Rómantísk þjóðkirkja Skúli S. Ólafsson skrifar 18. september 2020 10:30 Nú fara breyttir tímar í hönd í trúmálum. Innan tíðar verður lagt fram frumvarp á Alþingi að nýjum lögum um þjóðkirkjuna sem fær þá fulla stjórn yfir eigin málum sínum. Kirkjuþing er æðsta stjórn kirkjunnar og þess bíða stór verkefni við að búa þetta fjölmenna og litríka samfélag undir nýja tíma. Þetta fyrirkomulag sem við köllum þjóðkirkju er þó fremur nýtt af nálinni, a.m.k. á mælikvarða kirkjusögunnar. Hugtakið verður til snemma á 19. öld í hugmyndastraumum sem gjarnan eru kenndir við rómantík. Já, rétt er að vara við smellubeitu áður en lengra er haldið: þjóðkirkjan er rómantísk í sögulegu ljósi. Valdið kemur að neðan Hugmyndin um þjóðkirkju varð til í upphafi 19. aldar og dregur dám af tíðarandanum: rómantíska skeiðinu, þar sem tilfinningar fengu aukinn gaum og valdið átti að koma frá fólkinu/þjóðinni. Áratugina á undan hafði kristindómurinn mátt þola harða ágjöf. Upplýsingarmenn gagnrýndu trúarkenningar og því til viðbótar höfðu herir Napóleons farið um álfuna svo margar kirkjur stóðu eftir grátt leiknar og tekjulitlar. Hugsuðir fundu sér efnivið í manni og náttúru fremur en í sögum Biblíunnar. Sú skipan kirkjumála sem áður hafði verið við lýði, riðaði til falls og tími var kominn til að skoða málin upp á nýtt. Sá sem lagði mest til þeirra mála var þýski guðfræðingurinn Friedrich Schleiermacher (1768-1834) og er hann talinn vera faðir hugmyndarinnar um þjóðkirkju. Megininntak hennar er að þjóðin/fólkið eigi að stjórna kirkjunni með lýðræðislegum hætti. Hann taldi að kirkjur ættu ekki að vera vettvangur trúboðs heldur ættu þær að mæta þörfum fólks fyrir að tilheyra samfélagi og að búa við frelsi til athafna og ákvarðana. Það er því trúarþörf sem kallar fram kirkjuna, því er ekki öfugt farið. Schleiermacher taldi rætur margra vandamála innan kirkjunnar mætti rekja til náinna tengsla hennar við ríkisvaldið. Stjórn kirkjunnar ætti fremur heima í höndum sjálfstætt starfandi kirkjuþings þar sem leikmenn væru í meirihluta. Slíkt þing gæti leitt kirkjuna áfram á grundvelli samtals og almennrar þátttöku. Valdið í kirkjunni átti því ekki að koma að ofan, heldur að neðan, frá grasrótinni. Frelsi og frumkvæði Þetta þóttu mikil tíðindi. Þegar trúfrelsi komst síðan á í vestrænum samfélögum, með stjórnarskrám, fengu kenningar Schleiermachers á ný aukið vægi. Þær urðu nokkurs konar stefnumótun fyrir þjóðkirkjur sem fetuðu sig inn í nýtt lýðræðisumhverfi. Sú íslenska leit ekki dagsins ljós fyrr en 1874. Hún hefði væntanlega orðið til í kjölfar þjóðfundarins 1851, en orðin: „vér mótmælum allir“ seinkuði henni um tæpan aldarfjórðung! Þjóðkirkjan á í þessum anda að taka mið af tilfinningum fólks og þær eru síkvikar. Trúarlíf fólks er að sama skapi breytilegt frá einum tíma til annars. Það er því ekki á skjön við tilgang hennar og eðli þótt hún stígi fram og geri eitthvað alveg nýtt, eitthvað sem engum hefði dottið í hug fáeinum árum fyrr. Það er þvert á móti í samræmi við þessar hugsjónir. Við þurfum bara að leyfa slíkum aðgerðum að fara í gegnum skilvirka flæðilínu lýðræðislegs samtals í því skyni að finna heppilegan vettvang og ákjósanlegt form. Þjóðkirkja er því ekki valdastofnun sem stjórnar að ofan, heldur lýðræðislegt félag sem starfar í anda þjónustu, umburðarlyndis og lætur sig varða tilfinningar fólks og líðan. Að baki þessu býr sú fullvissa að heimurinn eigi sér upphaf og tilgang í þeim Guði sem opinberar sig sem Jesús Kristur. Kirkjuþing, grasrótarhreyfing kirkjunnar, sem hefur völdin í hendi sér mun vonandi halda inn í nýja tíma með þessar hugsjónir að leiðarljósi. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Skúli S. Ólafsson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fara breyttir tímar í hönd í trúmálum. Innan tíðar verður lagt fram frumvarp á Alþingi að nýjum lögum um þjóðkirkjuna sem fær þá fulla stjórn yfir eigin málum sínum. Kirkjuþing er æðsta stjórn kirkjunnar og þess bíða stór verkefni við að búa þetta fjölmenna og litríka samfélag undir nýja tíma. Þetta fyrirkomulag sem við köllum þjóðkirkju er þó fremur nýtt af nálinni, a.m.k. á mælikvarða kirkjusögunnar. Hugtakið verður til snemma á 19. öld í hugmyndastraumum sem gjarnan eru kenndir við rómantík. Já, rétt er að vara við smellubeitu áður en lengra er haldið: þjóðkirkjan er rómantísk í sögulegu ljósi. Valdið kemur að neðan Hugmyndin um þjóðkirkju varð til í upphafi 19. aldar og dregur dám af tíðarandanum: rómantíska skeiðinu, þar sem tilfinningar fengu aukinn gaum og valdið átti að koma frá fólkinu/þjóðinni. Áratugina á undan hafði kristindómurinn mátt þola harða ágjöf. Upplýsingarmenn gagnrýndu trúarkenningar og því til viðbótar höfðu herir Napóleons farið um álfuna svo margar kirkjur stóðu eftir grátt leiknar og tekjulitlar. Hugsuðir fundu sér efnivið í manni og náttúru fremur en í sögum Biblíunnar. Sú skipan kirkjumála sem áður hafði verið við lýði, riðaði til falls og tími var kominn til að skoða málin upp á nýtt. Sá sem lagði mest til þeirra mála var þýski guðfræðingurinn Friedrich Schleiermacher (1768-1834) og er hann talinn vera faðir hugmyndarinnar um þjóðkirkju. Megininntak hennar er að þjóðin/fólkið eigi að stjórna kirkjunni með lýðræðislegum hætti. Hann taldi að kirkjur ættu ekki að vera vettvangur trúboðs heldur ættu þær að mæta þörfum fólks fyrir að tilheyra samfélagi og að búa við frelsi til athafna og ákvarðana. Það er því trúarþörf sem kallar fram kirkjuna, því er ekki öfugt farið. Schleiermacher taldi rætur margra vandamála innan kirkjunnar mætti rekja til náinna tengsla hennar við ríkisvaldið. Stjórn kirkjunnar ætti fremur heima í höndum sjálfstætt starfandi kirkjuþings þar sem leikmenn væru í meirihluta. Slíkt þing gæti leitt kirkjuna áfram á grundvelli samtals og almennrar þátttöku. Valdið í kirkjunni átti því ekki að koma að ofan, heldur að neðan, frá grasrótinni. Frelsi og frumkvæði Þetta þóttu mikil tíðindi. Þegar trúfrelsi komst síðan á í vestrænum samfélögum, með stjórnarskrám, fengu kenningar Schleiermachers á ný aukið vægi. Þær urðu nokkurs konar stefnumótun fyrir þjóðkirkjur sem fetuðu sig inn í nýtt lýðræðisumhverfi. Sú íslenska leit ekki dagsins ljós fyrr en 1874. Hún hefði væntanlega orðið til í kjölfar þjóðfundarins 1851, en orðin: „vér mótmælum allir“ seinkuði henni um tæpan aldarfjórðung! Þjóðkirkjan á í þessum anda að taka mið af tilfinningum fólks og þær eru síkvikar. Trúarlíf fólks er að sama skapi breytilegt frá einum tíma til annars. Það er því ekki á skjön við tilgang hennar og eðli þótt hún stígi fram og geri eitthvað alveg nýtt, eitthvað sem engum hefði dottið í hug fáeinum árum fyrr. Það er þvert á móti í samræmi við þessar hugsjónir. Við þurfum bara að leyfa slíkum aðgerðum að fara í gegnum skilvirka flæðilínu lýðræðislegs samtals í því skyni að finna heppilegan vettvang og ákjósanlegt form. Þjóðkirkja er því ekki valdastofnun sem stjórnar að ofan, heldur lýðræðislegt félag sem starfar í anda þjónustu, umburðarlyndis og lætur sig varða tilfinningar fólks og líðan. Að baki þessu býr sú fullvissa að heimurinn eigi sér upphaf og tilgang í þeim Guði sem opinberar sig sem Jesús Kristur. Kirkjuþing, grasrótarhreyfing kirkjunnar, sem hefur völdin í hendi sér mun vonandi halda inn í nýja tíma með þessar hugsjónir að leiðarljósi. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun