Um lesskilning og betri vitund þeirra sem nú leita að nýju stjórnarskránni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 21. september 2020 07:30 Nú er enn eina ferðina í gangi átak til þess að fá þjóðina til þess að trúa því að hún hafi kosið yfir sig nýja stjórnarskrá þann 20. okóber 2012. Hvergi var þó að sjá á kjörseðlinum í þeim kosningum að kosið hafi verið um hvort að tillögur stjórnlagaráðs, eins og þær litu út þá, ættu að verða að nýrri stjórnarskrá eður ei. Hefði svo verið, þá hefðu fyrir það fyrsta spurningar 2-6 á kjörseðlinum verið marklausar. Því eins og að jákvætt svar við spurningu eitt átti að túlka það að tillögurnar, eins og þær litu þá út, væri samþykktar af þjóðinni sem ný stjórnarskrá, þá hefði neikvætt svar þýtt það að þjóðin hafnaði þeim alfarið. Þetta er þó skrifað með þeim fyrirvara að sá sem þetta skrifar hafi fengið alveg eins kjörseðil og allir aðrir sem kusu í þessu ráðgefandi þjóðaratkvæði. Efst á kjörseðlinum stóð eftirfarandi: “Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, skv. ályktun Alþingis 24. maí 2012. Spurningarnar voru svo eins og áður segir sex talsins: Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýju frumvarpi að stjórnarskrá? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar af á landinu vegi jafnt? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? Já eða nei. Neðst á kjörseðlinum er svo eftirfarandi texti: “Stjórnarskrá er breytt þannig að frumvarp er lagt fram á Alþingi. Það er rætt við þrjár umræður í þinginu og getur tekið breytingum í meðförum þingsins. Verði frumvarpið samþykkt þá skal rjúfa Alþingi og kjósa nýtt þing. Frumvarpið er þá lagt fram að nýju og samþykki Alþingi frumvarpið óbreytt taka breytingarnar gildi að fenginni staðfestingu forseta. Stjórnlagaráð hefur skilað Alþingi tillögum að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Verði það lagt fram sem frumvarp á Alþingi þá fær það þá meðferð sem lýst hefur verið.” Svo mörg voru þau orð. Hvergi kemur fram á kjörseðli að kosið væri um beinni kosningu hvort að tillögur stjórnlagaráðs, eins og þær litu út ættu að verða að nýrri stjórnarskrá. Heldur hvort að leggja ætti tilteknar tillögur til grundvallar nýju frumvarpi að stjórnarskrá. Það var gert, en þáverandi stjórnarmeirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna með stuðningi Hreyfingarinnar hafði ekki til þess afl eða stuðning í þinginu til þess að leiða málmeðferðina til lykta. Því fór sem fór og tillögur stjórnlagráðs sem slíkar, lentu þar í ákveðinni blindgötu sem þær munu liggja í um aldur og ævi eða þangað til að einhver stjórnmálaflokkur eða flokkar ákveða að leggja þær fram að nýju sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Fengi það frumvarp þá málsmeðferð sem þingsköp segja til um og það þá ráðast á þingstyrk þeirra sem fyrir frumvarpinu mæla, hversu langt sú málsmeðferð mun ná. Hvort að loforð þáverandi stjórnvalda um að tillögurnar yrðu samþykktar sem ný stjórnarskrá, hafi legið fyrir eða ekki breytir engu um. Það að er bara til ein leið til þess að breyta stjórnarskrá eða henda núgildandi stjórnarskrá út fyrir nýja. Er sá leiðarvísir og lagatexti mjög skýr og einfaldur í 79. gr. núgildandi stjórnarskrár. En þar stendur: “ Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki … 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi] 1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.” Þessar kosningar þann 20. október 2012 eða öllu heldur niðustaða þeirra skuldbundu ekki Alþingi til eins eða neins, en voru þó sú ráðgefandi niðustaða að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýju frumvarpi. En ekki að tillögurnar ættu að verða að nýrri stjórnarskrá. Að halda hinu gagnstæða fram er í besta falli hrein og klár þvæla en í raun gróf tilraun sögufölsunar og engum þeim sóma sem gegn betri vitund slíka iðju stundar. En kannski veit bara allt þetta langskólagengna fólk og aðrir betur en alþýðupiltur úr Breiðholtinu með grunnskólapróf og meirapróf að auki? Höfundur er bílstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er enn eina ferðina í gangi átak til þess að fá þjóðina til þess að trúa því að hún hafi kosið yfir sig nýja stjórnarskrá þann 20. okóber 2012. Hvergi var þó að sjá á kjörseðlinum í þeim kosningum að kosið hafi verið um hvort að tillögur stjórnlagaráðs, eins og þær litu út þá, ættu að verða að nýrri stjórnarskrá eður ei. Hefði svo verið, þá hefðu fyrir það fyrsta spurningar 2-6 á kjörseðlinum verið marklausar. Því eins og að jákvætt svar við spurningu eitt átti að túlka það að tillögurnar, eins og þær litu þá út, væri samþykktar af þjóðinni sem ný stjórnarskrá, þá hefði neikvætt svar þýtt það að þjóðin hafnaði þeim alfarið. Þetta er þó skrifað með þeim fyrirvara að sá sem þetta skrifar hafi fengið alveg eins kjörseðil og allir aðrir sem kusu í þessu ráðgefandi þjóðaratkvæði. Efst á kjörseðlinum stóð eftirfarandi: “Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, skv. ályktun Alþingis 24. maí 2012. Spurningarnar voru svo eins og áður segir sex talsins: Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýju frumvarpi að stjórnarskrá? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar af á landinu vegi jafnt? Já eða nei. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? Já eða nei. Neðst á kjörseðlinum er svo eftirfarandi texti: “Stjórnarskrá er breytt þannig að frumvarp er lagt fram á Alþingi. Það er rætt við þrjár umræður í þinginu og getur tekið breytingum í meðförum þingsins. Verði frumvarpið samþykkt þá skal rjúfa Alþingi og kjósa nýtt þing. Frumvarpið er þá lagt fram að nýju og samþykki Alþingi frumvarpið óbreytt taka breytingarnar gildi að fenginni staðfestingu forseta. Stjórnlagaráð hefur skilað Alþingi tillögum að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Verði það lagt fram sem frumvarp á Alþingi þá fær það þá meðferð sem lýst hefur verið.” Svo mörg voru þau orð. Hvergi kemur fram á kjörseðli að kosið væri um beinni kosningu hvort að tillögur stjórnlagaráðs, eins og þær litu út ættu að verða að nýrri stjórnarskrá. Heldur hvort að leggja ætti tilteknar tillögur til grundvallar nýju frumvarpi að stjórnarskrá. Það var gert, en þáverandi stjórnarmeirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna með stuðningi Hreyfingarinnar hafði ekki til þess afl eða stuðning í þinginu til þess að leiða málmeðferðina til lykta. Því fór sem fór og tillögur stjórnlagráðs sem slíkar, lentu þar í ákveðinni blindgötu sem þær munu liggja í um aldur og ævi eða þangað til að einhver stjórnmálaflokkur eða flokkar ákveða að leggja þær fram að nýju sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Fengi það frumvarp þá málsmeðferð sem þingsköp segja til um og það þá ráðast á þingstyrk þeirra sem fyrir frumvarpinu mæla, hversu langt sú málsmeðferð mun ná. Hvort að loforð þáverandi stjórnvalda um að tillögurnar yrðu samþykktar sem ný stjórnarskrá, hafi legið fyrir eða ekki breytir engu um. Það að er bara til ein leið til þess að breyta stjórnarskrá eða henda núgildandi stjórnarskrá út fyrir nýja. Er sá leiðarvísir og lagatexti mjög skýr og einfaldur í 79. gr. núgildandi stjórnarskrár. En þar stendur: “ Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki … 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi] 1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.” Þessar kosningar þann 20. október 2012 eða öllu heldur niðustaða þeirra skuldbundu ekki Alþingi til eins eða neins, en voru þó sú ráðgefandi niðustaða að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýju frumvarpi. En ekki að tillögurnar ættu að verða að nýrri stjórnarskrá. Að halda hinu gagnstæða fram er í besta falli hrein og klár þvæla en í raun gróf tilraun sögufölsunar og engum þeim sóma sem gegn betri vitund slíka iðju stundar. En kannski veit bara allt þetta langskólagengna fólk og aðrir betur en alþýðupiltur úr Breiðholtinu með grunnskólapróf og meirapróf að auki? Höfundur er bílstjóri.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun