverju þá ekki að taka nokkur skref til baka og fara til baka í það regluverk og þær aðgerir, sem giltu, áður en hert var á öllu í ágúst? Með þeim hætti er mönnum nokkuð eða allmikið í sjálfsvald sett, hvort þeir taki áhættu með að smitast, eða ekki, með sínum lífsháttum og framferði, á sama hátt og þeim, sem varkárir vilja vera, geta þá forðast fjölmenni og aðrar smithættur með eigin varkárni og eigin tiltækum smitvörnum. Þannig væri veirunni leyft að breiðast hægt og skipulega út, meðan að hún er veik og skaðlítil, og með hverju nýju smiti drægi kraft úr henni (hún myndi þá smám saman ná til færri og færri, sem hún gæti unnið á)? Halda útbreiðslu samt, eftir föngum, á takmörkuðu stigi. Er hjarðsmit og hjarðónæmi ekki eina örugga endanlega lausnin? Eina örugga lausnin í þessu „stríði“ virðist hjarðsmit og hjarðónæmi. Með skipulegri útbreiðslu veiru, meðan að hún er tiltölulega meinlaus, væri trúlega hægt að sigrast á henni, án mikils tjóns á heilsu eða lífi, heldur ekki á atvinnulífi og mannlífi. Þá, sem veikastir eru fyrir, eru með undirliggjandi sjúkdóma, yrði auðvitað að verja stíft áfram. Með hjarðónæmi væri veiran sigruð í þeim mæli, sem mögulegur er. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mætti í spjall á Sprengisandi, hjá þeim ágæta útvarpsmanni Kristjáni Kristjánssyni, sl. sunnudag. Gott mál. Hætti að vera sammála Þórólfi 19. ágúst Fram að aðgerðunum á landamærunum 19. ágúst, þar sem komumenn voru neyddir í 2 skimanir, með 5-6 daga sóttkví á milli, sem í reynd jafngildir lokun landsins fyrir ferðamönnum, hafði ég verið sammála Þórólfi og þríeykinu og staðið með þeim í flestu. Gott fólk, alla vega! Í staðinn fyrir að skima komumenn, frá velvöldum og öruggum löndum, einu sinni, og láta þá bíða niðurstöðu í sólarhring, en sú ráðstöfun hélt landinu vel opnu, var nú skimun 2, eftir 5-6 daga, ákvörðuð, sem í mínum huga þýddi sáralítið viðbótaröryggi, en var endanlegt rothögg á ferðaþjónustuna; líf og afkomu þeirra, sem við hana vinna, auk spillandi áhrifa á fjölmarga einstaklinga og fyrirtæki, sem ferðaþjónustunni tengjast. Nær þetta auðvitað vítt og breytt um þjóðfélagið, inn í verzlunargeirann, hvers kona þjónustu og skemmtiiðnaðinn. Allt of miklu fórnað fyrir lítið Þarna taldi ég, að feiki miklu hafi verið fórnað fyrir lítið. Ég minni á það hér, að Þýzkaland, sem er með opin og skimunarlaus landamæri gagnvart 25 öðrum þjóðum, þar á meðal Íslandi, er með margfalt lægri hlutfallslega tíðni nýsmita, en Ísland, sem hefur verið „lokað land“ í mánuð. Þetta er auðvitað kaldhæðnislegt. Eftir því, sem ég síðast vissi, höfðu komið fram 11 smit, við 2. skimun, sem ekki komu fram við 1. skimun. Leiðin, sem þríeykið og heilbrigðisráðherra - auðvitað var forsætisráðherra með í ráðum – valdi, að fara, var að fórna gífurlegum hagsmunum helztu atvinnugreinar landsmanna til að ná að negla, þá, 11 farþega, væntanlega flesta eða alla Íslendinga, sem voru smitaðir. Á sama tíma eru 281 smitaður hér, bara akkúrat nú, af innlendum smitum. Hvar er nú jafnvægið og meðalhófið í þessu? Hvað er að gerast dagsdaglega? Nú er það svo, að sonardóttir okkar, rúmlega tvítug stúlka, smitaðist af veirunni um miðja síðustu viku. Hún fór smituð, án þess að vita það, ásamt með móður sinni, á fund mágkonu minnar og svila, fullorðins fólks, faðmaði þau og kjassaði, að gömlum og góðum íslenzkum sið, var með þeim tímum saman, og hélt svo til síns heima, þar sem veikin kom í ljós. Bróðir hennar smitaðist reyndar, en hvorki móðir hennar, mágkona mín né svili. Ekki verður séð, að veiran hafi þarna verið skæð eða illvíg, en systkinin voru svona eins og með algeng haustflensueinkenni; 39 stig í 2 daga og fóru svo að skríða saman. Ekkert raunverulegt öryggi af sóttkví Annað mál er, að 5-6 daga sóttkvíin veitir í mínum huga ekkert raunverulegt öryggi. Menn mega fara út að labba, fara í ökuferðir, og, þeir, sem búa í fjölbýlishúsum, upp og niður lyftur og stigaganga, ná í póst, og skilja auðvitað eftir „anda sinn“ hér og þar, einkum, ef menn þurfa að hnerra eða hósta, kannske í lyftu, og ekki ganga menn um hús án þessa að snerta á handriðum, húnum, dyrbjöllum og öðru. Veiran ekki lengur svipur hjá sjón Fyrir utan það, hefur veira veikst svo feykilega, nú í 2. bylgju, að þegar þetta er skrifað, eru 281 einstaklingur með virkt smit og í einangrun, en einvörðungu 2 á sjúkrahúsi. Enginn í gjörgæzlu. Engin hefur látizt af COVID síðan í apríl. Á þetta að vera stórhættulegur og banvænn veirusjúkdómur, nú í 2. bylgju!!?? Mér sýnist ekki. Fyrsta spurning Kristjáns og tilsvör Þórólfs Nú, að nokkrum þeim spurningum, sem Kristján, Sprengisands-stjórnandinn fíni, beindi að sóttvarnalækni. Hér sú fyrsta: Hefur „lokun“ landsins aukið öryggi og dregið úr smiti? Kom hún að gagni? Svar Þórólfs: Alveg örugglega. Hún hefur stórdregið úr smiti. Ég spyr: Hvað hefur Þórólfur blessaður fyrir sér í þessu? 11 smit, sem kannske hefðu ekki smitað marga eða neinn, eða smitað hefðu þrátt fyrir sóttkví, á sama tíma og 281 eru smitaðir hér og í einangrun. Önnur spurning: Veiking veirunnar Hefur veiran ekki verið að veikjast, spurði ágætur útvarpsmaður. Nei, alls ekki, fullyrti Þórólfur. Hún hefur ekkert gefið eftir. Hvað var sóttvarnalæknir eiginlega að fara þarna!? 281 með virkt smit, en aðeins 2 á sjúkrahúsi, og enginn á gjörgæzlu. Var þetta þá líka svona í vor, Þórólfur? Voru þá ekki, öllu heldur, fjölmargir í gjörgæzlu, enn fleiri á sjúkrahúsi og létust þá ekki 10!? Svona málafærsla er ekki af hinu góða hjá, nú, einum áhrifamesta manni landsins. Og, hvað með þá staðreynd, að þegar litið er til allra helztu nágrannalanda okkar, Noregs, Svíðjóðar, Danmerkur, Þýzkalands og Bretlands, þar sem tugir, hundruð, eða jafnvel þúsundir (í Bretlandi) dóu dag hvern í marz og apríl, er dánartíðnin, nú í 2. bylgju, komin niður undir núll. Ég tók dánartölur í þessum 5 löndum 17. september og voru þær: Í Noregi enginn; 0 Í Svíþjóð enginn; 0 Í Danmörku 1 Í Þýzkalandi 3 Í Bretlandi 21 (til samanburðar dóu þar yfir þúsund manns á dag um miðjan apríl) Hvernig getur Þórólfur fullyrt, að veiran sé óbreytt að styrk og skaðsemi!? Hérna varð honum, í mínum huga, alvarlega á í messunni, en auðvitað er enginn fullkominn. Menn ættu að átta sig vel á því. Þriðja spurning: Grímunotkun Sóttvarnarlæknir gerði, fannst mér, frekar lítið með notkun andlitsgríma í viðtalinu. Ég er einmitt í sóttkví, af því að ég var að koma frá Þýzkalandi, þar sem ég var um skeið. Þar voru allir með andlitsgímu - ég auðvitað líka - annað hvort fyrir vitunum (innan húss eða innan um aðra utanhúss) eða í höndunum, tilbúnir að setja hana upp, ef annað fólk kom álengdar eða til stóð að fara inn einhvers staðar. Mín tilfinning er, að einmitt andlitsgríman, sem lítil áherzla hefur lengst af verið lögð á hér, en gegnir feikimiklu hlutverki í Þýzkalandi, sé ein af grunnskýringunum á því, hversu vel Þjóðverjar hafa komizt frá baráttunni við veiruna. Gríman skýlir auðvitað ekki aðeins grímubera fyrir öðrum, heldur skýlir hún líka öðrum fyrir grímubera. Tvöfallt skjól. Asíubúar eru reynslumestir í sóttvörnum Það má líka hugsa til þess, að Asíubúar hafa mesta reynslu af veirum og pestum, hvers konar, þær virðast margar verða til og spretta þar upp, en, eins og sjá má, þegar ferðast er um mörg Asíulönd, þá bera menn þar grímur dagsdaglega, á götum úti og annars staðar, heilsu sinni og annara til verndar, líka löngu fyrir COVID, en þetta, eins og margt annað, byggir á lærdómi og reynzlu frá fortíðinni. Má draga nokkurn lærdóm af því. Hvar eða hver er strategían? Ýmsir eru að kalla á algjöra lokun landsins og á stórauknar takmarkanir hér innanlands, til að eyða eða útrýma veirunni. Fyrir mér er þetta tal barnalegt og út í hött. Við lifum í alþjóðlegu samfélagi og erum háð öðrum löndum með nauðsynlega aðdrætti, samskipti, viðskipti og líf okkar og tilveru. Hvernig á að vera hægt, að einangra veiruna í hel!? Auk þess, er síðasti vandi ekki aðfluttar veirur, heldur veirur, sem lifa, dafna og grassera hér innanlands. Hér vaknar svo spurningin, hver er strategían hjá stjórnvöldum, ekki bara fyrir morgundaginn og næstu viku, heldur fyrir framtíðina? Bara að halda áfram að spila þetta eftir eyranu? Er það strategía að hörfa og hrökklast undan veirunni, eða er það ekki bara handabakarvinna og hálfkák? Halda menn, að endalaust sé hægt að hörfa fyrir veirunni, skjóta sér undan henni, einangra menn - og mann- og atvinnulífi - í þeirri von, að eitthvað gott gerist; veiran gufi upp eða bóluefni komi fyrr, en raunsæ efni standa til? Það er ekkert öryggi fyrir því, að bóluefni sé á næsta leiti Flest bendir til þess, að það sé alla vega eitt ár í bóluefni, og, að það sé engin vissa fyrir því yfir höfuð, að gott og virkt bóluefni komi þá. Á þá bara að halda áfram með tilviljunarkennt handahófið? Hafa einhver „stríð“ unnizt þannig? Hefur einhver stærri vandi verið leystur þannig? Stríð vinnast með vel hugsuðum og skipulegum aðgerðum, til varnar og sóknar, og endanlega til sóknar og sigurs. Fyrsta þörfin, til lausnar stærri vanda, er plan; strategía. Er skipulegt undanhald, þar sem vörn er svo snúið í sókn, ekki eina góða leiðin? Það er marg sannað og liggur fyrir með óyggjandi hætti, að veiran, nú í 2. bylgju, er vart hættumeiri eða skæðari en meðal haustinflúensa. Af hverju þá ekki að taka nokkur skref til baka og fara til baka í það regluverk og þær aðgerir, sem giltu, áður en hert var á öllu í ágúst? Með þeim hætti er mönnum nokkuð eða allmikið í sjálfsvald sett, hvort þeir taki áhættu með að smitast, eða ekki, með sínum lífsháttum og framferði, á sama hátt og þeim, sem varkárir vilja vera, geta þá forðast fjölmenni og aðrar smithættur með eigin varkárni og eigin tiltækum smitvörnum. Þannig væri veirunni leyft að breiðast hægt og skipulega út, meðan að hún er veik og skaðlítil, og með hverju nýju smiti drægi kraft úr henni (hún myndi þá smám saman ná til færri og færri, sem hún gæti unnið á)? Halda útbreiðslu samt, eftir föngum, á takmörkuðu stigi. Er hjarðsmit og hjarðónæmi ekki eina örugga endanlega lausnin? Eina örugga lausnin í þessu „stríði“ virðist hjarðsmit og hjarðónæmi. Með skipulegri útbreiðslu veiru, meðan að hún er tiltölulega meinlaus, væri trúlega hægt að sigrast á henni, án mikils tjóns á heilsu eða lífi, heldur ekki á atvinnulífi og mannlífi. Þá, sem veikastir eru fyrir, eru með undirliggjandi sjúkdóma, yrði auðvitað að verja stíft áfram. Með hjarðónæmi væri veiran sigruð í þeim mæli, sem mögulegur er. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun