Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2020 09:33 Fullyrt er í frétt Fréttablaðsins í morgun að stjórn Icelandair hafi hafnað tilboði Michelle Ballarin í hlutafjárútboði félagsins sem lauk í gær. Vísir/Baldur Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. Upphæðin samsvarar þeirri fjárhæð sem bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin gerði í útboðinu og hefur fréttastofa heimildir fyrir því að það hafi einmitt verið tilboð Ballarin sem stjórn félagsins hafnaði. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins í morgun. Hvorki Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill, sem hefur aðstoðað Ballarin hér á landi né Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin, höfðu heyrt af því að Icelandair hefði hafnað tilboði fjárfestisins þegar Vísir náði tali af þeim í morgun. Í tilkynningu Icelandair í gær kom fram að alls hefðu borist yfir 9 þúsund áskriftir samtals að fjárhæð 37,3 milljarðar króna. Stjórn hefði samþykkt áskriftir að fjárhæð 30,3 milljarða og þannig ákveðið að nýta heimild til stækkunar útboðsins þannig að fjöldi seldra hluta verður 23 milljarðar. Fréttastofa greindi frá því síðdegis í gær að Ballarin hefði skráð sig fyrir stórum hlut í Icelandair. Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi en hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði Ballarin tilboð í gær upp á um sjö milljarða íslenskra króna. Var þetta um helmingur þeirrar upphæðar sem reynt var að afla með hlutafjárútboðinu til viðbótar við loforðin frá bönkunum. Ballarin hefði þá orðið stærsti einstaki hluthafinn í félaginu en hún vonaðist til að halda á 25% hlut í Icelandair eftir kaupin. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. Upphæðin samsvarar þeirri fjárhæð sem bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin gerði í útboðinu og hefur fréttastofa heimildir fyrir því að það hafi einmitt verið tilboð Ballarin sem stjórn félagsins hafnaði. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins í morgun. Hvorki Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill, sem hefur aðstoðað Ballarin hér á landi né Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin, höfðu heyrt af því að Icelandair hefði hafnað tilboði fjárfestisins þegar Vísir náði tali af þeim í morgun. Í tilkynningu Icelandair í gær kom fram að alls hefðu borist yfir 9 þúsund áskriftir samtals að fjárhæð 37,3 milljarðar króna. Stjórn hefði samþykkt áskriftir að fjárhæð 30,3 milljarða og þannig ákveðið að nýta heimild til stækkunar útboðsins þannig að fjöldi seldra hluta verður 23 milljarðar. Fréttastofa greindi frá því síðdegis í gær að Ballarin hefði skráð sig fyrir stórum hlut í Icelandair. Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi en hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði Ballarin tilboð í gær upp á um sjö milljarða íslenskra króna. Var þetta um helmingur þeirrar upphæðar sem reynt var að afla með hlutafjárútboðinu til viðbótar við loforðin frá bönkunum. Ballarin hefði þá orðið stærsti einstaki hluthafinn í félaginu en hún vonaðist til að halda á 25% hlut í Icelandair eftir kaupin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira