Viðskipti innlent

Stærsti hlut­hafinn tók ekki þátt í út­boðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Skrifstofur Lífeyrissjóðs verslunarmanna er til húsa í Húsi verslunarinnar við Kringluna.
Skrifstofur Lífeyrissjóðs verslunarmanna er til húsa í Húsi verslunarinnar við Kringluna. Vísir/Vilhelm

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf sem fram fór á miðvikudag og fimmtudag. Sjóðurinn er stærsti einstaki hluthafinn í Icelandair Group með 11,81 prósenta hlut.

Þetta kemur fram á heimasíðu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. 

Þar segir að stjórnin hafi haft mögulega þátttöku í útboðinu til skoðunar og að Deloitte Fjármálaráðgjöf hafi verið sjóðnum til aðstoðar við greiningu á fjárfestingarkostinum.

„Málið var til umfjöllunar á stjórnarfundi LV miðvikudaginn 16. september s.l. þar sem niðurstaðan var að taka ekki þátt í hlutafjárútboðinu,“ segir í tilkynningunni.

Í tilkynningu Icelandair í gær kom fram að umframeftirspurn hefði verið eftir hlutum í félaginu. Alls hefðu borist yfir 9 þúsund áskriftir samtals að fjárhæð 37,3 milljarðar króna.

Stjórn hefði samþykkt áskriftir að fjárhæð 30,3 milljarða og þannig ákveðið að nýta heimild til stækkunar útboðsins þannig að fjöldi seldra hluta verður 23 milljarðar.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
3,89
13
71.512
TM
1,38
12
126.834
ARION
0,97
43
436.036
VIS
0,83
19
326.708
SJOVA
0,74
15
102.039

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-1,76
13
147.050
HAGA
-1,63
32
298.357
SIMINN
-1,46
7
194.430
FESTI
-1,31
13
164.390
ICEAIR
-1,1
22
12.044
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.