„Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. september 2020 10:51 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í pontu þegar hlutafjárútboðið hófst í vikunni. Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist ekki geta tjáð sig um einstaka áskriftir í hlutafjárútboði félagsins sem lauk í gær, spurður út í fregnir þess efnis að stjórn félagsins hafi hafnað sjö milljarða króna tilboði bandaríska fjárfestisins Michelle Ballarin. Hann segir í samtali við Vísi að útboðið hafi gengið vonum framar og að starfsmenn félagsins séu stoltir og auðmjúkir. Í tilkynningu Icelandair í gær kom fram að umframeftirspurn hefði verið eftir hlutum í félaginu. Alls hefðu borist yfir 9 þúsund áskriftir samtals að fjárhæð 37,3 milljarðar króna. Stjórn hefði samþykkt áskriftir að fjárhæð 30,3 milljarða og þannig ákveðið að nýta heimild til stækkunar útboðsins þannig að fjöldi seldra hluta verður 23 milljarðar. Athygli vekur að sjö milljörðum króna munar á heildarfjárhæð áskrifta og því sem stjórn samþykkti en greint var frá því í gær að Ballarin hefði einmitt skráð sig fyrir sjö milljarða hlut í félaginu. Einni áskrift hafnað þar sem ekki tókst að sýna fram á fjármögnun „Ég get ekki tjáð mig um einstakar áskriftir en í svona útboðum þá hafa umsjónaraðilar og stjórn heimild til þess að fá staðfestingu á og kanna fjármögnun á áskriftum ef aðilar telja svo vera nauðsynlegt. Það var gert í nokkrum tilvikum og í einu tilviki þá tókst áskrifanda ekki að sanna eða sýna fram á að fjármögnun lægi fyrir á áskriftinni þannig að einni áskrift var hafnað,“ segir Bogi spurður út í tilboð Ballarin og hvort því hafi verið hafnað. Þá segir hann aðspurður hvort Ballarin sé orðinn einn stærsti hluthafinn í Icelandair að hluthafalistinn verði birtur fljótlega. Það þurfi að skrá bréfin og gefa þau út, það geti tekið einhverja daga. Fyrir útboðið voru lífeyrissjóðirnir stærstu hluthafar í Icelandair og héldu samanlagt á rúmum fimmtíu og þremur prósentum. Þeim var boðið að verja sinn hlut í útboðinu en Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem fyrir útboð var stærsti hluthafinn, tók ekki þátt í útboðinu. Bogi var spurður hvort lífeyrissjóðirnir væru enn í meirihluta að útboði loknu. „Eins og kom framí tilkynningunni í gær þá fjölgar almennum fjársfestar og almenningi í hluthafahópnum. Nú eru svokallaðir „retail“fjárfestar 50% af okkar hluthöfum og hluthöfum eru að fjölga mjög mikið, um sjö þúsund og eru um 11 þúsund hluthafar núna, sem er mjög ánægjulegt og mikil stuðningsyfirlýsing við félagið.“ Finna til ábyrgðar eftir útboðið Bogi segir að hann hafi alltaf verið bjartsýnn á að hlutafjárútboðið myndi ganga upp en niðurstaðan sé þó vonum framar. „Eftirspurnin var meiri heldur en við gerðum ráð fyrir sem er algjörlega frábært og mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni má segja, hluthöfum fjölgar um sjö þúsund, þeir verða um ellefu þúsund. Þannig að við erum bara mjög stolt og auðmjúk hérna hjá félaginu,“ segir Bogi. Eru þetta þá aðallega innlendir fagfjárfestar og einstaklingar sem tóku þátt í útboðinu þar sem þú talar um stuðningsyfirlýsingu frá þjóðinni? „Já, náttúrulega í útboðinu og svo hefur verið mikil hvatning víða úr þjóðfélaginu í gegnum ferlið allt saman. Við erum mjög ánægð með það.“ Hver eru svo næstu skref hjá Icelandair? „Nú er þessu verkefni lokið sem við höfum verið að fókusera á síðustu sex mánuði og nú verðum við að einbeita okkur að rekstri fyrirtækisins og það ætlum við að gera og ná árangri þar. Við finnum til ábyrgðar eftir þetta útboð og ætlum að ná árangri,“ segir Bogi. Á kynningarfundi á dögunum var því haldið fram að ef flugið tæki ekki við sér næsta sumar þyrfti jafnvel að draga á lánalínur með ríkisábyrgð í lok sumars. Bogi segir að niðurstaðan í útboðinu, minnki, upp að vissu marki, líkurnar á því að þess þurfi. „Ef eftirspurnin tekur ekki við sér næsta sumar að neinu leiti - og við verðum á sama stað þá og við erum núna - þá eru einhverjar líkur a því að við þurfum að draga á lánalínuna en markmiðið okkar er að þurfa ekki að gera það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist ekki geta tjáð sig um einstaka áskriftir í hlutafjárútboði félagsins sem lauk í gær, spurður út í fregnir þess efnis að stjórn félagsins hafi hafnað sjö milljarða króna tilboði bandaríska fjárfestisins Michelle Ballarin. Hann segir í samtali við Vísi að útboðið hafi gengið vonum framar og að starfsmenn félagsins séu stoltir og auðmjúkir. Í tilkynningu Icelandair í gær kom fram að umframeftirspurn hefði verið eftir hlutum í félaginu. Alls hefðu borist yfir 9 þúsund áskriftir samtals að fjárhæð 37,3 milljarðar króna. Stjórn hefði samþykkt áskriftir að fjárhæð 30,3 milljarða og þannig ákveðið að nýta heimild til stækkunar útboðsins þannig að fjöldi seldra hluta verður 23 milljarðar. Athygli vekur að sjö milljörðum króna munar á heildarfjárhæð áskrifta og því sem stjórn samþykkti en greint var frá því í gær að Ballarin hefði einmitt skráð sig fyrir sjö milljarða hlut í félaginu. Einni áskrift hafnað þar sem ekki tókst að sýna fram á fjármögnun „Ég get ekki tjáð mig um einstakar áskriftir en í svona útboðum þá hafa umsjónaraðilar og stjórn heimild til þess að fá staðfestingu á og kanna fjármögnun á áskriftum ef aðilar telja svo vera nauðsynlegt. Það var gert í nokkrum tilvikum og í einu tilviki þá tókst áskrifanda ekki að sanna eða sýna fram á að fjármögnun lægi fyrir á áskriftinni þannig að einni áskrift var hafnað,“ segir Bogi spurður út í tilboð Ballarin og hvort því hafi verið hafnað. Þá segir hann aðspurður hvort Ballarin sé orðinn einn stærsti hluthafinn í Icelandair að hluthafalistinn verði birtur fljótlega. Það þurfi að skrá bréfin og gefa þau út, það geti tekið einhverja daga. Fyrir útboðið voru lífeyrissjóðirnir stærstu hluthafar í Icelandair og héldu samanlagt á rúmum fimmtíu og þremur prósentum. Þeim var boðið að verja sinn hlut í útboðinu en Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem fyrir útboð var stærsti hluthafinn, tók ekki þátt í útboðinu. Bogi var spurður hvort lífeyrissjóðirnir væru enn í meirihluta að útboði loknu. „Eins og kom framí tilkynningunni í gær þá fjölgar almennum fjársfestar og almenningi í hluthafahópnum. Nú eru svokallaðir „retail“fjárfestar 50% af okkar hluthöfum og hluthöfum eru að fjölga mjög mikið, um sjö þúsund og eru um 11 þúsund hluthafar núna, sem er mjög ánægjulegt og mikil stuðningsyfirlýsing við félagið.“ Finna til ábyrgðar eftir útboðið Bogi segir að hann hafi alltaf verið bjartsýnn á að hlutafjárútboðið myndi ganga upp en niðurstaðan sé þó vonum framar. „Eftirspurnin var meiri heldur en við gerðum ráð fyrir sem er algjörlega frábært og mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni má segja, hluthöfum fjölgar um sjö þúsund, þeir verða um ellefu þúsund. Þannig að við erum bara mjög stolt og auðmjúk hérna hjá félaginu,“ segir Bogi. Eru þetta þá aðallega innlendir fagfjárfestar og einstaklingar sem tóku þátt í útboðinu þar sem þú talar um stuðningsyfirlýsingu frá þjóðinni? „Já, náttúrulega í útboðinu og svo hefur verið mikil hvatning víða úr þjóðfélaginu í gegnum ferlið allt saman. Við erum mjög ánægð með það.“ Hver eru svo næstu skref hjá Icelandair? „Nú er þessu verkefni lokið sem við höfum verið að fókusera á síðustu sex mánuði og nú verðum við að einbeita okkur að rekstri fyrirtækisins og það ætlum við að gera og ná árangri þar. Við finnum til ábyrgðar eftir þetta útboð og ætlum að ná árangri,“ segir Bogi. Á kynningarfundi á dögunum var því haldið fram að ef flugið tæki ekki við sér næsta sumar þyrfti jafnvel að draga á lánalínur með ríkisábyrgð í lok sumars. Bogi segir að niðurstaðan í útboðinu, minnki, upp að vissu marki, líkurnar á því að þess þurfi. „Ef eftirspurnin tekur ekki við sér næsta sumar að neinu leiti - og við verðum á sama stað þá og við erum núna - þá eru einhverjar líkur a því að við þurfum að draga á lánalínuna en markmiðið okkar er að þurfa ekki að gera það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent