Opna gjaldeyrismarkað fyrir allt að 40 milljarða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 17:29 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun. Aukið og stöðugt framboð gjaldeyris ætti að öðru óbreyttu að leiða til aukins stöðugleika á markaðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Þar segir að innlendur gjaldeyrismarkaður hafi ekki farið varhluta af áhrifum kórónuveirufaraldursins. Mjög hafi dregið úr veltu og verðmyndun hafi verið óskilvirk. Það sé mat bankans að um tímabundna erfiðleika sé að ræða og því megi gera ráð fyrir að markaðurinn færist í eðlilegra horf þegar draga tekur úr áhrifum faraldursins. „Seðlabankinn er reiðubúinn að selja allt að 240 milljónum evra (40 ma.kr.) í reglulegum viðskiptum við viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði til ársloka 2020. Fyrirkomulag viðskiptanna verður hliðstætt því sem áður hefur verið beitt í reglulegum gjaldeyriskaupum bankans. Frá og með mánudeginum 14. september og til mánaðarloka mun Seðlabankinn selja viðskiptavökum 3 milljónir evra hvern viðskiptadag. Viðskiptin munu fara fram fljótlega eftir opnun markaðarins og eigi síðar en kl. 10 árdegis. Bankinn mun í lok hvers mánaðar tilkynna um fjárhæð og ætlaða viðskiptadaga fyrir sölu gjaldeyris í mánuðinum sem í hönd fer og mun fjárhæðin taka mið af aðstæðum á markaði. Miðað verður að því að umfang gjaldeyrissölunnar sé í samræmi við eðlilega virkni markaðarins. Seðlabankinn áskilur sér því fullan sveigjanleika til að aðlaga fjárhæð, tíðni og framkvæmd sölunnar til að tryggja skilvirkni aðgerðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Eins segir að reglubundin gjaldeyrissala hafi ekki áhrif á yfirlýsta stefnu bankans um að grípa inn í á gjaldeyrismarkaði til að draga úr sveiflum eftir því sem tilefni er talið til. „Gjaldeyrisforði bankans nam 973 ma.kr. í lok ágúst 2020. Þar af nam hrein gjaldeyriseign 730 ma.kr. Fjárhæðin sem bankinn er reiðubúinn að selja það sem eftir lifir ársins er nú um 4% af gjaldeyrisforðanum og um 5½% af hreinni gjaldeyriseign bankans.“ Seðlabankinn Tengdar fréttir Opnast líklega fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í útlöndum í næstu viku Lífeyrissjóðirnir hafa í tvígang gert samkomulag við Seðlabankann til þriggja mánaða í senn um að fjárfesta ekki í útlöndum til að verja krónuna í kórónufaraldrinum. Það samkomulag rennur út á fimmtudag í næstu viku. 9. september 2020 12:08 Lífeyrissjóðir sagðir ætla að hefja gjaldeyriskaup á ný Samkomulag Seðlabanka Íslands við lífeyrissjóðina um að þeir gerðu hlé á gjaldeyriskaupum verður ekki framlengt þegar það rennur út í næstu viku. 9. september 2020 07:26 Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun. Aukið og stöðugt framboð gjaldeyris ætti að öðru óbreyttu að leiða til aukins stöðugleika á markaðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Þar segir að innlendur gjaldeyrismarkaður hafi ekki farið varhluta af áhrifum kórónuveirufaraldursins. Mjög hafi dregið úr veltu og verðmyndun hafi verið óskilvirk. Það sé mat bankans að um tímabundna erfiðleika sé að ræða og því megi gera ráð fyrir að markaðurinn færist í eðlilegra horf þegar draga tekur úr áhrifum faraldursins. „Seðlabankinn er reiðubúinn að selja allt að 240 milljónum evra (40 ma.kr.) í reglulegum viðskiptum við viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði til ársloka 2020. Fyrirkomulag viðskiptanna verður hliðstætt því sem áður hefur verið beitt í reglulegum gjaldeyriskaupum bankans. Frá og með mánudeginum 14. september og til mánaðarloka mun Seðlabankinn selja viðskiptavökum 3 milljónir evra hvern viðskiptadag. Viðskiptin munu fara fram fljótlega eftir opnun markaðarins og eigi síðar en kl. 10 árdegis. Bankinn mun í lok hvers mánaðar tilkynna um fjárhæð og ætlaða viðskiptadaga fyrir sölu gjaldeyris í mánuðinum sem í hönd fer og mun fjárhæðin taka mið af aðstæðum á markaði. Miðað verður að því að umfang gjaldeyrissölunnar sé í samræmi við eðlilega virkni markaðarins. Seðlabankinn áskilur sér því fullan sveigjanleika til að aðlaga fjárhæð, tíðni og framkvæmd sölunnar til að tryggja skilvirkni aðgerðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Eins segir að reglubundin gjaldeyrissala hafi ekki áhrif á yfirlýsta stefnu bankans um að grípa inn í á gjaldeyrismarkaði til að draga úr sveiflum eftir því sem tilefni er talið til. „Gjaldeyrisforði bankans nam 973 ma.kr. í lok ágúst 2020. Þar af nam hrein gjaldeyriseign 730 ma.kr. Fjárhæðin sem bankinn er reiðubúinn að selja það sem eftir lifir ársins er nú um 4% af gjaldeyrisforðanum og um 5½% af hreinni gjaldeyriseign bankans.“
Seðlabankinn Tengdar fréttir Opnast líklega fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í útlöndum í næstu viku Lífeyrissjóðirnir hafa í tvígang gert samkomulag við Seðlabankann til þriggja mánaða í senn um að fjárfesta ekki í útlöndum til að verja krónuna í kórónufaraldrinum. Það samkomulag rennur út á fimmtudag í næstu viku. 9. september 2020 12:08 Lífeyrissjóðir sagðir ætla að hefja gjaldeyriskaup á ný Samkomulag Seðlabanka Íslands við lífeyrissjóðina um að þeir gerðu hlé á gjaldeyriskaupum verður ekki framlengt þegar það rennur út í næstu viku. 9. september 2020 07:26 Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Opnast líklega fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í útlöndum í næstu viku Lífeyrissjóðirnir hafa í tvígang gert samkomulag við Seðlabankann til þriggja mánaða í senn um að fjárfesta ekki í útlöndum til að verja krónuna í kórónufaraldrinum. Það samkomulag rennur út á fimmtudag í næstu viku. 9. september 2020 12:08
Lífeyrissjóðir sagðir ætla að hefja gjaldeyriskaup á ný Samkomulag Seðlabanka Íslands við lífeyrissjóðina um að þeir gerðu hlé á gjaldeyriskaupum verður ekki framlengt þegar það rennur út í næstu viku. 9. september 2020 07:26