Menntakerfi fjölbreytileikans Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 22. september 2020 07:31 Nýverið birtist enn á ný frétt um vaxandi kynjahalla í skólakerfinu, drengir heltast úr lestinni strax á framhaldsskólastigi og konur eru mikill meirihluti þeirra sem stunda háskólanám. Afturblik? Menntamálaráðherra talar um að bregðast verði hratt og örugglega við og mælir fyrir umbótum, sérstaklega á neðri stigum menntakerfisins, grunn- og framhaldsskólum. Meðal aðgerða sem ráðherra hefur lagt til er að fjölga mínútum í íslensku og náttúrugreinum. Sú breyting hefur hlotið mikla gagnrýni sem verður vonandi til þess að ráðherra taki ákvörðunina til endurskoðunar. Að fanga viðfangsefnið Mig langar hins vegar til þess að hvetja ráðherra til þess að horfa til djarfari breytinga og hvetja kennara og skólastjórnendur til þess að taka stærri skref strax til að ná fyrir þann vanda sem brottfall er meðal drengja en ekki síður til að ná til nemenda af erlendu bergi brotin. Öll þekkjum við umræðuna og ákallið um að styrkja þurfi verk- og listgreinar á öllum skólastigum. Ákall sem sífellt verður háværara án úrbóta. Það þarf að skapa skólakerfinu svigrúm til breytinga og leggja upp með ólíkar leiðir innan grunnskólanna til þess að börn og ungmenni fái tækifæri og hafi val um gott og vandað nám við hæfi. Einhverjir skólar gætu þá boðið upp á fleiri mínútur í íslensku eða raungreinum. En aðrir gætu fengið svigrúmið til að bæta við kennslu í verk- og listgreinum og auka aðgengi að tækninámi á fyrstu stigum skólakerfisins. Það skiptir nefnilega máli að sá fræjum. Svigrúm til breytinga þarf bæði að ná til námsefnis en ekki síður námsumhverfisins. Að ýta undir fjölbreytt umhverfi sem sprettur upp við ólíka hugmyndafræði. Allt of fáir reyna nýjar leiðir í námsumhverfinu sjálfu. Kennslustofa með stólum og borðum er eitthvað sem allir kannast við og svo eru einhverjar kynslóðir sem minnast heimakróksins sem var ákveðin bylting í því umhverfi sem farið var að bjóða upp á. En fleira stendur til boða og börn og ungmenni þurfa ólíka nálgun að námi og að því þarf að hlúa sérstaklega. Framtíðin er núna Menntastefna til ársins 2030 þarf að vera framsækin sem aldrei fyrr, með skýrt markmið um jafnrétti og jafnan aðgang til náms. Hún þarf að mæta örum breytingum samfélagsins þar sem tækni spilar orðið stærra hlutverk í okkar daglega lífi, hvort sem við horfum til persónulegra nota og leiða til samskipta eða þegar horft er til opinberrar þjónustu sem þokast í átt til stafrænna lausna. Í þessu umhverfi þarf að horfa til þess hvernig við nálgumst viðfangsefnið með hagsmuni allra nemenda í huga. Stafræna byltingin skapar enn betra tækifæri til þess að snúa vörn í sókn og efla áherslu á tækni, verk- og listgreinar því allt styður þetta hvert annað. Fjölbreytt menntakerfi þar sem gefið er faglegt svigrúm til þess að mæta ólíkum þörfum og áhuga barna og ungmenna og allra kynja skiptir máli þegar hugað er að breytingum til framtíðar. Breytinga sem eiga að gefa fleirum tækifæri til að öðlast færni og þekkingu i styrkleikum sínum. Þannig sköpum við samfélag sem er samkeppnishæft til lengri tíma. Það skiptir máli. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Skóla - og menntamál Mest lesið Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýverið birtist enn á ný frétt um vaxandi kynjahalla í skólakerfinu, drengir heltast úr lestinni strax á framhaldsskólastigi og konur eru mikill meirihluti þeirra sem stunda háskólanám. Afturblik? Menntamálaráðherra talar um að bregðast verði hratt og örugglega við og mælir fyrir umbótum, sérstaklega á neðri stigum menntakerfisins, grunn- og framhaldsskólum. Meðal aðgerða sem ráðherra hefur lagt til er að fjölga mínútum í íslensku og náttúrugreinum. Sú breyting hefur hlotið mikla gagnrýni sem verður vonandi til þess að ráðherra taki ákvörðunina til endurskoðunar. Að fanga viðfangsefnið Mig langar hins vegar til þess að hvetja ráðherra til þess að horfa til djarfari breytinga og hvetja kennara og skólastjórnendur til þess að taka stærri skref strax til að ná fyrir þann vanda sem brottfall er meðal drengja en ekki síður til að ná til nemenda af erlendu bergi brotin. Öll þekkjum við umræðuna og ákallið um að styrkja þurfi verk- og listgreinar á öllum skólastigum. Ákall sem sífellt verður háværara án úrbóta. Það þarf að skapa skólakerfinu svigrúm til breytinga og leggja upp með ólíkar leiðir innan grunnskólanna til þess að börn og ungmenni fái tækifæri og hafi val um gott og vandað nám við hæfi. Einhverjir skólar gætu þá boðið upp á fleiri mínútur í íslensku eða raungreinum. En aðrir gætu fengið svigrúmið til að bæta við kennslu í verk- og listgreinum og auka aðgengi að tækninámi á fyrstu stigum skólakerfisins. Það skiptir nefnilega máli að sá fræjum. Svigrúm til breytinga þarf bæði að ná til námsefnis en ekki síður námsumhverfisins. Að ýta undir fjölbreytt umhverfi sem sprettur upp við ólíka hugmyndafræði. Allt of fáir reyna nýjar leiðir í námsumhverfinu sjálfu. Kennslustofa með stólum og borðum er eitthvað sem allir kannast við og svo eru einhverjar kynslóðir sem minnast heimakróksins sem var ákveðin bylting í því umhverfi sem farið var að bjóða upp á. En fleira stendur til boða og börn og ungmenni þurfa ólíka nálgun að námi og að því þarf að hlúa sérstaklega. Framtíðin er núna Menntastefna til ársins 2030 þarf að vera framsækin sem aldrei fyrr, með skýrt markmið um jafnrétti og jafnan aðgang til náms. Hún þarf að mæta örum breytingum samfélagsins þar sem tækni spilar orðið stærra hlutverk í okkar daglega lífi, hvort sem við horfum til persónulegra nota og leiða til samskipta eða þegar horft er til opinberrar þjónustu sem þokast í átt til stafrænna lausna. Í þessu umhverfi þarf að horfa til þess hvernig við nálgumst viðfangsefnið með hagsmuni allra nemenda í huga. Stafræna byltingin skapar enn betra tækifæri til þess að snúa vörn í sókn og efla áherslu á tækni, verk- og listgreinar því allt styður þetta hvert annað. Fjölbreytt menntakerfi þar sem gefið er faglegt svigrúm til þess að mæta ólíkum þörfum og áhuga barna og ungmenna og allra kynja skiptir máli þegar hugað er að breytingum til framtíðar. Breytinga sem eiga að gefa fleirum tækifæri til að öðlast færni og þekkingu i styrkleikum sínum. Þannig sköpum við samfélag sem er samkeppnishæft til lengri tíma. Það skiptir máli. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar