BL sýnir sjö nýja bíla á Hólmavík og Ísafirði Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. september 2020 07:00 Hyundai Tucson verður til sýnis. Söluráðgjafar BL leggja land undir fót um helgina þegar haldin verður bílasýning á alls sjö, nýjum fólksbílum, jepplingum og jeppum á Hólmavík og Ísafirði. Sýndir verða fjórhjóladrifnu jepplingarnir Hyundai Tucson, Nissan Qashqai, Renault Koleos, Subaru Outback og Subaru XV auk hins fullvaxna Land Rover Defender, segir í fréttatilkynningu frá BL. Einnig slæst með í för 100% rafdrifni og framhjóladrifni fólksbíllinn Hyundai Kona EV sem hefur tæplega 450 km drægi á rafhlöðunni. Renault Koleos verður einnig til sýnis. Á Hólmavík fer bílasýningin fram á morgun, föstudaginn 18. september, milli kl. 16 og 17 við Pakkhúsið, þar sem Kaupfélag Steingrímsfjarðar rekur byggingavöruverslun. Á Ísafirði verður sýningin á laugardag við Bílaverkstæði SB ehf. við Sindragötu 3 milli kl. 12 og 16. Í tilefni sýningarinnar á Ísafirði býður Bílaverkstæði SB viðskiptavinum sínum við Djúp ýmis afsláttarkjör af vörum og þjónustu sem hægt er að kynna sér nánar á sýningunni á laugardag. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent
Söluráðgjafar BL leggja land undir fót um helgina þegar haldin verður bílasýning á alls sjö, nýjum fólksbílum, jepplingum og jeppum á Hólmavík og Ísafirði. Sýndir verða fjórhjóladrifnu jepplingarnir Hyundai Tucson, Nissan Qashqai, Renault Koleos, Subaru Outback og Subaru XV auk hins fullvaxna Land Rover Defender, segir í fréttatilkynningu frá BL. Einnig slæst með í för 100% rafdrifni og framhjóladrifni fólksbíllinn Hyundai Kona EV sem hefur tæplega 450 km drægi á rafhlöðunni. Renault Koleos verður einnig til sýnis. Á Hólmavík fer bílasýningin fram á morgun, föstudaginn 18. september, milli kl. 16 og 17 við Pakkhúsið, þar sem Kaupfélag Steingrímsfjarðar rekur byggingavöruverslun. Á Ísafirði verður sýningin á laugardag við Bílaverkstæði SB ehf. við Sindragötu 3 milli kl. 12 og 16. Í tilefni sýningarinnar á Ísafirði býður Bílaverkstæði SB viðskiptavinum sínum við Djúp ýmis afsláttarkjör af vörum og þjónustu sem hægt er að kynna sér nánar á sýningunni á laugardag.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent