Hvar er frjálslyndið? Starri Reynisson skrifar 15. september 2020 22:00 Innflytjendur og flóttamenn auðga íslenskt samfélag, hvort sem horft er á menningarlega eða efnahagslega þætti. Þeir bæta matarmenningu, flytja með sér þekkingu, taka þátt í nýsköpun og skila heilmiklu til samfélagsins í formi vinnu og skatta. Samfélag þar sem lækkandi fæðingartíðni er staðreynd hefur ekki efni á því að hafna fólki sem langar að taka þátt í því. Við eigum að vera þakklát, sýna mannúð og taka fólki opnum örmum, þannig byggjum við frjálslynt, opið samfélag til lengri tíma. Síðan 2013 hefur Sjálfstæðisflokkurinn óslitið farið með stjórn í málefnum útlendinga, innflytjenda og flóttamanna. Það verður seint sagt að sú stefna sem keyrð hefur verið á þeim tíma sé frjálslynd eða mannúðleg. Fólki, einstaklingum, fjölskyldum og börnum er ítrekað vísað úr landi jafnvel þó þau hafi dvalið hér í talsvert langan tíma, aðlagast vel, kunni vel við sig og vilji leggja til samfélagsins. Dómsmálaráðherra kveðst ekki ætla að skipta sér af einstökum málum, henni finnst ótækt að breyta reglugerð til þess eins að „bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla”. Þau „einstöku mál” sem hafa komið upp á síðustu árum eru þó orðin það mörg að ekki er hægt að efast um að lagaramminn sé meingallaður. Krafan og þörfin fyrir mannúðlegri og frjálslyndari löggjöf sem gerir þeim sem vilja kleift að koma hingað, setjast að, festa rætur og taka þátt í samfélaginu er skýr. Þegar nýr, ungur ráðherra sem hefur alla tíð spyrt sig við frjálslynda hugmyndafræði tók við málaflokknum fyrr á þessu kjörtímabili bundu ég og fleiri vonir við að málin myndu þokast til betri vegar. Það hefur ekki orðið, heldur hefur hún viðhaldið mannvonskulegri íhaldsstefnu forvera sinna. Það er því ekki nema von að spurt sé, Áslaug, hvar er frjálslyndið? Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Starri Reynisson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Innflytjendur og flóttamenn auðga íslenskt samfélag, hvort sem horft er á menningarlega eða efnahagslega þætti. Þeir bæta matarmenningu, flytja með sér þekkingu, taka þátt í nýsköpun og skila heilmiklu til samfélagsins í formi vinnu og skatta. Samfélag þar sem lækkandi fæðingartíðni er staðreynd hefur ekki efni á því að hafna fólki sem langar að taka þátt í því. Við eigum að vera þakklát, sýna mannúð og taka fólki opnum örmum, þannig byggjum við frjálslynt, opið samfélag til lengri tíma. Síðan 2013 hefur Sjálfstæðisflokkurinn óslitið farið með stjórn í málefnum útlendinga, innflytjenda og flóttamanna. Það verður seint sagt að sú stefna sem keyrð hefur verið á þeim tíma sé frjálslynd eða mannúðleg. Fólki, einstaklingum, fjölskyldum og börnum er ítrekað vísað úr landi jafnvel þó þau hafi dvalið hér í talsvert langan tíma, aðlagast vel, kunni vel við sig og vilji leggja til samfélagsins. Dómsmálaráðherra kveðst ekki ætla að skipta sér af einstökum málum, henni finnst ótækt að breyta reglugerð til þess eins að „bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla”. Þau „einstöku mál” sem hafa komið upp á síðustu árum eru þó orðin það mörg að ekki er hægt að efast um að lagaramminn sé meingallaður. Krafan og þörfin fyrir mannúðlegri og frjálslyndari löggjöf sem gerir þeim sem vilja kleift að koma hingað, setjast að, festa rætur og taka þátt í samfélaginu er skýr. Þegar nýr, ungur ráðherra sem hefur alla tíð spyrt sig við frjálslynda hugmyndafræði tók við málaflokknum fyrr á þessu kjörtímabili bundu ég og fleiri vonir við að málin myndu þokast til betri vegar. Það hefur ekki orðið, heldur hefur hún viðhaldið mannvonskulegri íhaldsstefnu forvera sinna. Það er því ekki nema von að spurt sé, Áslaug, hvar er frjálslyndið? Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar