Í beinni: Vodafonedeildin í CS:GO, KR mætir Dusty 17. september 2020 19:01 Úrvalsliðin etja kappi í Vodafonedeildinni í CS:GO í kvöld. Sjötta umferð deildarinnar verður spiluð í kvöld og eru spennandi viðureignir í vændum. Kvöldið byrjar með leik XY og Exile. Bæði lið hafa sýnt flotta takta í deildinni og eru bæði liðin sigurstrangleg. Exile mæta heitir til leiks eftir frábæra frammistöðu gegn Fylki í síðustu umferð. En XY búa yfir heimavallar forskoti og ráða því kortinu. KR tekur á móti Dusty á heimavelli í öðrum leik kvöldsins. Bæði liðin eru taplaus í Vodafonedeildinni hingað til. Það er því til mikils að vinna og megum við búast við því að allt verði lagt á línurnar í viðureign kvöldsins. Lokaleikur kvöldsins er Fylkir á móti GOAT. Lið Fylkis hefur spilað frábærlega í deildinni hingað til en gekk illa að klára leikinn í síðustu umferð. Spennandi verður að sjá hvernig GOAT mun takast á við Fylkislestina. Fyrsta viðureign kvöldsins hefst kl 19:30 og verður sýnd á Stöð 2 esport og hér á Vísi. Leikir kvöldsins verða samkvæmt dagskrá hér að neðan. 19:30 XY - Exile 20:30 KR - Dusty 21:30 Fylkir - GOAT Útsending er hefst kl 19:15 og stendur yfir fram eftir kvöldi og hægt er að fylgjast með henni hérna. Dusty KR Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti
Úrvalsliðin etja kappi í Vodafonedeildinni í CS:GO í kvöld. Sjötta umferð deildarinnar verður spiluð í kvöld og eru spennandi viðureignir í vændum. Kvöldið byrjar með leik XY og Exile. Bæði lið hafa sýnt flotta takta í deildinni og eru bæði liðin sigurstrangleg. Exile mæta heitir til leiks eftir frábæra frammistöðu gegn Fylki í síðustu umferð. En XY búa yfir heimavallar forskoti og ráða því kortinu. KR tekur á móti Dusty á heimavelli í öðrum leik kvöldsins. Bæði liðin eru taplaus í Vodafonedeildinni hingað til. Það er því til mikils að vinna og megum við búast við því að allt verði lagt á línurnar í viðureign kvöldsins. Lokaleikur kvöldsins er Fylkir á móti GOAT. Lið Fylkis hefur spilað frábærlega í deildinni hingað til en gekk illa að klára leikinn í síðustu umferð. Spennandi verður að sjá hvernig GOAT mun takast á við Fylkislestina. Fyrsta viðureign kvöldsins hefst kl 19:30 og verður sýnd á Stöð 2 esport og hér á Vísi. Leikir kvöldsins verða samkvæmt dagskrá hér að neðan. 19:30 XY - Exile 20:30 KR - Dusty 21:30 Fylkir - GOAT Útsending er hefst kl 19:15 og stendur yfir fram eftir kvöldi og hægt er að fylgjast með henni hérna.
Dusty KR Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti