Stjórnvöld sinna ekki skyldum sínum gagnvart umhverfinu Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 17. september 2020 10:30 Fyrirtækið Rio Tinto rak nýverið forstjóra sinn og tvo aðra hátt setta stjórnendur fyrir að sprengja upp hella í Ástralíu þar sem frumbyggjar höfðu búið í 46 þúsund ár. Ómetanlegar menningarminjar voru eyðilagðar. Fyrirtækið hafði fengið öll tilskilin leyfi til að sprengja hellana frá yfirvöldum. Er það ekki hlutverk yfirvalda vernda almannahagsmuni og verðmætar menningarminjar fyrir ásælni stórfyrirtækja? Hvernig er þessu farið á Íslandi? Hverjir eru það sem taka ákvarðanir um framkvæmdir sem geta valdið náttúru- og menningarminjum skaða? Hvernig verndum við íslenska náttúru fyrir óafturkræfum spjöllum? Landvernd vinnur að því að fræða almenning og valdhafa um gildi náttúrunnar, draga fram fegurð hennar og eigið virði og biðlað til allra um að ganga vel um. Samtökin deila meðal annars fallegum myndum af lítt spilltri náttúru og hvetja til þess að öll leggi sitt af mörkum við verndun hennar, ekki síst kynslóðum framtíðarinnar til heilla. Þessar mjúku aðferðir til að vernda náttúruna duga því miður skammt. Til þess að tryggja vernd íslenskrar náttúru gegn óbætanlegum skaða vegna skammtímahagsmuna fárra, þarf lög sem útiloka hagsmunaárekstra og þar sem faglegt mat, gagnsæi og skýrt umboð til ákvarðanatöku ráða för. Íslensk lög hafa ekki náð að vernda íslenska náttúru eins og ríkt tilefni hefur verið til. Dæmin eru mjög mörg: Kárahnjúkavirkjun, Þeistareykjavirkjun, vegur um Gálgahraun, vegur um Teigskóg, vegur yfir Hornafjarðarfljót, rannsóknir vegna Hvalárvirkjunar, malarnám í Ingólfsfjalli (2006), rannsóknir vegna jarðvarmavirkjunar í Sogunum, Brúarvirkjun í Biskupstungum, starfsleyfi PCC á Bakka, starfsleyfi United Silicon svo fáein séu talin. Hluti af skýringunni er viðhorf of margra Íslendinga til náttúru landsins: hún skuli nytjuð eins og hægt er án tillits til afleiðinga. Þetta viðhorf endurspeglast í íslenskum lögum um mat á umhverfisáhrifum. Þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslensk lög um mat á umhverfisáhrifum eru gloppótt, gefa of mörg tækifæri til þess að hagsmunaárekstrar eigi sér stað, ákvarðanaferlið er óþarflega flókið og ógagnsætt og markmið þeirra er ekki vernd umhverfisins heldur lágmörkun skaða sem framkvæmdir valda. Ísland hefur þjóðréttarlega skuldbindingar gagnvart Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og tilteknar tilskipanir á að leiða í íslensk lög. Íslensk stjórnvöld hafa þverskallast við að taka upp tilskipanir EES á umhverfissviðinu og hafa þrátt fyrir dóm ekki innleitt EES-reglur um mat á umhverfisáhrifum með fullnægjandi hætti. Áhrif hagsmunaaðila á lög um mat á umhverfisáhrifum eru of mikil á Íslandi og hafa staðið í vegi fyrir því að hér séum við með rétt innleiddar EES-reglur. Í kjölfarið á því að Kárahnjúkavirkjun fékk falleinkunn við mat á umhverfisáhrifum var lögum breytt þannig að ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis var alfarið í höndum viðkomandi sveitarfélaga. Reynslan sýnir að sum þeirra skeyta lítið um niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum. Sveitarfélög á Íslandi eru mjög lítil. Einstakar stórframkvæmdir geta því haft mikil áhrif á fjárhag þeirra í gegnum fasteignagjöld og umsvif á framkvæmdatíma. Þau geta því lent í mjög erfiðum hagsmunaárekstrum þegar taka á ákvörðun um leyfi til framkvæmda og kostnaður umhverfisins og náttúrunnar er metin á móti mögulegum tekjum sveitafélagsins. Íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að tryggja að svona hagsmunaárekstrar eigi sér ekki stað. En stjórnvöld hafa enn ekki sinnt þeirri skyldu sinni. Menningarminjar og náttúra í hættu Allur heimurinn hefur tapað einstökum menningarminjum úr sögu okkar sem varpa ljósi á hvernig manneskjur lifðu fyrir tugþúsundum ára. Ástralar áttu að gæta þessara menningarminja fyrir mannkynið en létu undan þrýstingi stórfyrirtækis og skammtímahagsmunum þess. Íslendingar eiga að gæta íslenskrar náttúru sem er einstök í heiminum. Til þess að sinna því vel verður að hafa styrka stjórnsýslu sem hvílir á skýrri og afgerandi löggjöf. Íslensk stjórnvöld virðast ófær um að innleiða hér lágmarkskröfur EES til verndar náttúrunni gegn skammtímahagsmunum vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum. Landvernd telur sig því knúin til að kvartað við Eftirlitstofnunar EFTA og má lesa nánar um þá kvörtun hér. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fyrirtækið Rio Tinto rak nýverið forstjóra sinn og tvo aðra hátt setta stjórnendur fyrir að sprengja upp hella í Ástralíu þar sem frumbyggjar höfðu búið í 46 þúsund ár. Ómetanlegar menningarminjar voru eyðilagðar. Fyrirtækið hafði fengið öll tilskilin leyfi til að sprengja hellana frá yfirvöldum. Er það ekki hlutverk yfirvalda vernda almannahagsmuni og verðmætar menningarminjar fyrir ásælni stórfyrirtækja? Hvernig er þessu farið á Íslandi? Hverjir eru það sem taka ákvarðanir um framkvæmdir sem geta valdið náttúru- og menningarminjum skaða? Hvernig verndum við íslenska náttúru fyrir óafturkræfum spjöllum? Landvernd vinnur að því að fræða almenning og valdhafa um gildi náttúrunnar, draga fram fegurð hennar og eigið virði og biðlað til allra um að ganga vel um. Samtökin deila meðal annars fallegum myndum af lítt spilltri náttúru og hvetja til þess að öll leggi sitt af mörkum við verndun hennar, ekki síst kynslóðum framtíðarinnar til heilla. Þessar mjúku aðferðir til að vernda náttúruna duga því miður skammt. Til þess að tryggja vernd íslenskrar náttúru gegn óbætanlegum skaða vegna skammtímahagsmuna fárra, þarf lög sem útiloka hagsmunaárekstra og þar sem faglegt mat, gagnsæi og skýrt umboð til ákvarðanatöku ráða för. Íslensk lög hafa ekki náð að vernda íslenska náttúru eins og ríkt tilefni hefur verið til. Dæmin eru mjög mörg: Kárahnjúkavirkjun, Þeistareykjavirkjun, vegur um Gálgahraun, vegur um Teigskóg, vegur yfir Hornafjarðarfljót, rannsóknir vegna Hvalárvirkjunar, malarnám í Ingólfsfjalli (2006), rannsóknir vegna jarðvarmavirkjunar í Sogunum, Brúarvirkjun í Biskupstungum, starfsleyfi PCC á Bakka, starfsleyfi United Silicon svo fáein séu talin. Hluti af skýringunni er viðhorf of margra Íslendinga til náttúru landsins: hún skuli nytjuð eins og hægt er án tillits til afleiðinga. Þetta viðhorf endurspeglast í íslenskum lögum um mat á umhverfisáhrifum. Þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslensk lög um mat á umhverfisáhrifum eru gloppótt, gefa of mörg tækifæri til þess að hagsmunaárekstrar eigi sér stað, ákvarðanaferlið er óþarflega flókið og ógagnsætt og markmið þeirra er ekki vernd umhverfisins heldur lágmörkun skaða sem framkvæmdir valda. Ísland hefur þjóðréttarlega skuldbindingar gagnvart Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og tilteknar tilskipanir á að leiða í íslensk lög. Íslensk stjórnvöld hafa þverskallast við að taka upp tilskipanir EES á umhverfissviðinu og hafa þrátt fyrir dóm ekki innleitt EES-reglur um mat á umhverfisáhrifum með fullnægjandi hætti. Áhrif hagsmunaaðila á lög um mat á umhverfisáhrifum eru of mikil á Íslandi og hafa staðið í vegi fyrir því að hér séum við með rétt innleiddar EES-reglur. Í kjölfarið á því að Kárahnjúkavirkjun fékk falleinkunn við mat á umhverfisáhrifum var lögum breytt þannig að ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis var alfarið í höndum viðkomandi sveitarfélaga. Reynslan sýnir að sum þeirra skeyta lítið um niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum. Sveitarfélög á Íslandi eru mjög lítil. Einstakar stórframkvæmdir geta því haft mikil áhrif á fjárhag þeirra í gegnum fasteignagjöld og umsvif á framkvæmdatíma. Þau geta því lent í mjög erfiðum hagsmunaárekstrum þegar taka á ákvörðun um leyfi til framkvæmda og kostnaður umhverfisins og náttúrunnar er metin á móti mögulegum tekjum sveitafélagsins. Íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að tryggja að svona hagsmunaárekstrar eigi sér ekki stað. En stjórnvöld hafa enn ekki sinnt þeirri skyldu sinni. Menningarminjar og náttúra í hættu Allur heimurinn hefur tapað einstökum menningarminjum úr sögu okkar sem varpa ljósi á hvernig manneskjur lifðu fyrir tugþúsundum ára. Ástralar áttu að gæta þessara menningarminja fyrir mannkynið en létu undan þrýstingi stórfyrirtækis og skammtímahagsmunum þess. Íslendingar eiga að gæta íslenskrar náttúru sem er einstök í heiminum. Til þess að sinna því vel verður að hafa styrka stjórnsýslu sem hvílir á skýrri og afgerandi löggjöf. Íslensk stjórnvöld virðast ófær um að innleiða hér lágmarkskröfur EES til verndar náttúrunni gegn skammtímahagsmunum vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum. Landvernd telur sig því knúin til að kvartað við Eftirlitstofnunar EFTA og má lesa nánar um þá kvörtun hér. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun