Golf

Guðmundur Ágúst vann tæpa milljón og rýkur upp heimslistann

Sindri Sverrisson skrifar
Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur verið á mikilli uppleið síðustu misseri.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur verið á mikilli uppleið síðustu misseri. mynd/seth@golf.is

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR hefur flogið upp um 1.400 sæti á heimslistanum í golfi frá því í janúar 2018 en hann náði sínum besta árangri á Evrópumótaröðinni um helgina.

Guðmundur Ágúst varð í 18.-23. sæti á Opden de Portugal um helgina og fékk fyrir það um 900.000 krónur. Hann lék hringina fjóra samtals á -9 höggum en efstur varð Garrick Higgo frá Suður-Afríku á -19 höggum, og fékki hann 13 milljónir króna í verðlaunafé. Haraldur Franklín Magnús tók einnig þátt en komst ekki í gegnum í niðurskurðinn.

Árangur Guðmundar Ágústs er sá næstbesti sem íslenskur kylfingur hefur náð á Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Birgir Leifur Hafþórsson náði 11. sæti á móti á Ítalíu í maí 2007.

Guðmundur Ágúst er nú kominn upp í 508. sæti á heimslistanum eftir að hafa verið í 540. sæti fyrir mótið í Portúgal. Birgir Leifur hefur náð hæst Íslendinga en hann var í 415. sæti um tíma árið 2017 eftir sigur á móti í Frakklandi á Áskorendamótaröðinni.

Axel Bóasson hefur komist næstefst Íslendinga á heimslistanum en hann var í 439. sæti í árslok 2017.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.