Þórdís Kolbrún, ég vil sjá orkustefnu fyrir Ísland Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 17. september 2020 08:00 Íslendingar standa mjög framarlega í orkumálum. Við höldum þó fram á veginn og nú stefnum við að því að hætta alfarið að nota jarðefnaeldsneyti en það er einn partur af þeim breytingum sem við verðum að tileinka okkur til að takast á við loftslagsbreytingar. Sumir gleyma þar að taka inn í myndina að breytingarnar sem okkar er krafist eru einnig betri nýting og aukin sjálfbærni. Einhvern tímann verðum við að stoppa og hugsa um það hvernig við notum orkuna. Í rauninni hefðum við þurft að gera það fyrir löngu. Oftar en einusinni hefur verið sett á fót nefnd með hið stóra verkefni að gera orkustefnu fyrir Ísland. Síðast átti orkustefnunefnd að skila af sér heilmótaðri stefnu í árslok 2018 samkvæmt vefsíðu stjórnarráðsins. Sú vinna dróst á langinn og nú hefur ekkert heyrst frá téðri nefnd í meira en ár. Þetta er flókið verkefni því hagsmunaaðilar eru margir og samspil þeirra flókið. Hægt er að gera sér í hugalund hvernig þetta samspil virkar í handbók í hagsmunagæslu fyrir umhverfið sem félag Ungra umhverfissinna gaf út í ár. Hagsmunaaðilar sem geta ekki tjáð sig eins og náttúran sjálf eiga oft til að verða undir í umræðunni. Aðeins framíðin mun leiða í ljós hversu verðmæt víðerni (e. wilderness) eru í raun og veru. Ekki endilega verðmæt í beinhörðum peningum heldur einfaldlega í tilveru sinni. Við viljum geta sagt framtíðar kynslóðum landsins að sú orka sem við framleiddum með öllum þeim fórnarkostnaði sem henni fylgir hafi verið skynsamlega varið á sjálfbæran hátt. Um þetta skrifuðu Ungir umhverfissinnar í umsögn sinni til 1. áfanga orkustefnu í febrúar 2019. Hvergi er þó til neitt plan um hvað á að gera við orkuna sem kannski mun verða til eða kannski mun losna þegar stóriðnaður á Íslandi breytist. Upplýsingarnar sem hægt er að nálgast eru misvísandi og til þess fallnar að hagsmunaaðilar geti valið það úr sem þeim hentar. ·Samkvæmt deildarstjóri kerfisstýringar hjá RARIK, þurfum við að virkja 300 MW ef við ætlum að ná fram orkuskiptum á landi fyrir 2030. ·Samkvæmt forstjóra orkuveitunnar eru 7,5% af núverandi rafmagni sem við framleiðum ekki í notkun og því engin ástæða til að virkja. ·Samkvæmt aðgerðaráætlun í stjórnvalda í loftslagsmálum 2020 skal hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi vera komið upp í 30% árið 2030. ·Samkvæmt grænni sviðsmynd í orkuspá orkustofnunnar er gert ráð fyrir 40% endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum á landi árið 2050. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að eiga neinar málefnalegar umræður um stöðu mála þegar slíkt stefnuleysi ríkir. Mismunandi er í hvaða tölur er vísað og orkuspá samræmist ekki aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Ég kalla eftir orkustefnu svo hægt sé að ræða um orkumál á Íslandi af alvöru. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Íslendingar standa mjög framarlega í orkumálum. Við höldum þó fram á veginn og nú stefnum við að því að hætta alfarið að nota jarðefnaeldsneyti en það er einn partur af þeim breytingum sem við verðum að tileinka okkur til að takast á við loftslagsbreytingar. Sumir gleyma þar að taka inn í myndina að breytingarnar sem okkar er krafist eru einnig betri nýting og aukin sjálfbærni. Einhvern tímann verðum við að stoppa og hugsa um það hvernig við notum orkuna. Í rauninni hefðum við þurft að gera það fyrir löngu. Oftar en einusinni hefur verið sett á fót nefnd með hið stóra verkefni að gera orkustefnu fyrir Ísland. Síðast átti orkustefnunefnd að skila af sér heilmótaðri stefnu í árslok 2018 samkvæmt vefsíðu stjórnarráðsins. Sú vinna dróst á langinn og nú hefur ekkert heyrst frá téðri nefnd í meira en ár. Þetta er flókið verkefni því hagsmunaaðilar eru margir og samspil þeirra flókið. Hægt er að gera sér í hugalund hvernig þetta samspil virkar í handbók í hagsmunagæslu fyrir umhverfið sem félag Ungra umhverfissinna gaf út í ár. Hagsmunaaðilar sem geta ekki tjáð sig eins og náttúran sjálf eiga oft til að verða undir í umræðunni. Aðeins framíðin mun leiða í ljós hversu verðmæt víðerni (e. wilderness) eru í raun og veru. Ekki endilega verðmæt í beinhörðum peningum heldur einfaldlega í tilveru sinni. Við viljum geta sagt framtíðar kynslóðum landsins að sú orka sem við framleiddum með öllum þeim fórnarkostnaði sem henni fylgir hafi verið skynsamlega varið á sjálfbæran hátt. Um þetta skrifuðu Ungir umhverfissinnar í umsögn sinni til 1. áfanga orkustefnu í febrúar 2019. Hvergi er þó til neitt plan um hvað á að gera við orkuna sem kannski mun verða til eða kannski mun losna þegar stóriðnaður á Íslandi breytist. Upplýsingarnar sem hægt er að nálgast eru misvísandi og til þess fallnar að hagsmunaaðilar geti valið það úr sem þeim hentar. ·Samkvæmt deildarstjóri kerfisstýringar hjá RARIK, þurfum við að virkja 300 MW ef við ætlum að ná fram orkuskiptum á landi fyrir 2030. ·Samkvæmt forstjóra orkuveitunnar eru 7,5% af núverandi rafmagni sem við framleiðum ekki í notkun og því engin ástæða til að virkja. ·Samkvæmt aðgerðaráætlun í stjórnvalda í loftslagsmálum 2020 skal hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi vera komið upp í 30% árið 2030. ·Samkvæmt grænni sviðsmynd í orkuspá orkustofnunnar er gert ráð fyrir 40% endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum á landi árið 2050. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að eiga neinar málefnalegar umræður um stöðu mála þegar slíkt stefnuleysi ríkir. Mismunandi er í hvaða tölur er vísað og orkuspá samræmist ekki aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Ég kalla eftir orkustefnu svo hægt sé að ræða um orkumál á Íslandi af alvöru. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar