Tími uppstokkunar fyrirtækja að renna upp Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2020 11:39 Fjármálastöðugleikanefnd kynnti skýrslu sína um stöðu og horfur í efnahagsmálum í morgun. Stöð 2/Sigurjón Efnahagshorfur hafa versnað frá því í júlí vegna þess hvað kórónufaraldurinn hefur dregist á langinn sem mun hafa neikvæð áhrif á heimili að fyrirtæki samkvæmt riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kom út í dag. Veruleg hætta sé á að fjöldi fyrirtækja fari í gjaldþrot og atvinnuleysi aukist. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti samnefnt rit sitt um stöðu og horfur í efnahagsmálum á fundi í morgun. Flest bendi til að baráttan við Covid-19 farsóttina verði langdregnari en vonir hafi verið bundnar við með tilheyrandi áhrifum á heimili og fyrirtæki og útlánagæði í fjármálakerfinu. Aðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka hafi miðað að því að milda höggið af faraldrinum á efnahagslífið. Engu að síður sé viðbúið að atvinnuleysi aukist enn frekar á næstu mánuðum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir algert tekjufall blasa við ferðaþjónustunni með umtalsverðum smitáhrifum á tengdar greinar eins og útleigu atvinnuhúsnæðis. „Við erum kannski í miðri á. Það sem er erfitt núna er að við vitum ekki nákvæmlega hvenær faraldurinn endar. Það bendir margt til að hann verði aðeins lengur en við höfðum búist við. Það gerir málið aðeins erfiðara,“ segir seðlabankastjóri. Aðgerðir Seðlabankans með lækkun vaxta og auknu fjármagni í umferð ásamt aðgerðum stjórnvalda hafi náð að styðja við fjármálastöðugleikann. Aukin skuldsetning eins og sér muni hins vegar ekki leysa vanda þeirra fyrirtækja sem verst væru stödd. Veruleg hætta væri á að fjöldi fyrirtækja leiti greiðsluskjóls eða fari í gjaldþrot á næstu mánuðum. Slakað hafi verið á aðhaldi í farsóttinni en fyrirtæki og heimili verði að vera undir það búin að það verði hert á ný þegar efnahagslífið taki við sér. Ásgeir segir Seðlabankann hafa aukið svigrúm viðskiptabankanna til aðstoðar við atvinulífið og heimilin með ýmsum aðgerðum. „Það var samið um það við bankana um að það yrði greiðslufrysting sem er núna að fara að renna út. Þannig að nú myndi maður halda að runninn sé upp tími endurskipulagningar. Hvað hún tekur langan tíma veit ég ekki nákvæmlega.“ Það verði farið í það að stokka upp í atvinnulífinu núna, ekki farið í að framlengja frystinguna? „Ég held að það velti á hverjum banka hvernig hann mun bregðast við því,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Opna gjaldeyrismarkað fyrir allt að 40 milljarða Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun. 9. september 2020 17:29 Telur brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi Aðalhagfræðingur Kvikubanka segir brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi. Fyrirtæki muni ekki vilja bjarga sér frá tekjutapi með aukinni skuldsetningu. Styrki þurfi til að laga stöðuna. 30. ágúst 2020 13:18 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Efnahagshorfur hafa versnað frá því í júlí vegna þess hvað kórónufaraldurinn hefur dregist á langinn sem mun hafa neikvæð áhrif á heimili að fyrirtæki samkvæmt riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kom út í dag. Veruleg hætta sé á að fjöldi fyrirtækja fari í gjaldþrot og atvinnuleysi aukist. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti samnefnt rit sitt um stöðu og horfur í efnahagsmálum á fundi í morgun. Flest bendi til að baráttan við Covid-19 farsóttina verði langdregnari en vonir hafi verið bundnar við með tilheyrandi áhrifum á heimili og fyrirtæki og útlánagæði í fjármálakerfinu. Aðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka hafi miðað að því að milda höggið af faraldrinum á efnahagslífið. Engu að síður sé viðbúið að atvinnuleysi aukist enn frekar á næstu mánuðum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir algert tekjufall blasa við ferðaþjónustunni með umtalsverðum smitáhrifum á tengdar greinar eins og útleigu atvinnuhúsnæðis. „Við erum kannski í miðri á. Það sem er erfitt núna er að við vitum ekki nákvæmlega hvenær faraldurinn endar. Það bendir margt til að hann verði aðeins lengur en við höfðum búist við. Það gerir málið aðeins erfiðara,“ segir seðlabankastjóri. Aðgerðir Seðlabankans með lækkun vaxta og auknu fjármagni í umferð ásamt aðgerðum stjórnvalda hafi náð að styðja við fjármálastöðugleikann. Aukin skuldsetning eins og sér muni hins vegar ekki leysa vanda þeirra fyrirtækja sem verst væru stödd. Veruleg hætta væri á að fjöldi fyrirtækja leiti greiðsluskjóls eða fari í gjaldþrot á næstu mánuðum. Slakað hafi verið á aðhaldi í farsóttinni en fyrirtæki og heimili verði að vera undir það búin að það verði hert á ný þegar efnahagslífið taki við sér. Ásgeir segir Seðlabankann hafa aukið svigrúm viðskiptabankanna til aðstoðar við atvinulífið og heimilin með ýmsum aðgerðum. „Það var samið um það við bankana um að það yrði greiðslufrysting sem er núna að fara að renna út. Þannig að nú myndi maður halda að runninn sé upp tími endurskipulagningar. Hvað hún tekur langan tíma veit ég ekki nákvæmlega.“ Það verði farið í það að stokka upp í atvinnulífinu núna, ekki farið í að framlengja frystinguna? „Ég held að það velti á hverjum banka hvernig hann mun bregðast við því,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Opna gjaldeyrismarkað fyrir allt að 40 milljarða Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun. 9. september 2020 17:29 Telur brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi Aðalhagfræðingur Kvikubanka segir brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi. Fyrirtæki muni ekki vilja bjarga sér frá tekjutapi með aukinni skuldsetningu. Styrki þurfi til að laga stöðuna. 30. ágúst 2020 13:18 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Opna gjaldeyrismarkað fyrir allt að 40 milljarða Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun. 9. september 2020 17:29
Telur brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi Aðalhagfræðingur Kvikubanka segir brúarlánin hafa verið dauðadæmd frá upphafi. Fyrirtæki muni ekki vilja bjarga sér frá tekjutapi með aukinni skuldsetningu. Styrki þurfi til að laga stöðuna. 30. ágúst 2020 13:18